Mosfellingur - 17.05.2018, Page 4

Mosfellingur - 17.05.2018, Page 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna 20. maí - Hvítasunnudagur Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Sr. Arndís Linn og sr. Kristín Pálsdóttir sunnudagur 27. maí Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 14:00 Árleg kirkjureið hestamanna. Sr. Kristín. sunnudagur 3. júní Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Sr. Arndís Linn aðalsafnaðarfundur lágafellssóknar verður haldinn þriðjudaginn 22. maí kl. 20:00 í safnaðarheimilinu. kyrrðardagar að Mosfelli laugardagana 19. maí og 2. júní frá kl 09:00 til kl. 11:00. Upplýsingar og skráning í síma 566 7113 og í gegnum netfangið lagafellskirkja@ lagafellskirkja.is - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 Árni Jón ráðinn nýr byggingarfulltrúi Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 3. maí að ráða Árna Jón Sigfússon í starf byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar. Árni Jón er með M.S. gráðu (Dipl. Ing.) í arkitektúr frá Universitat í Stuttgart í Þýska- landi. Hann hefur starfað í hartnær 7 ár hjá Mann- virkjastofnun en áður starfaði hann sem arkitekt hjá Arkþing, Tark-arkitektum og W.Wörner arkitektum í Þýskalandi. Árni býr yfir mjög góðri þekkingu á sviði byggingarmála og umfangs- mikilli reynslu á sviði stjórnsýslu byggingarmála. Hann hefur hlotið löggildingu sem mannvirkjahönn- uður auk þess að hafa starfsleyfi byggingarstjóra. Nýr byggingarfull- trúi hefur störf í lok maí og tekur við af Ásbirni Þorvarðarsyni sem gegnt hefur starfi byggingarfulltrúa frá því í ágúst 1982 eða í rétt tæplega 36 ár. Átta framboð til bæjarstjórnar Átta framboðslistar skiluðu gildu framboði til sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ. Listarnir eru eftir- farandi: B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðis- flokks, L-listi Vina Mosfellsbæjar, M-listi Miðflokks, Í-listi Íbúahreyf- ingarinnar og Pírata, S-listi Samfylk- ingar, V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Kosningarnar fara fram laugar- daginn 26. maí og er kjörstaður í Lágafellsskóla. Kjörfundur stendur frá kl. 09-22. nöfn fermingarbarna 20. maí kl. 11:00 Aldís Leoní Rebora Andrea Dís Skúladóttir Andri Eyfjörð Jóhannesson Arnór Dagur Þóroddsson Auður Jóney Þorbjörnsdóttir Emilía Guðrún Hauksdóttir Eyþór Bjarki Benediktsson Guðrún Jane Gunnarsdóttir Helena Kristel Þorsteinsdóttir María Eir Guðjónsdóttir Sigríður Birna Svavarsdóttir Skúli Freyr Arnarsson Hægt að sækja um matjurtargarða Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ. Þeir verða staðsettir austan við Varmárskóla þar sem gömlu skólagarðarnir hafa verið. Leiguverð fyrir matjurta- garða er óbreytt, eða 2.500 kr. fyrir 50 fm garð. Tekið er við umsóknum á netfangið tjonustustod@mos.is en garðarnir verða tilbúnir á föstudag. Bæjarráð ákvað á hátíðarfundi sínum í til- efni þess að 30 ár voru liðin frá því að Mos- fellsbær fékk kaupstaðarréttindi að efna til hönnunarsamkeppni um aðkomutákn. Aðkomutákninu er ætlað að vekja at- hygli á Mosfellsbæ og marka það svæði sem honum tilheyrir. Til stendur að vígja aðkomutáknið á bæjarhátíðinni Í túninu heima sem fram fer í lok ágúst. Alls bárust 34 tillögur að aðkomutákni og var keppnin unnin í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands. sækja í rótgróið merki Mosfellsbæjar Höfundar vinningstillögunnar eru þau Anna Björg Sigurðardóttir arkitekt og Ari Þorleifsson byggingafræðingur. Tillaga þeirra var afhjúpuð í Hlégarði þann 3. maí en í umsögn dómnefndar segir m.a. um vinningstillöguna að hún sé: „Stílhrein og falleg tillaga sem sækir á óhlutbundinn hátt í náttúruna, ásamt því að sækja í rótgróið merki Mosfellsbæjar eftir Kristínu Þorkelsdóttur. Áhugaverður skúlptúr sem vísar til þriggja innkomuleiða Mosfellsbæjar, þá þrjá staði sem fyrirhugað er að staðsetja merkið á og gefur möguleika á fjölbreyti- legum útfærslum.“ tillögurnar til sýnis í Bókasafninu Næstu skref þessa verkefnis felast í vinnu Mosfellsbæjar með vinningshöfum við útfærslu hugmyndarinnar, eins og vinna við teikningar, undirbúningur framleiðslu aðkomutáknsins og finna aðkomutákninu endanlega staðsetningu. Þá veitti dómnefndin þremur tillögum viðurkenningu en þær tillögur komu frá eftirtöldum aðilum: • Gunnari Kára Oddssyni og Oddi Þ. Hermannssyni, landslagsarkitektum • Elísabetu Hugrúnu Georgsdóttur, arkitekt • Kristjáni Frey Einarssyni, grafískum hönnuði og Halldóru Eldjárn Þær tillögur sem unnu til verðlauna eru nú til sýnis í Bókasafninu, þar með talið lík- an af vinnings- tillögunni. 34 tillögur bárust að nýju aðkomutákni • Ein af 30 ára afmælisgjöfum Mosfellsbæjar Vinningstillaga að aðkomu- tákni vísar í náttúruperlur Hið nýja aðkomutákn er hugsað þannig að þrjár aðkomuleiðir Mosfellsbæjar megi tengja við þrjár náttúruperlur. Að sunnanverðu tekur Úlfarsfell á móti þér með grænum hlíðum sínum, að norðanverðu er það Leirvogsá og á Þingvallavegi er það Helgafell. Þessar þrjár náttúruperlur sem umvefja bæjarmörk Mosfellsbæjar eru í raun ákveðin tákn bæjarfélagsins og aðkomutákninu er ætlað að upphefja það. Merki Mosfellsbæjar hefur verið tákn bæjarins frá árinu 1968. Merkið var hannað af Kristínu Þorkelsdóttur og er tilvísun í silfurs Egils Skallagrímssonar. Höfundar vinningstillögunnar telja mikilvægt að merki Mosfellsbæjar verði hluti af aðkomutákninu, verði til þess að styrkja merkið og jafnvel gefa því nýtt líf. Þau Anna Björg og Ari fóru þá leið að velja þrjú efni sem hvert um sig er lýsandi fyrir hvern aðkomustað. Helgafellið sýnir m.a. grýtta fjallshlíð sem unnt er að tákna með steypu. Úlfarsfellið er skógi vaxið og viðurinn táknmynd þess. Loks er Leirvogsáin fljótandi vatn sem er táknað með gegnsæjum málmi. Nýja aðkomutáknið verður þannig skúlptúr sem samanstendur af þessum þremur efnum sem eru lýsandi fyrir hvern aðkomustað. Hugmyndin felur líka í sér að hæð hvers efnis verði mismunandi eftir staðsetningu aðkomutáknsins. aðkomutáknið gæti litið svona út við við Helgafell á þingvallavegi þrjár aðkomuleiðir - þrjár náttúruperlur Ari Þorleifsson og Anna Björg Sigurðardóttir eru höfundar vinningstillögunnar um nýtt aðkomutákn við þrjár aðkomuleiðir í Mosfellsbæ.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.