Velferð - 01.04.2000, Blaðsíða 11

Velferð - 01.04.2000, Blaðsíða 11
Leit að galla Vilmundur Guðnason, læknir og erfða- fræðingur, forstöðulæknir Hjartaverndar segir í grein í Mbl. í maí 1999 að rannsóknir undanfarinn áratug hafi dregið fram í dagsljósið galla í íslenskum ættum þar sem snemmkomin, ótímabær dauðsföll vegna kransæðastíílu eru algeng. „Það er því ætlun okkar í Hjartavernd að hefja skipulega leita að þessum galla í Islend- ingum. Þetta verður gert í samvinnu við Alþjóða Heilbrigðisstofnunina og alþjóð- Iegan vinnuhóp sem hefur það að markmiði að finna þessa einstaklinga í tæka tíð til að unnt sé að meðhöndla þá og seinka kransæðasjúkdómum og jafnvel að koma í veg fyrir hjartaáfall.“ Gísli J. Eyland og Kristján Eyjólfsson hjartalœknir sem hélt fróðlegt erindi um þrœðingar og blástur. Hreyfing hressir alltaf Gagn rúmlegu í ýmsum sjúkdómum er ósannað og hún getur aukið hættu á bláæðasega, legusárum og beinþynningu. I nokkrum rannsóknum á gildi rúmlegu var ekki að greina að hún gerði gagn og í sumum tilvikum var hún ljóslega til ógagns. Auðvitað þarf stundum að beita rúmlegu og ekki verður hjá henni komist. Rúmlega virðist hins vegar ekkert gildi eiga sem sértækur hluti meðferðar hjá öllum sjúklingum með tiltekinn sjúkdóm eða sem undirgangast tilteknar rannsóknir. Hreyfing hressir alltaf. (Heimild landlæknisembættið). Netföng og heimasíður Heimasíða LHS er www.sibs.is/landssamtok.html Verið er að vinna að nýrri heimasíðu www.hjarta.net Tölvupóstur til LHS er hjarta@sibs.is Heimasíða Landlæknisembættisins er www.landlaeknir.is Heimasíða Netdoktor er www.netdoktor.is Félag hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæði 140 manna fundur á Akureyri I. apríl sl. Laugardaginn 1. apríl kl. 15.00 efndi Félag hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu til fræðslufundar að Hótel KEA. Kristján Eyjólfsson, hjartalæknir, sérgrein þræðingar og blástur á æðum, flutti afar fróðlegt erindi um sérgrein sfna stutt með myndum, sem hann skýrði á eftirminnilegan hátt fyrir áheyrendum sínum. Erindi hans tók um klukkutíma og vakti upp margar spurningar hjá áheyrendum, sem fengu að gera fyrirspurnir að afstöðnu kaffihléi. Fyrirspurnir voru milli 15 og 20 talsins og leysti hann vel og samviskusamlega úr þeim öllum. Fræðslufundinn sóttu um 140 manns og var aðsóknin langt umfram væntingar. I upphafi fundar bauð formaður félagsins, Gfsli ,1. Eyland, fundarmenn velkomna og skýrði tilhögun fundarins og þakkaði síðan ræðumanni og fundarmönnum fyrir komuna í lok fundar. Ennfremur ávarpaði Jón Þór, hjartalæknir, fundargesti með nokkrum vel völdum orðum í lokin. Isak J. Guðmann, ritari. Kristján Eyjólfsson og kollegi hans á Akureyri Jón Þór Sverrisson. ELDHÚS TÆKI STIGAR BAÐ FATASKAPAR GÓLF d IQbúð:^ Grensásvegur 8 • 108 Reykjavík Sími: 581 4448 Fax: 581 4428 panorama@simnet.is Velferð 11

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.