Velferð - 01.04.2000, Blaðsíða 13

Velferð - 01.04.2000, Blaðsíða 13
f Blandaður fróðleikur V Bandarískur læknir sagði á læknaþingi hérlendis sumarið 1999 um bráða kransæðastíílu að í náinni framtíð yrði þetta eins og á Aktu-taktu veitingastað — sjúklingurinn þyrfti ekki lengur að leggjast inn á sjúkrahús. Aðgerð sem áður krafðist nær hálfs mánaðar sjúkrahúslegu styttist í sólarhringsviðveru fyrir sjúklinginn í framtíðinni Flestir sjúklingar sem fara í kransæðavíkkun á Landspítalanum í dag fara heim daginn eftir aðgerð. V Á sama læknaþingi sagði bandarískur prófessor að erfðafræðin myndi gegna lykilhlutverki í meðferð hjartasjúkdóma í framtíðinni og kvaðst spenntur að fylgjast með þeim erfðarannsóknum sem fram færu hérlendis. Karlmönnum undir íimmtugsaldri er mun hættara við að fá kransæðasjúkdóma en konum á sama aldri. Eftir tíðahvörf eykst tíðni kransæðasjúkdóma hjá konum verulega. Um sextugsaldur er tíðnin svipuð. V Nú eru sett stoðnet í um 60% sjúklinga sem fara í kransæðavíkkun á Landspítalanum. V Aður fyrr voru líkur á endurþrengslum 30-50% en með tilkomu stoðneta eru líkurnar 15-20%. V Innanæðaómun, sem bætir verulega inat á kransæðaþrengslum, árangri víkkunar og fylgikvillum, er athyglisverð nýjung hjá Landspítalanum. Staðreyndir um berkla og konur Yfir 900 miljónir konur eru sinitaðar af berklum. • Um 2.5 miljónir kvenna veikjast árlega af berklum. • Berklar drepa um 1 miljón konur ár- lega, íleiri konur deyja úr þessum sjúk- dómi en nokkrum öðrum sjúkdómi. • Berklar eni um 9% dánarorsaka meðal kvenna á aldrinum 15-44 ára, styrjaldir 4%, alnæmi 3% og hjartasjúkdómar 3%. • Fleiri konur deyja af völdum berkla en barnsfæðinga. (Heimild WHO ) Eru ljén í veghium? Frísklegur, fræðandi og hvetjandi bæklingur fyrir þá sem vilja öðlast betri heilsu Útgefandi: Landssamtök hjartasjúklinga Suðurgölu 10 • Póslhólf 830 «121 Reykjavik Vinsælir bæklingar Bæklingurinn Eru ljón í veginum hefur fengið mjög vinsamlega umfjöllun og má með sanni segja að hann sé eftirspurður. Við sendum bæklinginn til ykkar ef þið viljið og við eigum einnig nokkurt upplag af bækling um kransæðasjúkdóma sein dr. Árni Kristinsson, hjartalæknir hefur tekið saman. Þá minnum við á að við eigum prýðisgott myndband um hjartasjúkdóma og afstöðu íslenskra sjúklinga til sjúkdómsins og þeirrar þjónustu sem sjúkrahúsin og endurhæfingarstaðir veita. Landspítalanum gefinn æða- þrýstimælir Þann 14. janúar sl. afhenti stjórn Landssamtaka hjartasjúklinga fyrir hönd allra aðildarfélaga LHS hjartadeild Landspítalans æðaþrýstimæli. Tækið er til að mæla þrýsting inni í kransæðum og er það notað einkum þegar þrengsli eru miðlungsmikil, mælt eftir kransæðakvikmyndum. Með sérstökum vír sem á er þrýstinemi, og settur er í gegnum þrengslin, er hægt að mæla hvort þar er þrýstifall og hversu mikið er hægt að auka rennslið þegar æðaútvíkkandi lyf er gefið beint í kransæðina. Tölvubúnaðurinn sem sér um þessar mælingar kostar um eina milljón og tvö Á myndinni er taliðfrá vinstri: Árni Kristinsson, hjartalœknir, Kristján Eyjólfsson, hjartalœknir og hundruð þúsund. Gísli J. Eyland, formaður LHS. Lengst til hœgri er œðaþrýstimœlirinn. Velferð 13

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.