Velferð - 01.04.2000, Qupperneq 1

Velferð - 01.04.2000, Qupperneq 1
VELFERÐ MÁLGAGN OG FRÉTTABRÉF LANDSSAMTAKA HJARTASJÚKLINGA 12. árg. 1. tbl. Apríl 2000 SOFNUNARKULAN Rúrik Kristjánsson á skrifstofu LHS hefur haft forgöngu um að láta gera smekklegar söfnunarkúlur, sem eru komnar í Leifsstöð og í nokkur apótek í Reykjavík. Söfnunar- kúlan í Leifsstöð hefur gefið uintalsverðan ágóða. VELFERÐ Utgefandi: Landssamtök hjartasjúklinga, Suðurgötu 10, pósthólf830, 121 Rvk. Prentun: Steindórsprent Gutenberg Upplag: 9.000 Ritnefnd: Sigurjón Jóhannsson, ritstj., Auður Ólafs- dóttir, Ingólfur Viktorsson og Stefán Arngrímsson. Mikið átak framundan Dagana 4., 5. og 6. maí nk. verður merkjasala á vegum Landssamtaka hjartasjúklinga og verður ágóða varið til að efla endurhæfingarþjónustuna um land allt. Merkið er rautt með hinu merka ártali 2000 og kostar 500 krónur. Við þurfum marga sjálfboðaliða í öllum landshornum, en sókninni verður stýrt frá skrifstofunni - sími 552 5744 og 562 5744 sem er líka fax. Þá ntá hringja í Rúrik í síma 863 2069. Sérstakur átaksfundur verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sjá baksíðu. ÞAU ÞJALFA FYRIR NORÐAN Félag hjartasjúklinga í Þingeyjarsýslu stendur fyrir þjálfun fyrir félagsmenn sína bæði á Húsavík og á Kópaskeri. A Húsavík fer þjálfunin fram í Endurhæfingarstöðinni Hvammi, heimili aldraðra. Þjálfunin fer fram tvisvar í viku í i klst. hvert skipti undir stjórn sjúkraþjálfaranna Bjargar Björnsdóttur og Kristu Hoogink. Á Kópaskeri er sami háttur á þjálfuninni og á Húsavík, enda fer hún fram í íþróttahúsinu á Kópaskeri undir stjórn sjúkraþjálfarans Sigríðar Kjartansdóttur. Þátttaka í þessari þjálfun er all góð eða um 15-18 manns á hvomm stað. Þeir sem taka þátt í þjálfuninni em mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag og viljum við hvetja aðra félagsmenn að taka sig taki og vera með. Sigurður Aðalgeirsson. Hér má bæta við að birst hefur ósk um samvinnu frá sjúkraþjálfara í Þorlákshöfn og einnig er verið að undirbúa endurhæfingarþjónustu í Keflavík. Við skýrum nánar frá þessu síðar.

x

Velferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.