Velferð - 01.06.1991, Side 23
Ritarar þingsins. Geirlaug Sigurjónsdóttir og Sigmar Ingason.
ánægjulegra að íslendingar skuli eiga
svo fullkomna endurhæfingarstöð
sem Reykjalundur er...“Það er góð
tilfinning að líta til baka, frá því ég
þurfti að láta færa mig til í rúminu og
þar til núna þegar ég get tekið þátt í
leikfimi og göngum," segir Erla.
“Þegar ég byrjaði í endurhæfingunni
var ég uppgefin eftir daginn. Var öft-
ust í göngunni, en svo fór ég að færast
framar! Ég hef verið að læra hér að
takast á við lífið, veit núna til dæmis
livað ég má reyna á mig og hvað ber
að forðast í mataræði. Það er líka
ómetanlegt að kynnast fólki sem á við
svipuð vandamál að stríða.“
samþykkt á þessu 1. þingi LHS. Lög
félagsins höfðu verið endurskoðuð,
og voru samþykktar all-nokkrar
breytingar og endurbætur á þeim.
Lögin hafa nú verið fjölrituð, og geta
allir félagsmenn fengið eintak af
þeim á skrifstofu LHS ef þeir óska.
Samþykkt var að árgjald félags-
manna yrði kr. 1000.-. Blaðaútgáfu
yrði haldið áfram og að stærri safnan-
ir, t.d. til tækjakaupa fyrir sjúkrahús
og endurhæfingastöðvar færu fram á
vegum LHS, með samvinnu aðildar-
félaganna.
Þá var lögð áhersla á að efla og
auka þjálfunar- og endurhæfinga-
störf sem víðast á landinu. Taka upp
bréfaskriftir og sambönd við önnur
hliðstæð erlend félög og einstaklinga.
Ekki er allt nefnt, sem um var rætt
og ályktað, og má af þessu yfirliti sjá
að ekki ríkti nein lognmolla á þessu
þingi, heldur áhugi, kraftur og ein-
hugur félagsmanna um að efla og
styrkja félagslífið á allan hátt.
Landssamtök hjartasjúklinga eru
þegar orðið fjölmennt sjúklingafélag
með yfir 2000 félaga skráða í samtök-
in nú í maíiok. Við viljum efla það og
styrkja á allan hátt og fá sem allra
flesta hjartasjúklinga í okkar raðir.
Margir félaganna hafa stuðlað að efl-
ingu félagsins með því að kynna starf-
semi þess og senda okkur nöfn nýrra
félaga.
Þeir sem vilja gerast félagsmenn
þurfa að hafa samband við stjórnar-
menn í einhverju aðildarfélaganna og
láta skrá sig, eða aðeins hringja í
skrifstofu LHS í Reykjavík, sími
25744.
Pingforsetar:
Reynir Sigurþórsson í rœðustól og Jón Pór Jóhannsson situr.
SVO FÓR
ÉG AÐ.
FÆRAST
FRAMAR
smám saman kom hið sanna í ljós.
Erla Markúsdóttir vann við fiskverk- Erla var þrædd og blásin á Borgar-
un í Þorlákshöfn, 5 barna móðir. Þeg- spítalanum og er ánægð með að nú
ar hjartveikin fór að segja til sín hélt skuli vera hægt að framkvæma
hún að þetta væri vöðvabólga, en hjartaaðgerðir hér heima og enn
23