Mosfellingur - 17.05.2018, Qupperneq 46

Mosfellingur - 17.05.2018, Qupperneq 46
 - Aðsendar greinar46 Hver þekkir ekki þá óþægilegu til- finningu að óttast um öryggi barna sinna? Hver vill ekki gæta að heim- ili sínu og munum? Mosfellsbær er ekki undanskil- inn af þeim sem vilja leita skjót- fengins gróða eða valda tjóni með einum eða öðrum hætti. Við viljum öll tryggja að heimilið sé öruggt og að börnin geti notið sín óáreitt, í friði og spekt. Nábýli við náttúruna Mosfellingar eru lánsamir að búa nær náttúrunni í allri sinni dýrð en flestir aðrir á höfuðborgar- svæðinu. Fegurðin er til staðar hvar sem litið er, ár, sjór, fjöll og vötn. Nútíma samfélag hefur þróast hratt og samhliða hefur bæjarfélagið okkar gert það einnig. Við teljum að það sé ekki aðeins gott að búa í Mosfellsbæ heldur forréttindi. Við veljum þennan griðarstað vegna þess að hann er öruggur staður til að búa á og samheldni íbúa er mikil. Vágestir Það er ekkert launungarmál að hingað í okkar fallega bæ hafa komið aðilar og jafnvel sækja í hann til að nálgast muni eða selja það sem ekki má selja og hvað þá börnum og unglingum. Veip hefur aukist mikið og það er dulin hætta í því fólgin þó svo að það sé sjálfsagt skömminni skárra en sígarettur, munn- eða neftóbak og vindlar, en þörf er á að kanna betur. Hvert samfélag þarf að meta hvað skal til bragðs taka og hvernig það ver sig gegn utanaðkomandi hættu og áreiti. Öryggi í fyrirrúmi Miðflokkurinn leggur til að mál- ið verði leyst með bæjarbúum og lögreglu þannig að lausnin verði til að takmarka hættuna frá því sem nú er og tryggja að allir séu sáttir með aðferðafræðina. Það er ekki boðlegt að hingað valsi aðilar inn og út í bænum og hafi þannig fullan og óheftan aðgang að börnum og unglingum sem oft leita í breytingar á lífi sínu eða til að leysa sína erfiðleika með stórhættulegum efnum. Miðflokkurinn vill tryggja öruggari Mos- fellsbæ fyrir alla. Ásta B. O. Björnsdóttir er viðskiptafræðingur og skipar 7. sæti á lista Miðflokksins í Mosfellsbæ. Jón Pétursson er stýrimaður og skipar 16. sæti á lista Miðflokksins í Mosfellsbæ. Öryggismál í forgrunni hjá Miðflokknum Í Mosfellsbæ geta kjósendur valið á milli átta framboða. Alls eru 144 Mosfellingar í framboði og 760 að auki hafa gefið þeim meðmæli til að bjóða fram. Þetta eru um 900 manns sem annað hvort eru á lista eða meðmælendur, samtals um 12% kjósenda. Vonandi skilar þessi áhugi sér í aukinni kosningaþátttöku en hún var dræm við síðustu sveitarstjórnar- kosningar. Við sem stöndum að framboði Viðreisn- ar í Mosfellsbæ veltum því vandlega fyrir okkur hvort við ættum að blanda okkur í þennan slag, hvort við ættum brýnt erindi við kjósendur og hvort við gætum látið gott af okkur leiða til að gera mannlífið betra og rekstur sveitarfélagsins skilvirkari og opn- ari. Niðurstaða okkar var sú að okkar hug- myndir og um framfarir hér í bæ og stefna Viðreisnar um að setja almannahagsmuni framar sérhagsmunum ættu sannarlega erindi við kjósendur. Listi Viðreisnar er skipaður fólki með fjölbreytta reynslu og þekkingu, konum og körlum til jafns. Við treystum ungu fólki til verka og það finnur sér farveg innan okkar raða. Við viljum komast að til þess að breyta, ekki til þess að geta sest við borðsendann og skipað fyrir. Framboðið er ekki sett fram til þess að gera einhvern að bæjar- stjóra sem gengur með það í maganum eða til höfuðs núverandi bæjarstjóra. Við kærum okkur kollótt um slíkt. Við ætlum einfaldlega að hlusta á fólk og starfa í þeim anda að bæjarfulltrúar séu til þess að þjóna bæjarbúum en ekki til þess að halda í völd eða rífa niður það sem gert hefur verið. Við teljum að með þessum hugsunarhætti og nýjum vinnubrögðum getum við gert betur. Eitt af því sem við setjum á oddinn eru lýðræðislegar umbætur og ábyrgð í fjármálum. Við ætlum að ráða umboðs- mann íbúa sem gætir hagsmuna þeirra og leiðbeinir í samskiptum við bæinn. Við teljum æskilegt að bæjarstjórinn sé ráðinn á faglegum forsendum - ekki pólitískum - en starfi í umboði meirihlutans. Við vilj- um gagnsæja stjórnsýslu og viljum opna bókhald bæjarins. Það er líka mikilvægt að bjóða íbúum að koma að hugmyndavinnu verkefna sem eru á könnu sveitarfélagsins og sömuleiðis að ákvörðunum í meira mæli en nú er. Við teljum mikilvægt að einfalda ferla í skipulagsmálum og stytta afgreiðslu athugasemda. Við viljum breyta vinnu- brögðum. Við erum frjálslynt fólk sem vill að sér- hagsmunir víki fyrir hagsmunum almenn- ings. Við tökum jafnrétti kynjanna alvarlega og höfnum hvers konar kynbundinni mis- munun. Við viljum veita öllum jöfn tæki- færi og styðja þá sem ekki geta nýtt þau, með öflugu öryggisneti. Á grundvelli jafnra tækifæra geta einstaklingarnir blómstrað og ráðið eigin lífi. Þannig sköpum við réttlátt samfélag í Mosfellsbæ. Valdimar Birgisson skipar fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Mosfellsbæ. Hlustum og gerum betur Skömmu fyrir síðustu kosningar árið 2014 var mikil umræða meðal íbúa í Mosfellsbæ, einkum þó meðal foreldara barna sem æfðu knattspyrnu, um að sárlega vantaði fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ. Ástæðan var að þeim fannst ekki boðlegt að börn þeirra væru að hrekjast úti í misjöfnum veðrum við æfingar og keppni. Einnig var orðið afar þröngt um alla starfsemi Aftureldingar að Varmá og hafði félagið því sett slíkt hús efst á sinn óskalista. Greinilega líkaði sjálfstæðis- mönnum í Mosfellsbæ ekki að ganga til kosninga 2014 án þess að vekja vonir um að slíkt gæti gerst. Bæjarstjóri, Haraldur Sverrisson, lagði þá til að skipaður yrði starfshópur undir hans forystu til undirbúnings byggingar fjöl- nota íþróttahúss í Mosfellsbæ. Í viðtali við Mosfelling orðaði hann það þannig: „Ekki er spurning um hvort slíkt hús verði byggt heldur aðeins hvenær, hvar og hvernig.“ Hér er ekkert hik. Starfshópurinn tók til starfa fyrir síðustu kosningar og skoðaði m.a. nokkur fjölnota íþróttahús. Eftir kosn- ingar tók Ólafur Ingi sæti í starfshópnum af fyrri fulltrúa Samfylkingarinnar. Í stuttu máli þá varð það niðurstaða starfshópsins að slíkt hús sem helst var áhugi á og pass- aði við þarfagreiningu Aftureldingar myndi kosta um 1.200 milljónir og það væri heppi- legast að byggja að Varmá. Nánar tiltekið yfir stóra gervigrasvöllinn. Ekki hafði árað vel í rekstri sveitarfé- lagsins árin 2014 og 2015. Einnig var ljóst að ráðast þyrfti í framkvæmdir við skóla- byggingar á næstu árum og lítið svigrúm væri, eins og mál stóðu þá, til frekari fjár- festinga. Að reisa húsið í einkaframkvæmd var rætt sem möguleiki en það hafði ýmsa annmarka, meðal annars hvað varðar aðgengi Aftureldingar að tímum í húsinu. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu í apríl 2015 og lagði jafnframt til að hann starfaði áfram að verkefninu. Því boði var ekki tekið heldur kaus meirihlutinn að færa verkefnið til embættismanna bæjarins þar sem það dagaði uppi eftir einhverjar vonlausar til- raunir til að fá einkaaðila til að taka að sér framkvæmdina og reksturinn. Okkur í Samfylkingunni grunaði reyndar frá upphafi að þessu máli hafi ekki fylgt mikil alvara af hálfu meirihluta sjálfstæðismanna og vinstri grænna. Skipt um kúrs Í upphafi síðasta árs barst síðan erindi frá Aftureldingu þar sem félaginu var orðið ljóst að ekkert myndi gerast í málinu. Ungmenna- félagið lagði fram breytta framtíð- arsýn sem fólst m.a. í því að breyta fyrri áformum um fjölnota hús í fullri stærð og sættast á þrisvar sinnum minna hús en fyrirhugað var áður. Lítið hús er betra en ekkert, sagði einhver. Þessari stefnubreytingu var tek- ið fagnandi af meirihlutanum og núna er búið að ákveða að reisa stálgrind klædda með dúk yfir lítinn gervigrasvöll. Þrisvar sinnum minni að flatarmáli en upp- haflega var ætlunin og áætlað að kosti um 400 milljónir. Gamla gervigrasið þar sem vænlegast þótti að reisa fjölnota íþrótta- húsið hefur verið endurnýjað þannig að varla verður reist fjölnota íþróttahús þar á næstu árum. Hugsum málið upp á nýtt Um þessar mundir árar betur í rekstri Mosfellsbæjar og framtíðarhorfur eru góðar enda fjölgar íbúum í bænum hratt. Þeirri fjölgun þarf að mæta með aukinni þjónustu og uppbyggingu margvíslegrar aðstöðu. Það er verkefni kjörinna fulltrúa að forgangsraða í þágu íbúanna. Við þá forgangsröðun þarf að líta til ýmissa þátta. Eins og til að mynda þeirra hvort við viljum frekar greiða hratt niður skuldir eða gera það aðeins hægar og byggja í leiðinni upp góða íþróttaaðstöðu fyrir ungmenni okkar eins og t.d. fjölnota íþróttahús í fullri stærð. Í ljósi þessa teljum við að nú eigi að endur- meta getu bæjarins til að koma sér upp fjöl- nota íþróttahúsi í fullri stærð til að hægt sé að halda uppi þróttmiklu íþróttastarfi sem við getum öll verið stolt af. Það munum við í Samfylkingunni gera á næsta kjörtímabili ef við fáum afl til þess í kosningunum. Setjum X við S á kjördag og kjósum betri Mosfellsbæ. Ólafur Ingi Óskarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Branddís Ásrún Snæfríðardóttir, varamaður í íþrótta- og tómstundanefnd. Af fjölnota íþróttahúsi Kæru frambjóðendur! SAMMOS eru samtök foreldrafélaga gunnskóla í Mosfellsbæ. Hlutverk sam- takanna er að stuðla að velferð grunn- skólabarna, sameina krafta foreldrafélaga í bænum til góðra verka í skólamálum og vera fræðslunefnd og bæjaryfirvöldum til ráðgjafar varðandi velferð grunnskóla- barna. Samtökin vilja með öðrum orðum styðja við og stuðla að uppbyggingu fram- úrskarandi skóla- og lærdómssamfélags fyrir alla hér í Mosfellsbæ. Mennt er máttur Menntun stuðlar að aukinni þekkingu, kunnáttu og færni einstaklinga þannig að þeir búi yfir hæfni til að takast á við áskor- anir daglegs lífs á tímum hraðra samfélags- breytinga. Menntun er þannig lykilþáttur þegar kemur að framþróun samfélaga og því áríðandi að tryggja aðgengi allra að menntun við hæfi og að hún fari fram við viðunandi aðstæður þar sem hlúð er að styrkleikum hvers og eins. Jafnframt er mik- ilvægt að horfa til fjölbreyttra kennsluhátta, snemmtækrar íhlutunar, gagnreyndra að- ferða og faglegrar skólaþróunar til að renna styrkum stoðum undir framúrskarandi skóla- og lærdómssamfélag. Vellíðan nemenda mikilvæg Menntun er mikilvæg forsenda heil- brigðis en vellíðan nemenda er að sama skapi mikilvæg forsenda náms og góðs námsárangurs. Af þeim sökum eru heil- brigði og vellíðan einmitt skilgreind sem einn af grunnþáttum menntunar sem allir skólar eiga að hafa að leiðarljósi í starfi sínu. Okkur þykir mikilvægt að skólasam- félagið allt taki höndum saman um skapa jákvæðan skólabrag og umhverfi þar sem markvisst er stuðlað að þroska og andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan barnanna okkar. Sameinum kraftana Markmið SAMMOS er að tryggja virka, jákvæða og uppbyggjandi samvinnu við þá hagsmunaaðila er koma að velferð grunnskólabarna í bæjarfélaginu. Það er einfaldlega hagur okkar allra að standa vörð um menntun og vellíðan barnanna sem hér búa og tryggja skýra framtíðarsýn í menntamálum. SAMMOS skorar á frambjóðendur að setja menntamál á oddinn og tryggja þannig velferð grunnskólabarna hér í Mosfellsbæ því menntamál eru sannarlega forgangsmál. F.h. SAMMOS: Ágúst Leó Ólafsson, formaður Foreldrafélags Krikaskóla, Helga Magnúsdóttir, formaður Foreldrafélags Varmárskóla, Ólöf Kristín Sívertsen, formaður Foreldrafélags Lágafellsskóla Menntamál eru forgangsmál www.fastmos.is 586 8080 Sími: Viltu selja? Hafðu samband Einar Páll Kjærnested Löggiltur fasteignasali Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.