Velferð - 01.04.2000, Qupperneq 9
200
180
160
140
=5 120
jö 100
80
60
40
20
0
Biðlistar vegna hjartasjúkdóma
HAðgerðir
EI Þræðingar
□ Víkkanir
□ Gangráðar
Okt Ág
97 98
Maí
99
Sept
99
Nóv
99
Jan
00
Tímabil
Þetta graf sýnir biðlistann á Landspítalanum Hringbraut með nokkurra mánaða millibili á árunum 1997-2000. Biðlistar eru lengri eftir
sumarfrí og eftir jólin. Þrátt fyrir fjölgun þrœðinga og víkkana er alltaf talsvert langur biðlisti. Lengst til hœgri sést samt að biðlistar
vegna víkkana og gangráða eru mjög litlir en talsvert ógnandi hvað varðar aðgerðir og þrœðingar.
Erindi um hjartasjúkdóma frh.
Anna Lilja var einnig minnt á að það
væri fyrst og fremst Landssamtökum
hjartasjúklinga að þakka hve vel væri
staðið að endurhæfingarmálum hérlendis
og kvaðst hún ætla að stuðla að sem bestu
samstarfi á þessu sviði. Hún sagði
nauðsynlegt að tengja endurhæfingar-
þjónustuna við heilsugæslustöðvarnar á
hverjum stað á landsbyggðinni og koma á
„föstu skipulagi. Ég fer með þau skilaboð
til ráðherra, að þetta samstarf verði eflt,“
sagði Anna Lilja.
Fundargestir og formaður félagsins
þökkuðu Önnu Lilju fyrir gott erindi og
Vilhjálmur bað fyrir góðar kveðjur til
Ingibjargar Pálmadóttur, heilbrigðis-
ráðherra, því væri ekki að leyna að
þjónustan við hjartasjúklinga væri mjög
góð og sérstaklega bæri að fagna því að
þjónustan við eldri borgara sé jafn góð og
við aðra.
ÍSLANDSBANKI
Kirkjusandi, Reykjavík
Blandaður fróðleilcur
Læknisfræðileg mistök er þriðja
veigamesta dánarorsökin í Stóra
Bretlandi, næst á eftir krabbameini og
hjartasjúkdómum Þetta kemur fram í
blaðinu Sunday Times. Blaðið telur
að um 4o þús. manns látist árlega í
Bretlandi vegna læknisfræðilegra
mistaka af ýmsu tagi.
Landssamtök hjarta- og
lungnasjúklimga í Noregi opnuðu
nýlega hjarta- og lungnamiðstöð í
bænum Tromsö í Norður Noregi en
fyrir voru tvær slíkar miðstöðvar, í
Bergen og Osló. í miðstöðinni, sem
hefur til umráða 5000 fermetra gamalt
og virðulegt hús, verða veittar hvers-
konar upplýsingar um hjartasjúkdóma,
félagsleg réttindi sjúklinga, rétt
fæðuval, námskeið fyrir reykingafólk,
endurhæfingarleikfimi o.s.fi'v.
V I læknadálki í danska blaðinu
Hjertenyt er fjallað um kaffi og áhrif
þess á hjartastarfsemina. Læknirinn
segir að mikil kaffidiykkja hafi áhrif á
starfsemi líkamans og mörgum líði
betur ef þeir hætti kaffidrykkju. Um
þetta gildir hið fornkveðna að hóf skal
hafa á öllum hlutum.
Síðustu rannsóknir benda ekki til
þess að kaffi sé meiri hjartasjúkdóma-
valdur en hvað annað sem kynni að
vera neytt í óhófi.
Velferð 9