Velferð - 01.06.1991, Page 25
Gestir
á málþingi LHS
22. mars 1991
skal skipuð þremur mönnum og kos-
in til tveggja ára. Einn varamaður
verði kosinn til sama tíma. Stjórnin
skal bera ábyrgð á eignum sjóðsins.
Taka á móti umsóknum um styrki úr
honum og taka ákvörðun um styrk-
veitingar. Halda skal gerðabók fyrir
sjóðinn og færa í hana ákvarðanir
stjórnar. Á aðalfundi Landssamtaka
hjartasjúklinga verða mál sjóðsins ít-
arlega kynnt og rædd.
6. grein
Stjórnin skal á hverjum tíma ávaxta
fé sjóðsins með bestu fáanlegum
kjörum á tryggilegan hátt. Reikn-
ingsár sjóðsins er almanaksárið og
skulu löggiltir endurskoðendur
Landssamtaka hjartasjúklinga end-
urskoða ársreikninga sjóðsins. Skulu
þeir lagðir fram árlega fyrir stjórn
landssamtaka hjartasjúklinga.
7. grein
Stjórn sjóðsins ákveður úthlutun.
Ekki má úthluta úr sjóðnum meiru en
sem svarar hálfum árlegum framlög-
um og hálfum hluta vaxta uns sjóður-
inn er orðinn kr. 10.000.000,00 - Tíu
milljónir króna -.
8. grein
Ef aðalfundur Landssamtaka hjarta-
sjúklinga ákveður með 2/3 hluta at-
kvæða að starfsemi sjóðsins verði af
einhverjum ástæðum hætt, skulu
eignir hans renna til Landssamtaka
hjartasjúklinga.
9. grein
Skipulagsskrá þessari má breyta með
vilja 2/3 hluta fulltrúa á aðalfundi
Landssamtaka hjartasjúklinga, en
tillaga um breytingu sé send bréflega
til sjóðsstjórnar fyrir aðalfund.
10. grein
Leita skal staðfestingar Dómsmála-
ráðuneytisins á skipulagsskrá
þessari.
Á þinginu var síðan kosin þriggja
manna stjórn sjóðsins og einn til
vara, til tveggja ára.
Sú stjórn hefur nú skipt með sér
verkum á þennan hátt.
Sigurveig Halldórsdóttir for-
maður
Sigurður Helgason ritari
Grétar Zóphoníasson gjaldkeri
Elín Frímannsdóttir varamaður.
SVAKIA
PArsNAn
Hraónetta veitingastaóur
i hjarta borgarinnar
á horni Tryggvagötu og pósthússtrætis.
Sími16480
Vesturgötu 4 - Hafnarfirði
Sími651130
25