Fréttablaðið - 13.02.2019, Síða 18
Creditinfo hefur sótt fram á vanþróaðri mörkuðum sem eru í örum vexti. Það er með skrifstofur í 26 löndum, þar af eru
ellefu í Afríku. Ef meðtalin eru
lánakerfi sem fyrirtækið rekur fyrir
seðlabanka sem meðal annars eru í
Óman og Srí Lanka er starfsemin í
35 löndum. Í þeim mörkuðum eiga
stór alþjóðleg fyrirtæki erfitt um
vik að keppa við íslenska fyrirtækið
sem lengi hefur haft höfuðstöðvar
á Höfðabakka. Þetta kemur fram
í ítarlegu viðtali Markaðarins við
Reyni Grétarsson, stjórnarformann
og aðaleiganda Creditinfo með um
78 prósenta hlut.
Starfsmenn eru um 400 eftir 21 ár
í rekstri. Veltan jókst um 15 prósent
á milli ára og var um 38 milljónir
evra, jafnvirði 5,2 milljarða króna
árið 2018. Til samanburðar var
Credit info með starfsemi í 14 lönd
um við upphaf árs 2013, meðal ann
ars á Grænhöfðaeyjum, í Kasakstan
og Úkraínu. Fjöldi starfsmanna var
þá 250.
Creditinfo aðstoðar lánastofn
anir við að stýra áhættu tengdri
útlánum. Gögnum er safnað og
breytt í upplýsingar sem eru not
aðar við ákvarðanatöku. Það er mis
jafnt hve mikil þjónusta er í boði í
hverju landi.
Stefnt á að EBITDA tvöfaldist á
árinu
Reynir segir að reksturinn hafi
gengið mjög vel á árinu 2018. Hagn
aður fyrir fjármagnsliði, afskriftir
og skatta (EBITDA), hafi verið um 5
milljónir evra, jafnvirði tæplega 700
milljóna króna, samkvæmt bráða
birgðauppgjöri, og stefnt sé að því
að sá hagnaður verði tíu milljónir í
ár, um 1.400 milljónir króna.
Reksturinn hafi hins vegar gengið
illa árið 2017 og því hafi verið ráðist
í mikilvæga uppstokkun á rekstr
inum. Það ár tapaði fyrirtækið 310
milljónum króna, samkvæmt árs
reikningi.
„Við opnuðum í mörgum nýjum
löndum og f járfestum mikið í
nýrri þekkingu og tækni en fjár
festingarnar skiluðu sér ekki. Við
töpuðum jafnframt miklu á að fjár
festa í fjártæknifyrirtæki í London.
Við brugðumst of seint við sumum
af vandamálunum en komum betra
lagi á reksturinn á árinu 2017. Við
biðum meðal annars með að opna í
nýjum löndum á meðan við vorum
að ná tökum á rekstrinum. Við opn
uðu reyndar á Barbados í fyrra – það
er ekki hægt að hætta alveg. Á sama
tíma lokuðum við skrifstofunni í
Rúmeníu sem við höfðum rekið í
fimmtán ár.
Creditinfo varð tvítugt árið 2017.
Fyrirtæki þurfa að eiga slæm ár og
það er nánast óumf lýjanlegt. Það
gefur þeim tækifæri til að ráðast í
endurnýjun, eins og við fengum inn
nýjan forstjóra það ár og hann réð
nýtt fólk. Árið 2006 reyndist okkur
líka erfitt. Það er að mínu mati eðli
legt að fyrirtæki glími við erfiða
tíma á um tíu ára fresti og þurfi þá
að ákveðnu leyti að endurnýja sig.“
Að sögn Reynis er starfsemi fyrir
tækisins rekin með hagnaði í öllum
löndunum að undanskildum tveim
ur, þremur þar sem fjárstreymið sé
neikvætt.
Ekki lengur rétti maðurinn í
starfið
Við starfi forstjóra tók Ítalinn Stef
ano M. Stoppani sem búið hefur í tíu
löndum. „Hann þekkir bransann vel
og hefur unnið hjá tveimur af keppi
nautum okkar. Það hafa eiginlega
allir í efsta lagi stjórnenda Credit
info verið Íslendingar. Mér þótti
það góð skilaboð til starfsmanna
að það þyrfti ekki að vera Íslend
ingur til að ná langt hjá fyrirtækinu.
Því var vel tekið. Það var auk þess
gott að fá ferskt blóð í starfsemina
því f lestir stjórnendur hafa alist
upp innan veggja fyrirtækisins og
höfðu því ekki kynnst því hvernig
hlutirnir ganga fyrir sig hjá öðrum
fyrirtækjum.
Það var góð ákvörðun að skipta
um forstjóra. Ég var búinn að sinna
Ég var ekki lengur rétti forstjórinn
Reynir Grétarsson, aðaleigandi Creditinfo, vék úr starfi forstjóra eftir 20 ár og réð Ítala árið 2017. Neistinn var farinn. Við það fékk
fyrirtækið tækifæri til að endurnýja sig. Í kjölfarið varð viðsnúningur á rekstrinum og stefnt er því að EBITDA tvöfaldist í ár.
„Ég vil geta fengið hugmynd um morguninn og fólk hefst handa við að hrinda henni í framkvæmd á hádegi,“ segir Reynir Grétarsson, stjónarformaður Creditinfo. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Fjárfesti í tveimur fyrirtækjum í hvíldinni
Reynir fjárfesti nýverið í tveimur
fyrirtækjum, fjártæknifyrir-
tækinu Two Birds, og stafræna
markaðsfyrirtækinu Svarta-
galdri. Þau eru með aðsetur í
sama húsi og Creditinfo. Hann
getur því auðveldlega hlaupið á
milli fyrirtækjanna þriggja.
„Eftir að störfum mínum lauk
sem forstjóri Creditinfo sumarið
2017 fór ég að hvíla mig og hugsa
málin. Ég komst að þeirri niður-
stöðu að mig langaði að gera
eitthvað á einstaklingsmarkaði
og stofnaði fjártæknifyrirtækið
Two Birds ásamt fleirum. Fyrstu
vörurnar fara brátt í loftið, nú
erum við einkum að horfa til
fasteignamarkaðarins. Það eru
sex starfsmenn og svo er vinnu
úthýst til Indlands,“ segir Reynir.
Hann á 75 prósenta hlut í Two
Birds og það sem eftir stendur
er í eigu annarra fjárfesta og
starfsmanna. 75 milljónir króna
hafa verið lagðar í fyrirtækið en
stefnt er að því að fjárfestingin
verði yfir 100 milljónir. „Við erum
á lokametrunum,“ segir Reynir.
Reynir á einnig meirihlutann
í Svartagaldri. „Það var hópur
fólks sem vann hjá fyrirtæki í
stafrænni markaðssetningu og
vildi hefja eigin rekstur en skorti
fjármagn. Ég sagði: Já, ég er til
í að fjármagna fyrirtækið ef ég
má eiga meirihlutann. Stofn-
kostnaður var lítill og fyrirtækið
skilaði hagnaði eftir þrjá mánuði.
Það góða og slæma við þann
rekstur er hve mikil verðmæti
eru fólgin í starfsmönnunum
sjálfum. Þeir byrja einfaldlega
að bjóða sína þekkingu. Svarti-
galdur minnir á tannlækna-
stofu þar sem verðmætin eru
fólgin í starfsmönnunum. Þegar
umsvifin aukast þarf að fjölga
starfsmönnum.
Á sama tíma þarf Two Birds að
fjárfesta ríkulega áður en tekjur
fara að berast en þá er líka kom-
inn skalanleiki og erfiðara fyrir
keppinauta að taka viðskiptin af
þér. Ef einhver vill gera það sama
þarf að ráðast í sömu fjárfest-
ingu, og þegar það er samkeppni
á markaðnum er ekki víst að hún
náist til baka. Two Birds minnir
á Creditinfo á Íslandi sem hefur
haft svipaðan starfsmannafjölda
í tíu ár þótt tekjurnar aukist yfir-
leitt um 5-10 prósent á ári. Við
stofnendurnir þrír áttum tvær
milljónir þegar Creditinfo var
stofnað – það er gaman að taka
þátt í þessum sprotafyrirtækjum
og hafa meira á milli handanna.“
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
1 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN
1
3
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
4
F
-2
5
A
8
2
2
4
F
-2
4
6
C
2
2
4
F
-2
3
3
0
2
2
4
F
-2
1
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K