Velferð - 01.04.2000, Síða 15
Netdoktorinn gefur góð ráð
/
Idag má fá hverskonar fróðleik um
heilbrigðismál á Netinu.
Landlæknisembættið er með líflega og
nútímalega vefsíðu og er slóðin
landlaeknir.is. Þá er komin vefsíðan
Netdoktor.is með það að markmiði „að
auðvelda aðgengi almennings að upplýs-
mgum á íslensku um heilsufar og
hollustu, sjúkdóma, lyf og flestu því er
tengist heilbrigðismálum.“ Netdoktor.is
er óháður miðill sem tengist hvorki
flokkum, hagsmunasamtökum eða öðrum
félagsskap. Að baki fyrirtækinu stendur
Vefmiðlun ehf. en starfsmenn þess eru
fjórar vel menntaðar konur. Netdoktor.is
birtir siðareglur sínar á Netinu í 10
liðum. Þar er meðal annars lögð áhersla á
að öll ráðgjöf sem standi til boða á
vefnum skuli veitt af læknum,
lyfjafræðingum eða hjúkrunarfræðingum
með tilskilin réttindi.
Pistill vikunnar
Við prentuðum út eina grein sem kölluð
er Pistill vikunnar eftir Júlíus K.
Björnsson, sálfræðing, um áhrif
vaktavinnu á heilsu, líðan og svefn. Þetta
er löng og vönduð grein og í lokin er
vitnað í frekari fróðleik um svefntruflanir
og gagnlegar vefsíður með upplýsingum
um svefn og svefnvanda.
Holl ráð
Við prentuðum einnig út holl ráð
varðandi megrunarmatseðil og þar er
fjallað um margskonar fæðuefni undir
fyrirsögnum á borð við: Eru fæðutrefjar
góðar sem fæðubótarefni? — Klíð sem
hluti af megrunarfæði - Mega þeir sem
eru í megrun borða sykur? — Er svína- og
nautakjöt óhollt? Allt forvitnilegar
spurningar.
Þá litum við á 3 síður sem fjalla um
að léttast á heilbrigðan hátt og þar sáum
við m.a.: „Ef þú borðar aðeins 3-500
grömmum minna á dag munt þú léttast
um hálft til heilt kíló á viku. Fáðu þér
vatnsglas í staðinn fyrir ávaxtasafa...
o.s.frv.
Allur frágangur á síðunum er til
fyrirmyndar og allt efni skýrt fram sett.
málninghlf
Dalvegi 18, Kópavogi
S-K-l-F-A-N
Velferð 15