Velferð - 01.06.1991, Blaðsíða 24

Velferð - 01.06.1991, Blaðsíða 24
STYRKTARSJÓÐUUR H J ART AS JÚKLING A: STOFNFÉ 2 MILLJÓNIR MEGINMARKMIÐ SJÓÐSINS VERÐUR AÐ STYRKJA EFNALITLA HJARTASJÚKLINGA Fram kom tillaga á þingi LHS að stofnaður verði styrktarsjóður hjartasjúklinga til að veita efnalitlum hjartasjúklingum aðstoð á margvís- legan hátt, og verði þessi sjóður sjálfseignarstofnun. Pað fé sem kom- ið hefur inn vegna sölu minningar- korta LHS frá stofnun félagsins er nú um kr. 2.000.000,00 og yrði það stofnfé sjóðsins, en stefnt verði að því að stofnfé fimmfaldist á nokkrum árum, með hluta af kaupum á minn- ingarkortum, verðbótum og vöxtum, en hluta slíkra tekna verði varið til styrkja. Eftirfarandi skipulagsskrá var síðan samþykkt: Skipulagsskrá fyrir styrktarsjóð hjartasjúklinga 1. grein Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun og nafn hans Styrktarsjóður hjartasjúk- linga. Heimili og varnarþing er í Reykjavík. 2. grein Stofnfé sjóðsins er kr.2.000.000,00 - Tvær milljónir króna - en það er framlag frá einstaklingum og fyrir- tækjum vegna kaupa á minningar- kortum á vegum Landssamtaka hjartasjúklinga. Stefnt verði að því að stofnfé fimmfaldist á nokkrum árum. Pann stofn má aldrei skerða. 3. grein Tilgangur sjóðsins er að styrkja efna- litla hjartasjúklinga á margvíslegan hátt, svo sem: 1. Aðstoða hjartasjúklinga með fjárframlagi fljótlega eftir að þeir veikjast. 2. Styrkja hjartasjúklinga sem fara í kostnaðarsamar aðgerðir er- lendis. 3. Taka þátt í greiðslu kostnaðar við endurhæfingar hjartasjúklinga. 4. grein Tekjur sjóðsins eru: 1. Framlög vegna sölu minning- arkorta. 2. Verðbætur og vextir. 3. Framlög til sjóðsins og annað fé sem sjóðnum kann að hlotnast. 5. grein Stjórn sjóðsins sem kosin er á aðal- fundi Landssamtaka hjartasjúklinga Gpfel ..gæðanrn vegnaí t Mk- ! ÚTILÍF" 24

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.