Velferð - 01.04.2000, Blaðsíða 25
Neistinn 5 ára
Meirihluti hjartaskurðaðgerða
framkvæmdar hér heima
5. maí nk. verður Neistinn, styrktarfélag
hjartveikra barna 5 ára. Mikið vatn
hefur runnið til sjávar frá stofnun
félagsins. I byrjun voru stjórnarfundir
haldnir á eldhúsborðum fyrrverandi
stjórnarmeðlima, en nú eru þeir haldnir
á skrifstofu Landssamtaka hjarta-
sjúklinga að Suðurgötu 10 þar sem
Neistinn er með aðstöðu.
Þegar Neistinn var
stofnaður voru öll börn
send erlendis til hjarta-
aðgerða, en nú er meiri-
hluti þessara aðgerða
framkvæmdar hér
heima, sem er bæði
mikill kostur fyrir
aðstandendur hjart-
veikra bama og mikill sparnaður fyrir hið
opinbera, þó eru enn stærri og flóknari
aðgerðir framkvæmdar erlendis. Eins og
sést á meðfylgjandi súluriti þá hafa verið
gerðar frá tfu til fimmtán hjartaaðgerðir á
börnum hér á landi á undanförnum árum.
A sl. tveimur árum höfum við séð nokkra
aukningu í stærri og flóknari aðgerðum og
sést það m.a. á meðfylgjandi súluriti að í
fyrra voru gerðar fleiri aðgerðir erlendis en
hér heima, er það í fyrsta skipti frá því að
farið var að gera opnar hjartaaðgerðir á
börnum hér heima.
Aðstöðuleysi hefur hrjáð bæði foreldra
langveikra barna og fagólk Barnaspítala
Hringsins undanfarin ár. En horft er
björtum augum til nýja Barnaspítalans sem
verið er að reisa á lóð Landspítalans. Því
miður hafa ekki allir verið sáttir við
staðsetningu nýja Barnaspítalans og hefur
stundum þörfum okkar og barnanna okkar
verið ýtt til hliðar þegar umræður um
staðsetningu hafa átt sér stað og er það
greinilegt að þar hefur fólk átt í hlut sem
ekki hafa verið með langveik börn inni á
Barnaspítala Hringsins.
Þann 14. mars 1997 hélt Neistinn
glæsilega landssöfnun í samvinnu við Stöð
2, Bylgjuna og SPRON. Þessi söfnun varð
kjölfestan að þeim styrktarsjóði sem við
eigum í dag. Til að sýna þakklæti okkar
hefur Neistinn haldið 14. mars hátíðlegan
Valur Stefánsson
Hjartaaðgeröir á börnum
Sjúkrasokkar
Stuðningsbelti
Og margt margt fleira
P.O. BOX 909 - 121 REYKJAVIK, ICELAND
Borgartún 20- 105 Reykjavík - Sími: 563 4000 - Fax: 563 4090
Hjúkrunarvörur
ávallt
til á lager:
Blóðþrýstingsmælar
- ýmsar gerðir
Hlustunarpípur
- ýmsar gerðir
Speikur
Velferð 25