Velferð - 01.06.1991, Page 15

Velferð - 01.06.1991, Page 15
Úr œfingasal HL-stöðvarinnar að Háaleitisbraut 11-13. í haust. Svör bárust strax frá rúmlega 100 hjartasjúklingum og 50 lungna- sjúklingum. Langflestir vildu æfingatíma tvisvar í viku inni og næstflestir vildu svo bæta við einni gönguæfingu úti. Nokkrir vildu þjálfa þrisvar í viku inni. - Verður nú á næstunni leitað staðfestingar á þessum óskum og þeim gefinn kostur á að velja sér hentugan æfingatíma. Æfingatímar í íþróttahúsi fatlaðra að Hátúni 14 verða frá mánudegi til föstudags á tímabilinu frá 16.20 til 19.40. Lengd hvers æfingatíma verð- ur 50 mínútur, eins og tíðkast í íþróttasölum borgarinnar. Oftast verða tveir flokkar samtímis. Þannig hefur HL-stöðin til ráðstöfunar 36 æfingatíma á viku í stað 15 tíma áður. PANTANIR í JÚNÍ EÐA SÍÐAST í ÁGÚST. HL-stöðin verður starfandi að Háa- leitisbraut 11-13 út júnímánuð. Þar verður tekið við pöntunum fyrir haustið kl. 15-17 alla virka daga (Sími 84999). Starfsemin hefst svo að nýju í sept- embér í íþróttahúsi fatlaðra að Há- túni 14. - Verður tekið þar við pönt- unum eftir 26 ágúst (Sími 688002). Mánaðargjald hefur ekki verið endanlega ákveðið, en það er nú 4000 kr. fyrir tvo æfingatíma á viku inni. Þá er verið að kanna hvort sjúkra- sjóðir verkalýðsfélaga gætu styrkt fé- lagsmenn til þátttöku í viðhalds- þjálfuninni. - Væri í því skyni æskilegt að HL-stöðin fengi upplýsingar um alla þá, sem teldu sig geta átt rétt til fyrirgreiðslu úr sjúkra- sjóðum. BREFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur 15

x

Velferð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.