Velferð - 01.12.2018, Blaðsíða 20

Velferð - 01.12.2018, Blaðsíða 20
BCarl Andersenf hj| gknir Það var sólríkur dagur um miðjan júní. Rútan hristist og vaggaði eftir malarveginum á leið sinni fyrir Hvalfiörðinn. Tíu ára drengur var á leið í Borgarfiörðinn í sveit hjá góðu fólki. En honum leið ekki vel. Hann var sveittur, með höfuðverk og mikla ógleði. Samt var hann ekki veikur og varfljótur að jafna sigþegar hann kom í Reykholtsdalinn eftir tveggja klukku- stunda ferðalag. Það eina sem sat í minningunni eftirþessa bílferð sumarið 1970 varþessi blágrái reykur sem liðaðist stöðugt upp fyrir sætisbakiðfyrir framan hann. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar að drengurinn áttaði sig á því að hann hafði orðiðfyrir óbeinum reykingum. Islendingar eru fremstir meðal þjóða í tóbaksvörnum. Á þeim tíma sem sagan gerist, fyrir hálfri öld, reykti nærri því helmingur full- orðinna daglega og engar hömlur voru á því hvar mátti reykja. Frá því að þetta var hefur reykingamönnum fækkað um 70% á íslandi og er nú svo komið að um 9% fullorðinna reykja daglega. Þegar hlutfall þeirra sem reykja verður komið niður í 5%, eftir um það bil 5 ár, hefur í raun tekist að útrýma reykingum á íslandi. Nýjar kynslóðir munu vaxa úr grasi án þess að vera háðar nikótíni. Sjúkdómar eins og langvinn lungnateppa og lungna- krabbamein munu nánast heyra sögunni til. Nú sem fyrr er mikilvægt að halda vel á málum og ljúka enda- taflinu í tóbaksvörnum með fullnað- arsigri. En þessi árangur náðist ekki fyrir tilviljun eða af sjálfu sér. Hann er af- rakstur markvissra forvarnaraðgerða sem byggjast á aðferðafræði sem sýnt hefur verið fram á að skilar árangri í lýðheilsu. Fyrir atbeina frumkvöðuls- ins jóns Ármanns Héðinssonar þing- manns var fyrsta lagasetning í tóbaks- vörnum samþykkt á Alþingi 1969, þar sem meðal annars var kveðið á um merkingar með varnarorðum á sígarettupökkum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Leiðin er vörðuð stjórnvaldsaðgerðum sem markast af reglulegri endurskoðun tóbaks- varnarlaga og setningu reglugerða sem miða því að takmarka notkun reyk- tóbaks. Nægir þar að nefna reglugerð um bann við reykingum á opinberum stöðum 2007 sem leiddi á fáeinum vikum til 18% fækkunar í hjartaáföll- um, bæði meðal þeirra sem reyktu á þeim tíma og hinna sem reyktu ekki. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Með frumvarpinu er verið að framfylgja tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins frá 2014 sem við erum skuldbundin af sem EES-þjóð. Frum- 20 Málgagn Hjartaheilla

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.