Velferð - 01.06.1991, Page 37
DR. LAUFEY STEINGRÍMSDÓTTIR
ÍSLENSK HOLLUSTA
KÖNNUN Á MATARÆÐI ÍSLENDINGA
Dr. Laufey Steingrímsdóttir næring-
arfræðingur flutti erindi á málþingi 1.
þings LHS er hún nefndi svo.
Hún hóf mál sitt á því að segja:
„Við eigum völ á góðu hráefni, góð-
um mat. Mataræði okkar íslendinga
gæti því verið frábært.“
Þá fullyrti Laufey einnig að við
borðuðum meiri fisk en nokkur önn-
ur þjóð í Evrópu
Þessi könnun á mataræði íslend-
inga, sem frú Laufey stóð fyrir, er
önnur könnunin sem gerð hefur verið
og leið raunar hálf öld á milli, því að
fyrri könnunin var gerð af Dr. Júlíusi
Sigurjónssyni árið 1939.
Þriðja könnunin árið 1979 náði
eingöngu til Reykjavíkur.
„Könnun Dr. Júlíusar Sigurjóns-
sonar 1939 var að mörgu leyti mjög
athyglisverð og því forvitnilegt að
bera saman ýmsar niðurstöður þar
við niðurstöður okkar nú (niðurstöð-
ur Laufeyjar) enda þótt könnunarað-
ferðir hafi eðlilega breyst mjög á
þessum tíma, og kannanir nú full-
komnari en þær voru fyrir hálfri öld. “
Frú Laufey dvaldi nokkuð við fit-
una í fœði okkar, og hlutföllin á milli
orkugjafa fæðunnar.
„íslenskt mataræði er ótrúlega
fjölbreytt, og engan veginn eins í öll-
um landsfjórðungum.
Við fáum alla okkar orku úr
matnum, en í fæðinu eru þrenns-
konar efni, sem eru orkugjafar, þ.e.
kolvetni, fita og prótein.
Ekki er sama í hvaða hlutföllum
þessir orkugjafar eru í fæðunni. Yfir-
leitt fáum við rúmlega 40% af ork-
unni úr fitu fæðunnar, en æskilegast
er talið að lækka það hlutfall þannig
að orkumagnið sem við fáum úr fit-
unni færi niður fyrir 35%.
Fitan kemur úr smjöri, smjörlíki
og olíum, eða allt að 45% af því
magni sem við neytum. Feita lamba-
kjötið okkar gefur aðeins 17% þótt
það hafi löngum verið talinn skað-
valdur. Vissulega er núorðið farið að
skera mikið af fitunni burt, og auka
þar með gæðin.
Mjólkurvörurnar okkar vega að-
eins rúmlega 17%. Það er mjög mik-
ilsvert að smyrja brauðið sitt spar-
lega, því að enginn einstakur þáttur í
fituneyslu er eins mikilsverður í
fæðinu.
Víkjum að könnuninni
Bændur borða feitastan mat, næst-
feitastan mat borða atvinnurekend-
ur, en neðstir á listanum eru kennar-
ar, forstjórar og sérfræðingar innan
heilbrigðisstéttanna.
Undanfarinn áratug hefur fita í
fæði minnkað almennt, og það end-
urspeglast í minnkandi kólesteróli,
eins og Dr. Þórður Harðarson kom
inn á í ræðu sinni. Menn nota létt-
mjólk í vaxandi mæli, og smjörvi er
mýkri en smjörið og smyrst því að
Doktor Laufey Steingrímsdóttir.
jafnaði þynnra. Öll fituneysla hefur
greinilega dregist saman.
Við erum á réttri leið!
Það þarf ekki að gjörbylta fæðu-
venjum okkar til að ná því marki að
„íslensk hollusta" (í mataræði) verði
að veruleika.
Það þarf aðeins að hnika til og
breyta um áherslu, því að það á alls
ekki að vera erfitt að borða hollan og
góðan mat hér á landi.“
Stuttur útdráttur úr rœðu
Laufeyjar Steingrímsdóttur
Hefur þú séð MJST * dag?
rp* w
Pappírspokagerðin hf. Bildshötða 14*112 Reykiavik • Simi 91-674766 • P.O.Box 4440 • Kennit: 481189-1529 • VSKNR 22357
37