Fréttablaðið - 13.02.2019, Page 16
975
milljónir króna er sátta-
greiðsla Gamla Byrs til
Íslandsbanka.
Það er skoðun
stjórnar Gamla
Byrs að samkomulagið sé
viðunandi niðurstaða fyrir
hluthafa Gamla Byrs.
Úr bréfi stjórnar Gamla Byrs
til hluthafa
Þarna er í mínum
huga lýst stjórn-
sýslu sem felur í sér alvarleg
brot gegn einstaklingum og
fyrirtækjum sem hafa sætt
rannsóknum að ósekju.
Birgir Tjörvi Pétursson,
héraðsdómslögmaður og einn eig-
enda Lögmanna Lækjargötu
Gamli Byr og Íslandsbanki hafa komist að samkomulagi um að ljúka með sátt dómsmáli sem bankinn höfðaði á hendur
félaginu vegna ofmats á verðmæti
útlánasafns sem bankinn keypti af
Byr og ríkissjóði haustið 2011.
Gamli Byr, sem lauk nauða
samningum í janúar árið 2016, mun
þannig geta hafið útgreiðslur til
hluthafa sinna, sem eru að stærst
um hluta þýskir bankar og spari
sjóðir, en slitabúið er það eina sem
gekkst undir stöðugleikaskilyrði
stjórnvalda sumarið 2015 og hefur
ekki enn getað greitt hluthöfum
sínum út þá fjármuni sem liggja
inni í félaginu.
Samkvæmt samkomulaginu, sem
deilendur skrifuðu undir síðasta
föstudag eftir nokkurra mánaða
sáttaviðræður, greiðir Gamli Byr
Íslandsbanka 975 milljónir króna
gegn því að bankinn falli frá kröfum
sínum gagnvart félaginu. Á sama
tíma mun Gamli Byr inna af hendi
fyrstu greiðslu til sinna kröfuhafa,
þar á meðal Íslandsbanka sem á
um átta prósent krafna í félaginu,
samkvæmt skuldabréfum sem
gefin voru út til kröfuhafa í kjölfar
nauðasamnings Gamla Byrs sem
samþykktur var í ársbyrjun 2016.
Íslandsbanki hafði upphaf lega
lagt fram kröfu á hendur Gamla
Byr upp á 6,7 milljarða króna auk
vaxta og einn milljarð gegn ríkinu
auk vaxta en bankinn taldi að
ofmat á verðmæti lánasafns Byrs
hefði valdið sér fjártjóni. Bankinn
borgaði samtals 6,6 milljarða króna
á sínum tíma fyrir allar eignir Byrs.
Gu n na r Þ ór Þ ór a r i n s s on ,
stjórnar formaður Gamla Byrs og
eigandi ráðgjafarfyrirtækisins
Askur Consulting í Lundúnum,
kveðst í samtali við Markaðinn
fagna því að niðurstaða hafi náðst
í málinu.
Stefnt að útgreiðslum í mars
Í bréfi sem stjórn Gamla Byrs
skrifaði hluthöfum félagsins fyrr
í vikunni og Markaðurinn hefur
undir höndum segist stjórnin telja
að samkomulagið sé vel viðunandi
fyrir hluthafana. Stjórnin hafi
jafnframt áður en samkomulagið
var endanlega samþykkt ráðfært
sig óformlega við meirihluta hlut
hafanna sem hafi stutt það.
Í bréfinu kemur enn fremur fram
að stefnt sé að því að hefja fyrstu
útgreiðslur til hluthafa Gamla Byrs
í næsta mánuði. Hluta greiðslnanna
verði hins vegar frestað þangað til
sátt náist annars vegar í deilum
um vestari hluta Héðinsreitsins í
Reykjavík og hins vegar um skað
leysissjóð fyrrverandi slitastjórnar
Gamla Byrs.
Samkomulag Íslandsbanka, sem
er alfarið í eigu ríkisins, og Gamla
Byrs gerir það einnig að verkum
að síðarnefnda félagið mun loks
geta greitt stöðugleikaframlag til
íslenska ríkisins sem verður að
óbreyttu rúmlega tveir milljarðar
króna.
Heildareignir slitabúsins, sem eru
í formi innstæðna á bankareikning
um og í peningamarkaðssjóðum,
nema um 7,8 milljörðum króna en
samkvæmt stöðugleikaskilyrðum
ber búinu að greiða 26 prósent af
eignunum í stöðugleikaframlag.
Ljóst er að ríkið mun fá – á grund
velli sáttarinnar sem nú liggur fyrir
– um þrjá milljarða króna í sinn
hlut. Má segja að greiðslan verði
þríþætt: í formi stöðugleikafram
lags, sáttagreiðslu til Íslandsbanka
og útgreiðslu til bankans sem kröfu
hafa í slitabúinu.
Lítið ágengt framan af
Eins og fjallað hefur verið um í
Markaðinum komust dómkvaddir
matsmenn að þeirri niðurstöðu í
lok síðasta árs að hátt í 1.500 lán í
lánasafni Byrs, sem Íslandsbanki
tók yfir og matsmönnunum var
falið að verðmeta, hefðu verið
ofmetin um ríf lega 2,2 milljarða
króna í bókum sparisjóðsins um
mitt ár 2011. Til samanburðar gerði
bankinn, eins og áður sagði, kröfu á
hendur Gamla Byr upp á tæplega 7
milljarða króna.
Í bréfi sem stjórn Gamla Byrs
sendi hluthöfum í tilefni af mats
gerðinni sagði hún að niðurstaða
matsmannanna væri skýrt merki
um að krafa Íslandsbanka væri
„verulega uppsprengd“.
Engu að síður sagðist Gamli Byr
telja að skýrsla matsmannanna
væri háð ýmsum annmörkum. Hún
leiðrétti ekki þá bresti sem væru á
skaðabótakröfu Íslandsbanka og
undirstrikaði hve mikil óvissa ríkti
um kröfu bankans. Matsgerðin væri
því til þess fallin að skjóta styrkari
stoðum undir kröfu Gamla Byrs um
að málinu yrði vísað frá dómi.
Samhliða dómsmálinu, sem
rekið hefur verið fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur frá því í desember árið
2013, áttu Íslandsbanki og Gamli
Byr reglulega í óformlegum viðræð
um um sátt í málinu. Lítið ávannst
hins vegar í sáttaviðræðunum
framan af, enda bar mikið á milli, en
sem dæmi hafnaði bankinn síðasta
haust tillögu Gamla Byrs að sáttum,
eins og greint var frá í Markaðinum.
Til marks um þófið í viðræð
unum sagðist stjórn Gamla Byrs í
bréfi til hluthafa í júní í fyrra telja
„óraunsætt“ eins og sakir stæðu að
deilendur kæmust að samkomulagi
sem báðir gætu sætt sig við.
Sagðist stjórnin enn fremur hafa
ástæðu til þess að ætla að Íslands
banki væri að reyna að „þreyta“
hluthafana, sem voru orðnir lang
þreyttir á deilunni, og neyða þá til
þess að gangast undir sátt sem væri
í engu samræmi við staðreyndir
málsins.
Austurrískir og þýskir bankar og
sparisjóðir, sem eru upprunalegir
lánveitendur sparisjóðsins, eiga
um 60 prósent krafna í Gamla Byr,
íslenskir lífeyrissjóðir um 22 pró
sent og þá á Íslandsbanki sjálfur
um 8 prósent.
Greiðir Íslandsbanka nærri milljarð
Íslandsbanki og Gamli Byr hafa náð sáttum í ágreiningsmáli um virði útlánasafns sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði 2011.
Gamli Byr greiðir bankanum 975 milljónir. Ríkið fær, beint og óbeint, yfir þrjá milljarða króna í sinn í hlut á grundvelli sáttarinnar.
Í samkomulaginu er kveðið á um að Gamli Byr greiði Íslandsbanka 975 milljónir króna sem fullnaðargreiðslu á
kröfu bankans og að bankinn falli í kjölfarið frá dómskröfum sínum á hendur félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Hörður Ægisson
hordur@frettabladid.is
Kristinn Ingi Jónsson
kristinningi@frettabladid.is
Gunnar Þór
Þórarinsson,
stjórnarformað-
ur Gamla Byrs.
Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af
hálfu bankans eða gerðu sátt við
bankann undir þvingun í tilvikum
þar sem gildar viðurlagaheimildir
voru ekki til staðar.
Þetta er mat Birgis Tjörva Péturs
sonar, héraðsdómslögmanns og
eins eigenda Lögmanna Lækjar
götu. „Hafi einhverjir aðilar þurft
að sæta slíku eiga þeir hinir sömu
án nokkurs vafa rétt á því að fá
endurgreiðslu eða bætur vegna
tjóns sem af því hefur hlotist,“ segir
hann í samtali við Markaðinn og
bætir við:
„Þar að auki, í þeim tilfellum
þar sem Seðlabankinn stundaði
rannsóknarathafnir gagnvart ein
staklingum og fyrirtækjum, sem
gátu aldrei stefnt að neinu lögmætu
markmiði, vegna þess að nauðsyn
legur lagagrundvöllur var ekki til
staðar fyrir bankann, þá getur
Seðlabankinn hæglega hafa bakað
sér bótaábyrgð.“
Í nýlegu áliti umboðsmanns
Alþingis, sem kom til vegna kvört
unar af hálfu Þorsteins Más Bald
vinssonar, forstjóra Samherja, er
farið hörðum orðum um stjórn
sýslu Seðlabankans í málum sem
varða gjaldeyrisreglur bankans.
Er meðal annars bent á að stjórn
endur bankans haf i ekki gert
umboðsmanni grein fyrir afstöðu
ríkissaksóknara um að engin
nothæf refsiheimild hefði verið
fyrir hendi vegna gjaldeyrisbrota.
Birg ir Tjör v i seg ir að á lit
umboðsmanns sé sannarlega
áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðla
bankans. Þar sé lýst stjórnsýslu
sem feli í sér alvarleg brot gegn
einstaklingum og fyrirtækjum sem
hafi sætt rannsóknum að ósekju.
Hann kveðst þekkja dæmi þess
að Seðlabankinn haf i efnt til
rannsókna á meintum brotum á
gjaldeyrisreglum bankans eftir að
starfsmönnum bankans hafi mátt
vera orðið ljóst – meðal annars
vegna mikilla breytinga á gjald
eyris lögum sem hafi þurft að ráð
ast í og afdráttarlausrar afstöðu
ríkissaksóknara – að reglurnar
hefðu ekki næga lagastoð.
„Áfram hélt bankinn þó að efna
til rannsókna á málefnum ein
staklinga og fyrirtækja á tímabili
þar sem hann hafði engar heimildir
til þess. Það er mjög alvarlegt mál í
mínum huga.
Auðvitað hefði maður kosið að
sjónarmið umboðsmanns hefðu
komið fyrr fram. Honum er hins
vegar vorkunn að einhverju leyti
vegna þess sem hann bendir á, sem
er jafnframt grafalvarlegt, að bank
inn virðist hafa haldið frá honum
upplýsingum,“ nefnir Birgir Tjörvi.
Það veki sérstaka athygli hve
hörðum orðum umboðsmaður
fari um samskipti sín við Seðla
bankann. Í þeim samskiptum hafi
bankinn beitt rangfærslum og
útúrsnúningum til þess að réttlæta
gerðir sínar.
„Mér kemur mikið á óvart hve
lítið hefur verið gert með þessa
þungu gagnrýni umboðsmanns.
Spjótum hefur verið beint að
stjórnvöldum undanfarið í málum
sem telja má léttvægari, þar með
talið að Seðlabankanum sjálfum,
án þess að ég sé að gera lítið úr
öðrum málum. Miðað við þær
auknu kröfur sem mér sýnist alls
staðar verið að gera til stjórnvalda
þessi misseri er ég hissa á hve vel
þeir sem báru ábyrgð á gjaldeyris
eftirliti bankans hafa sloppið.“ – kij
Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum
Birgir Tjörvi Pétursson héraðsdómslögmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
1 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN
1
3
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
4
F
-2
A
9
8
2
2
4
F
-2
9
5
C
2
2
4
F
-2
8
2
0
2
2
4
F
-2
6
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K