Fréttablaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 9
Í gömlum viðskipta- og hag-fræðibókum er heimurinn einfaldur. Fyrirtæki eru rekin til að skila hagnaði og þurfa til þess að fjárfesta vel, halda aftur af kostnaði og framleiða góða vöru. Þessi mikla einföldun er stundum gagnleg og á við sem slík. Við erum þó sífellt að læra betur hversu mikil einföldun þetta er. Það er oft talað um að við lifum á miklum óvissutímum og sjaldan jafn oft og í dag. Við horfum á tolla stríð úti í heimi, breytingar á markaðsaðstæðum, ófyrirsjáan- legar pólitískar ákvarðanir og for- dæmalausar áskoranir í loftslags- málum. Í þessari síbylju og stormi getur verið erfitt að fóta sig og gera áætlanir sem geta orðið úreltar um leið og blekið þornar. Þurfum við ekki einfaldlega að standa storminn af okkur? Stund- um þurfum við að gera það. Stað- reyndin er þó sú að óvissa er við- varandi ástand. Það er þekkt óvissa, eins og hvernig kjarasamningar munu fara, og svo óþekkt óvissa um framtíðaráskoranir, sem eru handan við hornið og enginn getur spáð fyrir um. Ofan á þetta eykst álagið á toppstykkið með sífellt meiri kröfum nútímasamfélagsins sem kallar á athygli, einbeitingu og frjóa hugsun í hvívetna sem er sífellt trufluð af áreiti snjalltækja. Mannskepnan þróaðist ekki til að lifa í þessu umhverfi svo við þurf- um að finna leiðir til að komast af í nútímasamfélagi. Er nema von að kulnun hafi verið orð ársins 2018? Samhliða þessari þróun stönd- um við sem samfélag frammi fyrir gríðarstórum áskorunum sem hafa varanleg og gríðarleg áhrif um alla framtíð. Auðvelda leiðin er að slá úrlausn þeirra á frest og horfa bara á næsta þingfund, næstu kosningar, næsta ársfjórðungsuppgjör eða næsta aðalfund. Vandinn við auð- veldu leiðina er að hún er ekki endi- lega rétta leiðin og ýtir okkur yfir í það að hamast eins og hamstrar á hjóli sem slökkva elda í hverju horni. Annar aðalfyrirlesari Viðskipta- þings, sem fram fer á morgun, Valerie G. Keller framkvæmdastjóri EY – Beacon Institute, hefur leitast við að finna þau tæki og tól sem við þurfum í þessu umhverfi. Til þess hefur hún helgað sig því starfi að aðstoða stofnanir og fyrirtæki við að finna hinn sanna tilgang með langtímahugsun að leiðarljósi. Sá tilgangur er ævinlega eitthvað æðra en einfaldur hagnaður samkvæmt gömlu og góðu skólabókunum. Hinn aðalfyrirlesarinn, Paul Polman, sem er nýstiginn til hliðar sem forstjóri neysluvörurisans Unilever eftir 10 ára starf, hefur unnið eftir svipaðri nálgun og Valerie boðar. Á ferli sínum setti Paul langtímahugsun, umhverfis- mál og samfélagsábyrgð í öndvegi svo tekið hefur verið eftir. Þessi breytta nálgun var þó ekki auðveld og mætti það nokkurri andstöðu þegar Unilever hætti að birta árs- fjórðungsuppgjör til að einblína á langtímahugsun. Sú andstaða hefur þó að líkindum horfið með tímanum því markaðsvirði félags- ins meira en tvöfaldaðist í hans valdatíð. Ef forstjóri stórfyrirtækis sem selur hversdagslegar vörur á við majónes, sturtusápur og pakkasúp- ur getur komið á þessari nálgun og náð þessum árangri, geta það allir. Saga Unilever sýnir okkur að við þurfum f leiri áttavita til að halda kúrs í heimi óvissu og til að vera í sátt við samfélagið – gera réttu hlutina en ekki endilega þá auðveldu. Venju samkvæmt þarf að sýna ábyrgð í rekstri, skila góðu búi, og gera upp- lýstar áætlanir, en við sjáum sífellt betur að meira og annað þarf til að feta farsælan veg þegar skyggni er nánast ekkert. Þurfum við sterkari tilgang? Að lifa eftir staðreyndavit- und? Á Viðskiptaþingi munum við leitast við að finna hvaða áttavita við þurfum á þeirri leið. Hver er þinn áttaviti? Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs Íslands Á dögunum birtist grein – skemmtilegt nokk á Net-Mogga –, um það, að einn öfgafyllsti hægriflokkur Norður- landa, Svíþjóðardemókratarnir, hefði hætt að berjast gegn ESB- aðild Svía. Færðu þeir stefnuna yfir í það, að berjast fyrir breytingum á ESB innan frá, í stað þess, að berjast fyrir úrsögn. Svíþjóðardemókratar sáu auðvitað sæng sína upp reidda með það, að barátta fyrir útgöngu væri vonlaus, en skoðanakannanir í Svíþjóð sýna, að 77% landsmanna eru ánægðir með veru Svíþjóðar í ESB, en aðeins 7% óánægð. Það eru ekki bara Svíþjóðar- demókratar, sem eru að sjá að sér og breyta sinni ESB-stefnu, ESB í vil, heldur líka f lestir aðrir þjóð- ernis- og hægri-öfga-flokkar í Evr- ópu. Má þar nefna Enhedslisten í Danmörku, AfD í Þýzkalandi, FÖP í Austurríki, Lega Nord og 5-stjörnu hreyfinguna á Ítalíu, Front National í Frakklandi o.s.frv. Þessir f lokkar sjá nú loks, að eina framtíðarlausnin fyrir Evrópu – með tilliti til samvinnu, efnahags- legra hagsmuna, velferðar, friðar og öryggis – er náið og sterkt sam- band evrópskra þjóðríkja; ESB. Það treystir sér enginn lengur til að standa gegn þessari sameiningu, enda um eða yfir 70% Evrópubúa ánægð með ESB og evruna. Lengst norður í Dumbshafi húka þó menn, lengst inni í hugmynda- fræðilegum afdölum, sem ekki hafa enn séð eða skilið þessi sannindi; þríeyki afturhaldsseggja: Sjálf- stæðismenn, Framsóknarmenn og Miðflokkur. Í fyrra lífi hafa foringjar þessara f lokka eflaust tekið þátt í hópreið bænda til Reykjavíkur til að mót- mæla því, að Ísland yrði, á sínum tíma, sett í símasamband við útlönd. Ekki hugsa þessir menn út í eða skilja eftirfarandi staðreyndir: Fyrir 100 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar og Evrópubúar 500 milljónir; 25% jarðarbúa. Í dag eru jarðarbúar 7,5 milljarðar, en Evrópubúar eru enn 500 milljónir; 7% jarðarbúa. Um næstu aldamót munu jarðarbúar verða um 11,5 milljarðar, en Evrópubúar verða enn aðeins 500 milljónir, 4,3% jarðarbúa. Hvernig eiga Evrópu- búar að geta varið siðmenningu sína og lífshætti, lýðræðið, velferð sína og velmegun, öryggi og landa- mæri, ef þeir standa ekki saman sem ein sterk og órofa fylking í framtíðinni? Hvernig halda þjóð- ernisseggir, að færi fyrir Evrópu, ef hún væri öll uppskipt, hver þjóð í sérhagsmunabaráttu fyrir sig og ágreiningur og átök milli þjóð- ríkja? Við gengum 70-80% í ESB með EES-samningnum 1994, og með þátttöku í Schengen-samkomu- laginu má segja, að þessi aðild hafi aukizt í 80-90%. Sjá afturhaldssegg- ir ekki hvað þessi þátttaka og aðild hefur skilað okkur miklu með tilliti til efnahags og velferðar, með til- liti til frjálsræðis – við getum farið frjálslega um allt að 30 önnur lönd, setzt þar að og starfað, ef við viljum, stundað þar nám að vild, mest allt án landamæra- og vegabréfaeftirlits – og m.t.t. friðar og öryggis, en ESB ásamt með NATO hefur tryggt frið og velferð í Evrópu nú í 75 ár, og, að næsta skref hljóti að vera full ESB- aðild, þannig, að við fáum okkar eigin kommissar í Brussel, 6 menn á Evrópuþingið svo við getum látið rödd Íslands heyrast, látið að okkur kveða á réttum stöðum og haft áhrif í Evrópu, en eins og staðan er nú, án 100% aðildar, erum við algjörlega áhrifalaus. Það stærsta þó, sem þessi þjóð- ernis- og þröngsýnisöf l sjá ekki eða skilja ekki, er, að með fullri aðild og upptöku evru myndu nýir og betri tímar renna upp í okkar landi, með stöðugleika og öryggi, menn myndu vita, hvar þeir stæðu í sínum fjármálum í nútíð og fram- tíð, með lágvöxtum og stórfelldum vaxtasparnaði og með enn fjöl- breyttari verzlun og þjónustu, en við höfum nokkru sinni áður kynnzt eða notið. Sem betur fer liggur fyrir, að skýr meirihluti þjóðarinnar, 56%, vill taka upp evruna. Er brýnt, að þetta fólk fari að fjalla um málið í daglegri umræðu, og að það gæti þess vel hvaða stjórnmálaf lokk það kýs í fram- tíðinni. Forðast verður með öllu D, B og M. Alveg sérstaklega M. Fyrir síðustu kosningar bauðst M til að gefa landsmönnum banka, væntanlega til að auka fylgi sitt. Það segir nóg um M. Þríeykið D, B og M; mestu þjóðernisseggir Evrópu!? Ole Anton Bieltvedt kaupsýslu- maður FIMMTUDAGINN 14. FEBRÚAR KL. 8.30-12.00 Í HÖRPU – NORÐURLJÓSUM MENNTADAGUR ATVINNULÍFSINS 2019 Vinsamlegast skráið þátttöku á vef SA: www.sa.is 8.30 Velkomin. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Ávarp. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands Læsi til framtíðar – staða, ástæður og möguleikar. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskólann í Þrándheimi í Noregi og HR STIKLAÐ Á STÓRU Að skilja nútímann. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi og hugbúnaðarverkfræðingur Fjármálalæsi. Ómar Örn Magnússon, kennari og verkefnastjóri við Hagaskóla Menningarlæsi: Ætlarðu í alvörunni að kyssa mig þrisvar? Margrét Lára Friðriksdóttir, mannauðsstjóri Össurar MENNTAVERÐLAUN ATVINNULÍFSINS 2019 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir verðlaunin 10.00 Kaffi og meðlæti. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á Menntatorgi 10.30 Málstofur: A) Kennslustofa 21. aldarinnar. B) Staða stráka í lífi og starfi Fundarstjóri: Signý Sif Sigurðardóttir, forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsvirkjun S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M I Ð V I K U D A G U R 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 1 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 4 F -0 C F 8 2 2 4 F -0 B B C 2 2 4 F -0 A 8 0 2 2 4 F -0 9 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.