Velferð - 01.06.1991, Qupperneq 18
VARÐVEIT HJARTA
ÞITT
FRAMAR ÖLLU . . .
Frú Soffía St. Sigurðardóttir yfirsjúkraþjálfari á HL-stöðinni
flutti eftirfarandi erindi á þingi LHS
Ágætu áheyrendur!
Áður fyrr var hjartað álitið heilagt
líffæri og töldu menn að þar byggju
leyndardómar lífsins. Enn þann dag í
dag er talað um hreinleika og gæsku
hjartans, tryggð þess og illsku. Rann-
sóknir nútímans hafa þó rænt hjart-
anu hluta af hinum aldagamla ljóma
því Iæknisfræðilega séð er hjartað
einungis ákaflega mikilvæg dæla
(Ester og Harpa b.s. ritgerð apríl
1989)
Saga og þróun.
Þegar hugsað er til þeirrar jákvæðu
þróunar sem orðið hefur í endurhæf-
ingu þeirra sem fengið hafa hjarta og
æðasjúkdóma síðustu áratugina er
sögulega áhugavert að þegar árið
1802 lýsti læknir að nafni Heberden
sjúklingi með brjóstverki, sem jók af-
kastagetu sína með því að saga eldi-
við í hálfa stund á dag. Þessi þekking
féll því miður í gleymsku í ríflega öld.
Allt fram til 1950 einkenndist með-
ferð hjartasjúklinga af rúmlegu
fyrstu 6-8 vikurnar eftir hjartaáfall.
Við þekkjum vel þau áhrif sem slíkt
hefur á líkamlega ogandlega líðan. Á
þessu tímabili jafngilti það ævilangri
örorku að fá kransæðasjúkdóm. Þess
var ekki vænst að menn snéru aftur til
starfa eða eðlilegs lífs.
Upp úr 1950 verður breyting á
Levine sýndi fram á ýmis neikvæð
líkamleg áhrif kyrrsetu upp úr 1940.
Það tók ríflega 10 ár áður en sú þekk-
ing leiddi til þess að hjartasjúklingar
nytu hreyfingar fljótlega eftir áfall.
Fjöldi greina birtist upp úr 1960
um uppbyggingu endurhæfingarferlis
eftir kransæðastíflu. Markmið þeirra
allra var sameiginlegt. Að koma í veg
fyrir þekktar afleiðingar hreyfingar-
leysis, bæði líkamlegar og andlegar.
Markmiðin áttu síðar eftir að verða
víðtækari s.s. að auka þol (þ.e.a.s.
meiri afköst áður en brjóstverkur
kemur fram og einnig að ná fram
efnafræðilegum áhrifum sem hafa
fyrirbyggjandi þýðingu.)
Uppbygging þjálfunar er nú víðast
hvar þannig að áhersla er lögð á ein-
staklingsbundna úthaldsþjálfun, al-
menna styrktarþjálfun, aukin hreyf-
anleika svo og slökun. Um 1970 fóru
þeir sem meðhöndluðu hjartasjúk-
linga að gera sér grein fyrir mikilvægi
þess að fræða skjólstæðinga sína.
Þannig mátti koma í veg fyrir óþarfa
misskilning og gefa raunhæfar vænt-
ingar um nánustu framtíð. Samfara
þessu jókst þörfin fyrir fræðslu um
áhættuþætti hjarta- og æðasjúk-
dóma.
Nú skulum við líta á sögu hjarta-
endurhæfingar hér á landi. Á lyfja-
deildum sjúkrahúsanna hefur hrevf-
ing hjartasjúklinga farið eftir
ákveðnu ferli allt eftir eðli sjúkdóms
og ástandi sjúklings. Þar hefur
þjálfuninni verið skipt í 3 stig. Að
lokinni útskrift af sjúkrahúsi hefur
þjálfuninni einnig verið skipt í stig.
E stig nær yfir fyrstu 6-8 vikurnar
eftir áfall eða aðgerð.
2. stig nær frá 2.-5. mánaða eftir
kransæðastíflu eða aðgerð.
3. stig er svo viðhaldsþjálfun og
nær húnfrá5. mán. ogævinaáenda.
Reykjalundur reið á vaðið með
þjálfun hjartasjúklinga eftir útskrift
af sjúkrahúsi í júní 1982. Sú þjálfun
fer fram smkvæmt stigi 2 eftir þessari
skilgreiningu.
í árslok 1986 hefst síðan göngu-
deildarþjálfun hjartasjúklinga Borg-
Trésmiöja
Guöna J. Þórarinssonar
Máseli 701 Egilsstaðir
Sími 97-11093 Kt. 220937-2089
Framleiðum: Eldhúsinnréttingar, fataskápa,
útihurðir og fleira.
Trésmiðja Steinars Árnasonar
Gagnheiði 11 b
800 Selfoss s. 98-22755 & 985-31190
18