Velferð - 01.04.2000, Blaðsíða 5
Stoðdeild SÍBS
Þá vil ég geta þess að í næsta mánuði fá
allir okkar félagar SIBS blaðið í nýjum
búningi, þar verður sérstaklega fjallað um
svokallaðar stoðdeildir til styrktar byggingu
nýrrar sundlaugar og æfingaaðstöðu að
Reykjalundi. Eg vil hvetja félaga okkar til
að lesa þessa grein vandlega og hugleiða
með hvaða hætti verði hægt að taka þátt í
þeirri starfssemi.
Ég get ekki lokið þessari skýrslu án
þess að þakka því sómafólki, sem alltaf er
tilbúið að koma og aðstoða á
skrifstofu þegar mikið er um að
vera.
Þá vil ég þakka meðstjórn-
armönnum mínum fyrir ánægju-
legt samstarf, en á árinu höfum
við haldið 10 stjórnarfundi.
Að lokum þakkaði
Vilhjálmur gott samstarf við
Gísla J Eyland, sem hann sagði
að væri óþreytandi að leggja
málefnum hjartasjúklinga lið.
Fundarstjóri var Guðmundur Magnússon (lengst til vinstri) Baldvin Halldórsson
las upp og Jón Mýrdal skýrði lagabreytingar.
Arni Elvar hinn kunni píanóleikari skemmti gestum milli
dagskráratriða. Hinn glœsilegi fáni félagsins í baksýn.
Við afhendingu teppsins voru: Guðný Sigurðardóttir gjaldkeri Neistans, Valur Stefánsson formaður
Neistans, Vigdís Stefánsdóttir, Jóna Valgerður Höskuldsdóttir og Margrét Björnsdóttir.
Fallegt hjartateppi
Nokkrar konur fengu þá hugmynd að gera
veglegt hjartateppi og gefa það Neistanum,
foreldrafélagi hjartveikra barna. Teppið er
nú komið á vegg hjá Landssamtökum
hjartasjúklinga, Suðurgötu 10, og vekur
ánægju þeirra sem þangað koma.
Teppið er samvinnuverkefni margra
kvenna sem hver fyrir sig sendi eina blokk
og var þemað hjarta. Vigdís Stefánsdóttir
átti hugmyndina að þessu og safnaði saman
blokkunum og setti teppið saman. Nokkrar
konur voru mest við að stinga teppið.
Margrét Björnsdóttir sein átti rauðu
hjartastungurnar, Berglind Þorsteinsdóttir,
Jóna Valgerður Höskuldsdóttir og Vigdís
Stefánsdóttir.
Verðlaun fyrir gátur
I síðasta tölublaði var heitið
verðlaunum fyrir réttar ráðningar á
myndagátu og lykilkrossgátu.
Verðlaun fyrir myndagátu hlaut
Arni Valur Viggósson, Lindarsíðu 2,
603 Akureyri og fyrir lykilgátu
Bryndís Dyrving, Gíslaholti, 851
Hellu. Þau fá senda bókina Tímaskyn
eftir Sigurð Pálsson, útgefandi
Forlagið.
Rétt ráðning inyndagátunnar var:
Straumur nýrra bóka er í bókabúðir.
Hver verður söluhœst í ár? Slást
Steingrímur og Ólafur um efsta. sœtið,
eða verða þar aðrir ofar?
Hlíðarendi var lausn lykilgátunnar.
Velferð 5