Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.02.2019, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 13.02.2019, Qupperneq 28
Bæði evrópsku félögin, þessi stóru gömlu, og amer- ísku hafa í raun verið, eins og þetta lítur út fyrir okkur, að reyna að drepa Norwegian. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group Stjórnar- maðurinn 08.02.2019 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 13. febrúar 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Hafðu samband því þinn árangur er mikils virði. Hámarkaðu árangurinn þinn og verðmæti með því að nýta þér fjölbreytta þekkingu og víðtæka reynslu PwC á öllum sviðum rekstrar Verðmæti Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar Hótelkeðja Icelandair hefur kært ákvörð- un borgarráðs Reykjavíkurborgar um samþykkt á deiliskipulagi sem felur í sér uppbyggingu hótels í næsta nágrenni hótels Icelandair. Kæran er gefin út af Flugleiðahótelum sem reka Hilton Reykjavík Nordica að Suð- urlandsbraut 2 sem stendur á næstu lóð við Hallarmúla 2 þar sem uppbyggingin er áformuð. Reykjavíkurborg samdi við HM2 ehf. um uppbyggingu fimm hæða hótels í Hallarmúla þar sem Tölvutek hefur rekið verslun. Áformað er að það verði opnað snemma á næsta áratug. Segir Icelandair að á Hallarmúla 2 hvíli sú kvöð að húsnæðið verði ekki tekið til annarra nota en almennrar verslunar og verslunar með bifreiðir. Þá eru einnig færð rök fyrir því að breyting deiliskipulagsins hafi neikvæð grennd- aráhrif. Fjárfestarnir að baki HM2 eru Stefán Már Stefánsson, Ellert Aðalsteins- son og Elmar Freyr Jensen sem sömdu við Keahótel um rekstur hótelsins. – tfh Icelandair kærir uppbyggingu hótels Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmda- stjóri Icelandair Hotels. Talsverð læti hafa verið vegna skarpra launahækkana banka­ stjóra Landsbankans sem hafa nán­ ast tvöfaldast á átján mánuðum. Þrátt fyrir launahækkanirnar er Landsbankastjórinn launalægsti bankastjóri landsins en koll­ egi hennar hjá ríkisbankanum Íslandsbanka er með um fjórðungi hærri laun. Höskuldur Ólafsson í Arion er hins vegar í nokkrum sér­ flokki með réttar sex milljónir. Sá grundvallarmunur er þó á að síð­ astnefndi bankinn er í einkaeigu og því kannski eðlilegt að þar sé málum skipað með nokkuð öðrum hætti en hjá ríkisbönkunum. Birna Einarsdóttir í Íslandsbanka vakti athygli fyrir að hafa lækkað laun sín að eigin frumkvæði. Popúlískt vafalaust klókt en breyt­ ir því ekki að hún er þó með hærri laun en kollegi hennar í Lands­ bankanum. Því virðist hafa legið fyrir að Landsbankastjórinn ætti inni leiðréttingu ef hún ætti að vera jafnoki kollega sinna. Prósentu­ stökk eru góður fyrirsagnamatur, en segja ef til vill ekki alla söguna ef gæta á sanngirni. Auðvitað er það svo að skarpar launahækkanir gefa óheppileg skilaboð inn í kjaravið­ ræður vetrarins. Það á sérstaklega við hjá hinu opinbera sem þrátt fyrir allt velti þeirri skriðu af stað sem nú er verið að bíta úr nálinni með. Ekki skal gert lítið úr því. Hvernig sem því er snúið er staðreyndin sú að á Íslandi fylgir því mikil ábyrgð að taka að sér stjórnunarstöður, einkum í fjár­ málafyrirtækjum. Stjórnendur hafa undanfarinn áratug fengið áralanga fangelsisdóma í bunkum fyrir ákvarðanir sem þeir tóku við störf sín. Í sumum tilfellum virðist þunn lína milli þess hvort verið sé að refsa þeim fyrir efna­ hagsglæpi, eða einfaldlega slæmar viðskiptaákvarðanir, sem jafnvel hafa verið teknar undir fordæma­ lausri pressu. Í því samhengi er það spurning um sjónarhorn hvort bankastjórnendur teljist hafa of há laun. Hið minnsta er ljóst að afleiðingarnar geta orðið gríðar­ legar ef þeim verður á í starfi. Svo er það önnur umræða hvort ekki sé heilbrigt að árangurstengja laun frekar en nú er gert. Arion banki hefur til að mynda þurft að taka á mörgum vandræðamálum undanfarin misseri, nægir þar að nefna United Silicon, Primera og WOW air og fleiri. Uppgjör hefur enn ekki verið birt fyrir árið 2018, en fróðlegt verður að sjá hvort vandræðin skili sér í heimilisbók­ hald stjórnenda. Há laun?  1 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 4 F -1 1 E 8 2 2 4 F -1 0 A C 2 2 4 F -0 F 7 0 2 2 4 F -0 E 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.