Velferð - 01.06.1991, Qupperneq 38

Velferð - 01.06.1991, Qupperneq 38
Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum LHS á þinginu í vor, mestmegnis orðalagsbreytingar. Þannig hljóða 2. gr. og 3. gr. laganna nú: 2. gr. í Landssamtökum hjartasjúklinga eru félög, sem starfa hvert á sínu svæði. Hjartasjúklingar og þeir sem vilja styðja markmið samtakanna geta skráð sig í einstök félög eða beint í LHS. Stjórn landssamtakanna ákveður þá hvaða félagi þeir tilheyra. 3. gr. Markmið samtakanna er: a) Að sameina félagsmenn til baráttu fyrir hagsmunamálum hjartasjúklinga og gæta réttar þeirra á öllum sviðum. b) Að vinna að úrbótum á sviði heilbrigðisþjónustu og bættri félagslegri aðstöðu hjartasjúklinga. c) Að afla fjár, sem varið er til velferðarmála hjartasjúklinga og hrinda i fram- kvæmd markmiðum samtakanna. d) Að efla rannsóknir og fræðslu varðandi hjartasjúkdóma og auka skilning og þekkingu á fyrirbyggjandi starfsemi, meðferð hjartasjúkdóma og gildi endurhæfingar. e) Að bæta aðstöðu og tækjakost á sjúkrastofnunum tii rannsókna og lækninga hjartasjúkdóma og skapa aðstöðu til endurhæfingar og þjálfunar sem viðast á landinu. f) Að fylgjast með nýjungum á sviði lækninga og endurhæfingar vegna hjartasjúk- dóma, koma upplýsingum til stjórnvalda og hvetja til úrbóta af hálfu hins opinbera. g) Vinna að kynningu á málefnum hjartasjúklinga meðal almennings með tilstyrk fjölmiðla og útgáfustarfsemi. h) Að stuðla að aukinni sérmenntun starfsfólks á sviði hjartalækninga og endurhæfingar. i) Að upplýsa hjartasjúklinga um félagslegan og lagalegan rétt sinn m.a.varðandi skattamál.fjárhagsaðstoð, tryggingamál, líreyrisréttindi, læknismeðferð erlendis o.fl. j) Að hafa samstarf við erlend félagasamtök, sem starfa á svipuðum grundvelli og að hliðstæðum markmiðum. k) Að efla samvinnu við innlend félagasamtök, sem vinna að velferðarmálum. 38

x

Velferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.