Fréttablaðið - 13.02.2019, Síða 14

Fréttablaðið - 13.02.2019, Síða 14
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5000 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital bætti í liðinni viku við sig ríf lega tveimur millj- ónum hluta í Marel, að virði um 940 milljónir króna, og fer nú með samanlagt 7,3 milljónir hluta í félag- inu, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa þess. Jafngildir það um 1,07 prósenta eignarhlut. Með kaupunum í síðustu viku varð sjóðurinn, sem ber heitið Teleios Global Opportunities, sautjándi stærsti hluthafi Marels. Markaðsvirði eignarhlutar sjóðs- ins nemur tæplega 3,3 milljörðum króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu. Eins og fram hefur komið í Mark- aðinum keypti fjárfestingasjóður- inn í lok síðasta mánaðar hann samanlagt fjórar milljónir hluta á genginu 402 krónur á hlut. Síðan þá hefur gengi bréfanna hækkað um hátt í 11 prósent en þar af hafa bréfin hækkað um ríflega 10,5 pró- sent í verði eftir að félagið birti sterkt uppgjör fyrir fjórða fjórðung 2018 fyrir réttri viku. Þess má geta að markaðsvirði Marels fór í fyrsta skipti yf ir 300 milljarða króna á mánudag. Teleios Capital, sem var stofn- aður árið 2013, var með eignir upp á samtals um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 120 milljarða íslenskra króna, í stýr- ingu síðastliðið haust en sjóður- inn fjárfestir einkum í skráðum evrópskum félögum í Norður- og Norðvestur-Evrópu. – kij Bætir við sig í Marel fyrir um milljarð Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. milljarðar króna er mark að s virði eignarhlutar Teleios Global Opportun­ ities í Marel. 3,3 TIL SÖLU VERSLUNAR- OG ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 564 2488 OG skarpur@simnet.is Verslun ásamt skerpingarverkstæði, sem þjónustað hefur byggingariðnaðinn í 35 ár er til sölu. Reksturinn er tvískiptur, Innflutningur, sala á sagarblöðum, fræsitönnum og öðrum verkfærum fyrir tré- og málmiðnaðinn annars vegar og hins vegar skerping á sagarblöðum og ýmsum bitverkfærum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fyrirtækið hefur ávallt verið leiðandi á sínu sviði og hefur yfir að ráða fullkomnum tölvustýrðum skerpingarvélum fyrir flestar gerðir sagarblaða og verkfæra. Velta fyrirtækisins var um 40 miljónir á síðasta ári og felast talsverðir stækkunarmöguleikar í auknum innflutningi. Allur núverandi rekstur er til sölu ásamt vélum, vörubirgðum og viðskiptasamböndum. Í dag starfa tveir starfsmenn hjá fyrirtækinu. Greinendur Capacent meta gengi hlutabréfa í Högum á 60,6 krónur á hlut í nýju verðmati eða allt að 38 prósent hærra en markaðsgengi bréfanna eins og það var eftir lokun markaða í gær. Telja þeir kaup smá- sölurisans á Olís, sem gengu í gegn í lok nóvember í fyrra, auka virði félagsins um 10 prósent. Í verðmati ráðgjafarfyrirtækis- ins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að lægri framlegð og minni sala á þriðja ársfjórðungi rekstrarárs félagsins – frá ágúst til nóvember í fyrra – skýri lakari af komu Haga á tímabilinu. Ljóst sé að félagið hafi ekki komið allri gengisveikingu krónunnar strax út í verðlag. Þá bendi f lest til þess að lægri fram- legð sé til marks um aukna samkeppni á smásölu- markaði. Greinendur Capa- cent nef na að við kaup Haga á Ol ís mu n i velta félagsins aukast um ríf- lega 40 pró- sent og verða, s a m k v æ mt áætlun Capa- cent, um 108,6 milljarðar króna fyrsta heila starfsárið. Sameiningin bjóði upp á töluverða möguleika til hagræðingar og þá geti tækifæri falist í breiðu vöruúrvali og þróun netverslunar. Verðmat sérfræðinga Capacent á sameinuðu félagi hljóðar upp á 73,5 milljarða króna, eða sem samsvarar 60,6 krónum á hlut, en til saman- burðar er verðmat á óbreyttum rekstri Haga um 55,2 krónur á hlut. Nemur munurinn um tíu prósent- um. Greinendurnir taka þó fram að mikil óvissa ríki enn um rekstur sameinaðs félags. – kij Sameiningin auki virði Haga um tíu prósent 38% hærra meta greinend­ ur Capacent gengi Haga en það var við lokun mark­ aða í gær. Kaupþing, stærsti hlut-haf i Arion banka með um þriðjungs-hlut, undirbýr nú sölu á stórum hlut sínum í bankanum, að öllum líkindum að lágmarki samtals tíu prósenta hlut. Gert er ráð fyrir að salan fari fram á næstu vikum, mögulega strax síðar í þess- um mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við núverandi gengi bréfa Arion banka á hluta- bréfamarkaði er tíu prósenta hlutur í bankanum metinn á um 14,5 millj- arða króna. Áform Kaupþings gera ráð fyrir að söluferlið fari fram með til- boðsfyrirkomulagi (e. accelerated bookbuild offering) þar sem hlutir í bankanum verða seldir í gegn um fjárfestingarbanka og verðbréfa- fyrirtæki til fjárfesta á verði sem er nálægt því sem bréfin eru að ganga sölum og kaupum á á markaði. Slíkt ferli felur í sér að tilboð er þá gefið út til hóps fjárfesta og þeim gefinn mjög stuttur frestur, aðeins einn eða tveir dagar, til að skrá sig fyrir hlutum í bankanum. Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor Capital, sem fer núna með 7,15 prósenta hlut í Arion banka, seldu sem kunnugt er samanlagt um 29 prósenta hlut í hlutafjár útboði bankans í júní í fyrra. Við skráningu Arion banka í kjölfarið á hluta- bréfamarkað í Svíþjóð og á Íslandi var Kaupþingi, ásamt Att estor, Taconic Capital, Och-Ziff Capital og Goldman Sachs, óheimilt að eiga viðskipti með bréf sín í bankanum í sex mánuði. Þeim söluhömlum lauk 20. desember síðastliðinn. Goldman og vogunarsjóðirnir þrír komu fyrst inn í hluthafahóp Arion banka þegar þeir keyptu tæplega 30 pró- senta hlut af Kaupþingi í bankanum í mars árið 2017. Selji Kaupþing tveggja prósenta hlut eða meira í Arion banka, eins og félagið stefnir að, þá mun vog- unarsjóðunum og Goldman Sachs bjóðast að koma inn í þau viðskipti og selja á sama gengi í hlutfalli við skráða eignarhluti þeirra í bank- anum (pro rata). Það er á grund- velli samkomulags sem Kaupþing og aðrir stærstu hluthafar Arion banka gerðu með sér um skipulegt söluferli eftir að söluhömlum yrði aflétt, samkvæmt heimildum Mark- aðarins. Ólíklegt er hins vegar talið að aðrir en Attestor muni á þessum tímapunkti selja í samf loti með Kaupþingi en vitað er að vogunar- sjóðurinn lítur ekki á eignarhlut sinn í Arion banka sem langtíma- fjárfestingu. Þrátt fyrir að samanlagður eign- arhlutur Kaupþings og Taconic Capital, sem á 9,99 prósenta hlut í Arion banka, sé tæplega 43 prósent þá takmarkast heildar- atkvæðisréttur þeirra í bankanum við þriðjungshlut. Það grundvall- ast á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að Kaupþing og Taconic séu skilgreindir sem tengdir aðilar, en vogunarsjóðurinn er langsamlega stærsti hluthafi eignarhaldsfélags- ins með nærri helmingshlut. Kaup- þing horfir því til þess, ekki hvað síst af þessum sökum, að selja sem fyrr segir að lágmarki tíu prósenta hlut í bankanum. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða bankar og verðbréfafyrir- tæki verða fengnir sem ráðgjafar Kaupþings við söluferlið. Fastlega er hins vegar gert ráð fyrir því að þar verði einkum um að ræða þá sömu og voru söluráðgjafar við hluta f jár útboð Arion banka á síðasta ári, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem hafa unnið að því síðustu vikur að fá fjárfesta, innlenda sem erlenda, til að koma að kaupum á stórum hlut Kaupþings í Arion banka eru Fossar markaðir, Kvika banki og Íslenskir fjárfestar. Arion banki mun birta uppgjör sitt fyrir árið 2018 eftir lokun mark- aða í dag, miðvikudag, en á fyrstu níu mánuðum ársins var hagnaður bankans rúmlega 6,1 milljarður og dróst saman um 41 prósent frá sama tíma fyrir ári. Þá var arðsemi eigin fjár á tímabilinu aðeins 3,9 prósent. Hlutabréfaverð bankans stendur núna í 79,8 krónum á hlut og hefur hækkað um 13 prósent frá áramótum. hordur@frettabladid.is Undirbýr sölu á stórum hlut í Arion Kaupþing, stærsti hlut- hafi Arion banka, áformar að selja að lág- marki tíu prósenta hlut í bankanum á komandi vikum. Hluturinn verður seldur í gegn um tilboðsfyrirkomulag. Vogunarsjóðum mun bjóðast að selja í sam- floti með Kaupþingi samkvæmt hluthafa- samkomulagi.   32,67% er núverandi eignarhlutur Kaupþings í Arion banka. Hlutabréfaverð Arion hefur hækkað um 13 prósent frá áramótum. Finnur Árnason, forstjóri Haga. 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN 1 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 4 F -1 6 D 8 2 2 4 F -1 5 9 C 2 2 4 F -1 4 6 0 2 2 4 F -1 3 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.