Velferð - 01.06.1991, Blaðsíða 31

Velferð - 01.06.1991, Blaðsíða 31
Haukur Þórðarson, formaður SÍBS: - LHS VERÐUR VELFAGNAÐ INNAN RAÐA SÍBS Á þinginu var flutt tillaga um að Landssamtök hjartasjúklinga óskuðu eftir aðild að SÍBS, sem var svohljóð- andi: 1. þing Landssamtaka hjartasjúk- linga haldið í mars 1991 samþykkir að óska eftir því að LHS verði á næsta þingi S.Í.B.S. viðurkennt sem deild í Sambandi íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga. Jafnframt er lýst yfir stuðningi við ályktun 27. þings S.Í.B.S. um að auka þurfi rými fyrir brjóstholssjúk- linga til endurhæfingar og langvistun- ar. Felur þingið stjórn LHS að bjóða fram aðstoð samtakanna við að kanna og undirbúa framkvæmd máls- ins. Sigurður Helgason mælti fyrir til- Haukur Pórðarson, formaður SÍBS. lögunni og sagði að samþykkt tillög- unnar yrði merkilegt skref sem myndi efla samtök okkar. Hann gat þess að nokkur skoðanamunur hefði verið í allsherjarnefnd um fyrri hluta tillög- unnar. Sigurður lagði til að atkvæða- greiðsla um þennan hluta tillögunnar yrði skrifleg en samkv. nýsamþykkt- um lögum samtakanna þarf 2/3 at- kvæða til að tillagan hljóti samþykki. Þingforseti lét fara fram skriflega atkvæðagreiðslu þannig að þeir sem samþykkja vildu tillöguna skyldu skrifa já á atkvæðaseðil en andvígir nei. Atkvæði féllu þannig að 51 sagði já, en enginn sagði nei. Síðari máls- grein tillögunnar var síðan borin upp og samþykkt samhljóða. Að lokinni þessari málsmeðferð kvaddi Haukur Þórðarson, formaður SÍBS, sér hljóðs. Hann flutti þakkir fyrir gott þing og sagði að LHS yrði vel fagnað sem nýjum aðila innan SÍBS. DRIFRÁS SF SÚÐARVOGI 28-30 S:686630 SJÓVÁ-ALMENNAR 31

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.