Velferð - 01.06.1991, Side 13

Velferð - 01.06.1991, Side 13
 PLÁSS FYRIR ÞIG HL-STÖÐIN STÆKKAR 1. SEPT. N.K. Endurhæfingastöð hjarta- og Iungna- sj úklinga - HL-stöðin - flytur 1. sept- ember n.k. í íþróttahús fatlaðra að Hátúni 14. Þá verður unnt að útrýma biðlist- um og með því að tvöfalda starfsem- ina verður væntanlega unnt að fullnægja öllum óskum um endur- hæfingu og þjálfun fyrrverandi hjartasjúklinga. AÐSÓKN ÓX MJÖG HRATT. HL-stöðin hefur starfað í rúm tvö ár, en hún tók til starfa að Háaleitisbraut 11-13 þann 1. apríl 1989. Stærsti þáttur starfseminnar er við- haldsþjálfun fyrrverandi hjartasjúk- linga í fjórum hópum, en einnig hafa unnið tveir hópar lungnasjúklinga og einn fámennur hópur í frumendur- hæfingu eftir hjartaaðgerð (hliðstætt starfsemi Reykjalundar). Aðsóknin að viðhaldsþjálfuninni hefur stóraukist, og raunin hefur orð- ið sú, að flestir (eða um 70 manns) telja þessa þjálfun svo nauðsynlega, að þeir kjósa að vera alveg samfellt. - Þar sem ekki var unnt að fjölga þjálf- unarhópum, þá varð í vetur að grípa til þess að skylda menn til að taka sér Haraldur Steinþórsson frí frá þjálfun í einn mánuð til að skapa pláss fyrir þá, sem höfðu lengst verið á biðlista. HÓPÞJÁLFUN UNDIR EFTIRLITI. Fyrrverandi hjarta- og lungnasjúk- lingar þurfa ekki tilvísun frá lækni til að komast í viðhaldsþjálfun og það skiptir ekki máli hve langt er um liðið síðan þeir kenndu sér meins. Með áreynsluprófi ákveða læknir og sjúkraþjálfari HL- stöðvarinnar þjálfunarálagið, sem m.a. er stuðst við varðandi skiptingu í þjálfunar- hópa. Þannig er líka unnt að gefa þeim getuminni kost á æfingum við sitt hæfi. Holl hreyfing og skynsamleg þjálf- un eykur kraft og vellíðan og eflir mótstöðu gegn endurtekningu sjúk- dómseinkenna. Sumir eru það staðfastir og ákveðnir að þeir geta stundað göngur og aðrar æfingar algerlega á eigin spýtur. - Flestir þarfnast þó uppörv- unar og leiðbeiningar og þeim hentar vel skipulögð endurhæfing í hópi jafningja. í hverjum hópi eru um 20 þátttak- endur og þjálfunin fer fram undir stöðugu eftirliti sjúkraþjálfara og í viðurvist lækna. Endurhæfingastöðin er búin fullkomnum tækjakosti og ör- yggisbúnaði. Upplýsingar og ráðgjöf eru snar þáttur starfseminnar og fylgst er með þjálfun og áreynslu hvers einstaks, auk þess sem fræðslu- fundir eru haldnir reglulega. 2 EÐA 3 ÆFINGA- TÍMAR Á VIKU. í byrjun apríl var gerð könnun á væntanlegri þátttöku á nýja staðnum framh. hls. 15 PÍANÓ, BAR OG GRILL TRYGGVAGATA 20-101 REYKJAVll SÍMI 26868 ( 13

x

Velferð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.