Velferð - 01.12.2018, Blaðsíða 9
Á íslandi voru hjartalœkningar ekkifyrirferðarmiklarfyrir
hálfri öld. Sjúklingar með kransceðastíflu lágu á almennri
lyflœkningadeild ígamla spítalanum, fastir í rúminu fyrstu
vikuna, og ncestu tvœr eða þrjár með hcegt vaxandi fótaferð.
Meðferð, auk rúmlegu, var súrefni í nös, nítróglycerín, digital-
is, kínidín og kúmadín-lyf. Þeir máttu reykja að vild alveg
fram í andlátið. Um fjórðungur dó í legunni. Einu rannsókn-
irnar voru röntgenmynd og hjartalínurit.1
Á sjöunda áratugnum verður vart við öra framþróun í
heiminum á sviði hjartalækninga. Fyrsta hjartaígræðsla var
framkvæmd 3. desember 1967 þegar suður-afríski læknirinn
Christian Barnard græddi í fyrsta sinn gjafahjarta í sjúkling.
Fyrsta kransæðahjáveituaðgerð var gerð um svipað leyti.
Hjartahnoð og blástur voru tekin upp og farið að beita lost-
meðferð. Þá er farið að mynda heilaæðar og gera aðgerðir
með smásjáraðstoð. Hjartagjörgæsla var opnuð á Landspít-
ala, stuðtæki komu til sögunnar. Hjartaþræðing, kransæða-
myndataka, innanæðaaðgerðir/blásningar og rafvending
hófust um svipað leyti.
Hjartasjúkdómafélag íslands var stofnað 1968. Félagsmenn
eru allir starfandi hjartalæknar.
Á sjötta áratugnum var byrjað að beita hjartahnoði og gefa
raflost án þess að opna brjóstkassann. Hjartadeild var form-
lega stofnuð 13. júní 1969. Lítið var um mælitæki og flest
skurðáhöld voru aflagðar græjur frá skurðdeildinni. Fyrsta
gangráði komið fyrir í sjúklingi 1969.
Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar hófst 1967. Voru 30.000
einstaklingar rannsakaðir og hefur verið fylgst með þeim
síðan.
Göngudeild fyrir háan blóðþrýsting og blóðfitur var stofnuð
1977.
Fyrsta hjartaþræðingin fór fram 1970 og voru rúmlega
fimmtíu þræðingar fyrsta árið, aðallega á börnum vegna
meðfæddra hjartagalla. Fljótlega var farið að framkvæma
lcransæðaþræðingar. Lælcnum með þjálfun í hjartaþræðing-
um fór að fjölga. Árið 1986 var opnuð fullkomin hjarta-
þræðingastofa, sem fyrsta slcref í flutningi opinna hjartaað-
gerða til íslands.
microlire
Blóðþrýstingsmælar
Microlife BP A2 - Vnr: 100099
• Sjálfvirkur mælir
• Auðveldur í notkun
• Minni fyrir 30 mælingar
• Nemur hjartsláttaróreglu (PAD)
• fslenskar leiðbeiningar
Microlife BP A6 - Vnr: 100101
• Sjálfvirkur mælir
• Stilling fyrirtvo notendur
• Nemur gáttatif (AFIB)
• Val um eina mælingu eða þrjár
mælingar í röð (MAM)
• (slenskar leiðbeiningar
500 kr. af hverjum mæli rennur til styrktar Hjartaheilla
HjartaHeill
Fast í naesta
aPótekí!
Velferð 9