Velferð - 01.12.2018, Blaðsíða 15
Árið 1995 var ákveðið að láta gera gullmerki LHS. Heiðurs-
merki úr gulli voru þá veitt því fólki sem skipuðu fyrstu
stjórnina. AIIs voru svo 28 einstaklingar heiðraðir með
þessum hætti. Hlé varð á veitingu gullmerkjanna en var
tekið upp að nýju á aðalfundi 2017. Síðan hefur allmörgum
til viðbótar verið veitt heiðursmerkið fyrir góð störf í þágu
Hjartaheilla.
Perluvinir
Perluvinir er gönguhópur sem stofnaður var í Perlunni í
janúar 1999 og hefur starfað síðan. Það fellur nánast aldrei
úr dagur en aðsetrið færðist inn í Glæsibæ þegar Perlunni
var lokað fyrir fáum árum og er þar enn. Gangan er ávallt á
laugardögum kl. 11:00.
Stórsveit SÍBS
Megnið af öldinni hefur starfað jólaballahljómsveit, sem
kennir sig við SÍBS. Upphaflega var hún nefnd SÍBS bandið,
en síðar þegar fjölgaði í bandinu fékk hún nafnið Stórsveit
SÍBS.
Spilað hefur verið á jólaskemmtun Neistans, styrktarfélags
hjartveikra barna, fyrir Astma- og ofnæmisfélagið, Foreldra-
félag fatlaðra og ýmsa fleiri. Um þessar mundir eru yfirleitt
þrettán til fimmtán í hljómsveitinni. Einungis er spilað á
fyrrnefndum jólatrésskemmtunum, aldrei haldnar æfingar,
en leikgleðin ávallt í fyrirrúmi.
Hjartadrottningar
Hjartadrottningarnar eru hópur kvenna og hluti af Go-Red
hreyfingunni, sem eru alþjóðleg samtök kvenna til varnar
hjartasjúkdómum. Þær gengu til liðs við Hjartaheill 2008 og
hafa síðan haft aðstöðu í Síðumúla 6 fyrir ýmsa viðburði á
þeirra vegum. Haldnir hafa verið svonefndir „Go-Red“ dagar
árlega, þar sem konur og hjartasjúkdómar eru í forgrunni
ásamt forvörnum.
Starf innan SÍBS
Hjartaheill hafa frá upphafi stóran þátt í starfi SÍBS og átt
sæti í stjórn þess. Núverandi formaður SÍBS er Sveinn Guð-
mundsson, sem jafnframt er formaður Hjartaheilla. Áður er
getið um samstarf að átakinu Líf og heilsa. Samstarf í SÍBS
húsinu hefur ávallt verið mjög gott.
Blóðþrýstingsmælingar Líf og heilsa
Á sýningunni „Heilsa og heilbrigði" sem haldin var í
Perlunni 1995 hóf LHS ókeypis blóðþrýstings- og blóðfitu-
mælingu fyrir almenning og voru þá mæld gildi hjá 1.200
manns. Þetta var svo endurtekið í Stykkishólmi árið 2000 og
varð upphafið að því starfi Hjartaheilla sem hefur verið aðal-
viðfangsefni samtakanna síðustu árin.
Mælt var vítt um land á næstu árum í samvinnu við svæð-
isfélögin og heilsugæslu staðanna og einnig farið í stofnanir
og fyrirtæki, m.a. í Alþingi og víðar. Alls staðar var þessu
framtaki fagnað og víða fundust einstaklingar sem senda
þurfti til frekari rannsókna eða læknismeðferðar. Til viðbótar
við áðurnefndar mælingar hefur einnig verið mæld súrefn-
ismettun og kjörþyngdarstuðull.
Velferð 15