Velferð - 01.06.1991, Qupperneq 19
Frú Soffía St.
Sigurðardóttir
yfirsjúkraþjálfari
á HL-stöðinni
í rœðustól.
arspítalans samkvæmt stigi 1 og 2.
Tímabundið var boðið upp á stig 3
eða viðhaldsþjálfun til að svara mik-
illi þörf. Þeirri starfsemi var hætt með
stofnun Endurhæfingarstöðvar
hjarta- og lungnasjúklinga 1. apríl
1989. Árið áður þ.e. 1988 tók til
starfa göngudeildarþjálfun fyrir
hjartasjúklinga á Landspítalanum
samkvæmt stigi 1.
Síðan hafa Akureyri og Keflavík
bæst í hópinn. Það er óhætt að segja
að með stofnun hinna fjölmörgu
deilda innan Landssamtakanna út
um allt land, stöndum við á ákveðn-
um tímamótum, Það má búast við
auknum áhuga á uppbyggingu þjálf-
unar víða á landinu. Það er því tími til
að staldra við og Iíta um öxl og meta
hvernig hefur verið staðið að upp-
byggingu og hvert skal haldið. Það er
ákaflega mikilvægt að unnið verði að
stefnumótun hjartaendurhæfingar á
öllu landinu. Slík stefumótun yrði
unnin af fagfólki sem hefur reynslu af
meðferð hjartasjúkinga í samvinnu
við Landssamtök hjartasjúklinga.
Með fjölgun á meðferðarúrræðum
verða ákveðnir valkostir fyrir hendi
sem nota þarf af skynsemi.
Með tilkomu fleiri aðila en R-L
(Reykjalundur) sem bjóða upp á 2.
stigs endurhæfingu finnst mér eðli-
legt að plássin 16 á R- L verði fyrst og
fremst notuð fyrir sjúklinga utan af
landi. Það verður aldrei hægt að
bjóða upp á þá sérhæfðu þjálfun og
þá aðstöðu sem hún krefst úti á landi,
nema í stærri bæjum svo sem á Akur-
eyri. Stóru sjúkrahúsin á höfuðborg-
arsvæðinu þurfa að fá möguleika til
að bjóða fleirum en nú er upp á 1.
stigs og 2. stigs þjálfun. Mig langar til
að varpa hér fram þeirri hugmynd að
stofnun á borð við Endurhæfingar-
stöð hjarta- og lungnasjúklinga og
Lsp, + Bsp, + L-kot kæmu á fót e-s
konar samvinnu varðandi 1. og 2.
stigs þjálfunina. Þannig gæti dýr bún-
aður sem nauðsynlegur er og sérhæfð
þekking nýst sem best. Sömu aðilar
þ.e.a.s. hjartasérfræðingur og
sjúkraþjálfari gætu þannig annast
sjúklinginn áfram að lokinni útskrift
af sjúkrahúsi.
Landsbyggðin.
En víkjum nú að landsbyggðinni.
Hvað geta hinar fjölmörgu deildir út
um land gert til þess að styðja við
bakið á sínum félgsmönnum. Ein er
sú hreyfing eða þjálfun sem all-flestir
geta tekið þátt í og krefst ekki annars
útbúnaðar en að hafa góða skó á fót-
unum og klæða sig eftir veðri, en það
er ganga. Að stofna gönguhópa út
um land er það sem ég ráðlegg hinum
nýstofnuðu deildum að gera fyrst,
hafi þær ekki þegar gert það. Reynsla
af slíku fyrirkomulagi er ákaflega
góð. Það sem hafa þarf í huga er mik-
ilvægi þess að útbúa dagskrá langt
fram í tímann og hnika ekki frá
henni. í slíkri dagskrá kæmi fram
hvaða daga gangan fer fram, klukkan
hvað og hvar á að hittast. Ganga hef-
ur marga kosti fram yfir aðra þjálfun-
armöguleika. Kostar ekkert annað
en að klæða sig eftir veðri og vindum.
Fjölbreytnin er nánast óendanleg og
allir úr fjölskyldunni geta tekið þátt.
Vissulega er gönguhraðinn einstak-
lingsbundinn en við því má bregðast
þannig að þeir sem fara hraðast yl'ir,
taka lykkjur á leið sína, þannig halda
allir hópinn í lokin.
Nágrannar okkar Svíar hafa þjálf-
að upp leiðbeinendur út um land til
að halda utan um viðhaldsþjálfunina.
Leiðbeinendurnir hafa annað hvort
fengið hjartaáfall eða gengist undir
aðgerð. Þeir fá fræðslu um helstu at-
riði hjartaendurhæfingar, læra end-
urlífgun og hjálp í viðlögum. Norð-
menn hafa svipað fyrirkomulag en
mennta sína leiðbeinendur í sam-
vinnu við sjúkrahúsin.
Mig langar til að nota þetta tæki-
færi til að kynna fyrir ykkur banda-
rísk myndbönd sem ætluð eru hjarta-
sjúklingum. Myndbönd þessi eru
ætluð þeim sem ekki geta tekið þátt í
1. og 2. stigs þjálfun vegna þess
hversu langt þeir búa frá endurhæf-
ingarstöð eða vegna annarra
ástæðna. Myndbönd þessi eru ætluð
sem einstaklingsmeðferð þ.e.a.s.
samskonar og lyfjagjöf. Það er því
w
VERKFRÆÐISTOFA JÓHANNS INDRIÐASONAR HF
CONSULTING ENGINEERS
SIÐUMUU 1 108 REYKJAVIK S 91-687319
FAX 686887 KT 701283-1129
OTtdiVTHC
19