Velferð - 01.04.2000, Side 26
Samviskuviðbit
Yfir 5000 alþjóðlegar vísindarann-
sóknir benda mjög sterklega til þess
að Omega-3 fitusýrur séu snar
þáttur í góðri heilsu fólks og nauð-
synlegar allt frá fósturstigi, eigi líkami
og heili að ná góðum þroska.
Vertu í sátt við samviskuna.
Plús3 er fituskert viðbit með
smjörbragði sem inniheldur hinar
eftirsóttu Omega-3 fitusýrur sem
fást að öðrum kosti helst úr
sjávarfangi og lýsi.
með því að safna blóði fyrir Blóðbankann.
Hefur þessi blóðsöfnun gengið vel og verið
bæði góð kynning fyrir Neistann og
Blóðbankann.
Líknarfélag sem Neistinn eílir ekki
styrktarsjóð sinn nema með aðstoð fólksins
í landinu. Núna fyrir jólin 1999 gaf
Neistinn út fallegt jólamerki með fallegri
mynd eftir dr. Nikulás Sigfússon f.v.
yfirlækni hjá Hjartavernd, gekk þessi sala
ágætlega og verður þessi útgáfa vonandi
árlegur viðburður hjá Neistanum.
Neistinn hefur gefið meira heldur en
blóð. Þann 29. desember 1998 gaf Neistinn
Barnaspítala Hringsins haus á ómsjá, en
ómsjáin hafði verið notuð í tvö ár á
Landspítalanum. Haus þessi er notaður
sérstaklega til skoðunar á ungbörnum,
fyrirburum og fósturhjörtum. Verðmæti
gjafarinnar var tæpar tvær milljónir króna.
Félagsmenn Neistans hafa farið í
sumarferð á hverju ári. Höfum við farið
m.a. að Skógum, Brautarholti í Lundar-
reykjadal, Laugarvatni og Steinstaðarskóla
í Skagafirði. Nú í sumar 8.-9. júlí ætlum
við að halda sumarhátið Neistans að Dæli í
Húnavatnssýslu.
Þeir sem áhuga hafa á að gerast félags-
menn í Neistanum, geta skráð sig á
skrifstofu Landssamtakanna eða með
tölvupósti á neistinn@neistinn.is
Valur Stefánsson
formaður Neistans
Ingólfur kvaddur
Fyrir skömmu kom stjórn LHS saman til að kveðja Ingólf Viktorsson, sem lét af störfum
hjá LHS um síðustu áramót fyrir aldurs sakir. Ingólfi og konu hans, Unni Fenger, voru
þökkuð mikil og góð störf þeirra fyrir Landssamtökin en Ingólfur var fyrsti formaður
samtakanna.
Þau hjón eru hér ásamt formanni LHS Gísla J. Eyland.
BAUGUR
/
HITAVEITA SUÐURNESJA
BREKKUSTÍG 36 • 260 NJARÐVÍK
SÍMI 421 5200 • TELEFAX 421 4727
NÓATÚN
26 Velferð