Velferð - 01.06.1991, Qupperneq 32
UM AUKNINGU
HJARTASJÚKDÓMA
OG AÐSTÖÐU TIL
LÆKNINGAR ÞEIRRA
EFTIR SÉRA EMIL B JÖRNSSON
Eftirfarandi grein eftir sér Emil Björnsson birtist í morgunblaðinu
sama dag og fyrsta félag hjartasjúklinga hérá landi var stofnað. Pareð
hún hefir eigi lítið heimildargildi og lýsirþeim jarðvegi sem samtök vor
eru sprottin úr þykir blaðinu fengur í aðfá að birta hana að nýju með
leyfi höfundar. Emil Björnsson var meðal fáeinna frumkvöðla að
stofnun Landssamtaka hjartasjúklinga og héldtt þessir frumkvöðlar
allmarga fundi sín í milli áðttr en þeir boðitðu til stofnfundarins. Par
hafði séra Emil framsögu, rakti undirbúningsstarfið og lýsti markmið-
um þeirra félaga með forgöngu að félagsstofnun. Margir sóttu þennan
fund þar sem Ingólfur Viktorsson var kjörinn fyrsti formaður að til-
lögu framsögumanns.
Við prentum upp Morgunblaðsgreinina sem lýsir vel hvað fyrir
frumkvöðlunum vakti áður en félagið var stofnað, en það beitti sér
einmitt fyrir þeim málefnum sem lögð er áhersla á í greininni, útvegun
hjartamyndsjár, hjartaþræðingartœkis, og stofnun hjartaskurðdeildar
hér á landi sem félagið hóf baráttu fyrir með dyggum stuðningi lækna
og Landsspítalans. Líklega er þessi blaðagrein séra Emils í Morgun-
blaðinu fyrsta opinbera hvatningin af hálfu hjartasjúklinga sjálfra til
að stofna og bindast samtökum um „hjartans“ málefni sín þar sem
jafnframt vorufærð hin gildustu rökfyrir brýnni þörfúrbóta í málefn-
um hjartasjúklinga í landinu. Séra Emilþekkti afeigin raun hvarskór-
inn kreppti. Hann hafði sjálfur gengist undir kransæðauppskurð á
Brompton sjúkrahúsinu í London rúmu hálfu öðru ári áður en hann
ritaði þessa blaðagrein.
Almennar upplýsingar:
1. 110 íslendingar voru sendir utan
árið 1982 til læknisaðgerða á
hjartasjúkdómum. Langflestir
þeirra voru kransæðasjúklingar.
2. Fyrirsjáanlegt er, að mun fleiri
verða skornir upp erlendis á þessu
ári, þeir eru þegar orðnir 130 og 3
mánuðir eftir af árinu. Þetta
upplýsir tryggingayfirlæknir.
3. Rúmlega 100 manns bíða nú eftir
hjartaþræðingu, sem er hjarta-
myndataka og sker úr um það,
hvort sjúklingarnir þurfa hjarta-
uppskurð og hvort þeir eru þá
skurðtækir. Bið eftir hjartaþræð-
ingu er nú allt að fjórum mánuð-
um, að sögn dr. Árna Kristinsson-
ar, hjartasérfræðings við
Landspítalann.
4. Áætlað er, að 200 íslendingar
þyrftu árlega að gangast undir
hjartaaðgerðir miðað við íbúa-
fjölda landsins og sýnir það hve
brýnt er að skurðlækningadeild
kæmist upp hér heima.
5. Rúmlega 50% dauðsfalla hér á
landi má nú rekja til hjarta- og
32