Mosfellingur - 10.01.2013, Blaðsíða 4
HelgiHald næstu vikna
sunnudagur 13. jan
Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00
Sr. Skírnir Garðarsson
sunnudagur 20. jan
Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00
Sr. Ragnheiður Jónsdóttir
sunnudagur 27. jan
Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00
Sr. Skírnir Garðarsson
kirkjustarfið
- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64
Laxnes innleiðir nýtt
gæðastjórnunarkerfi
Hestaleigan Laxnes er fyrst hesta-
leiga til að innleiða Vakann, nýtt
gæða- og öryggiskerfi sem Ferða-
málastofa hefur sett á laggirnar.
Hugmyndin er að með auknum
ferðamannastraumi þurfi fyrirtæki
á öllum sviðum ferðamennskunar
að uppfylla vissa staðla og fullvissa
þannig ferðamanninn um að
fyrirtækið sem hann verslar við sé
öruggt. „Kerfið er ekki lögbundið, en
með þátttöku er tryggt að ferðaskrif-
stofur og viðskiptavinir sem eru að
velta fyrir sér að fara á hestbak geti
gengið að því að við séum öruggt
fyrirtæki að versla við. Það er síðan
liður í auknu úrvali af ferðum sem
við erum að bjóða. Að auki erum við
búin að tífalda umferð um heima-
síðuna okkar síðasta árið. Þetta árið
verður fastur afsláttur af verðum
á netinu í tilefni 45 ára afmælis
fyrirtækisins. Meðfram því erum
við að auka úrval á lengri ferðum
og Viðey verður í stóru hlutverki í
ár,“ segir Haukur Þórarinsson sem
sést á myndinni ásamt föður sínum
Þórarni Jónssyni veita viðurkenn-
ingu Vakans viðtöku.
Nánar um Vakann á www.vakinn.is.
Mosfellingar geta
tekið þátt í kjörinu
Í ár gefst bæjarbúum í fyrsta skipti
kostur á, ásamt aðal- og varamönn-
um í Íþrótta- og tómstundanefnd,
að kjósa íþróttakarl og íþróttakonu
Mosfellsbæjar 2012. Kosningin fer
fram á vef Mosfellbæjar www.mos.
is dagana 7. - 18. janúar. Velja skal
einn karl og eina konu. Úrslit verða
kynnt fimmtudaginn 24. janúar kl.
19 í íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Í miðopnu blaðisins má sjá kynn-
ingu á því íþróttafólki sem tilnefnt
er og afrekum þeirra á árinu. Fjórar
konur og fjórir karlar eru í kjörinu.
kr. 29kr. 98
259 kr.
198 kr.
598
498 kr.
kr. fl398
359
kr. 120 g
359
kr. 153 g
359
kr. 153 g
198
kr. 200 g
kr. 898
kr. kg598 398 kr.
kr. kg229 kr. kg259kr. kg359
598 kr.fl
Þorrablót Aftureldingar fer fram í íþróttahúsinu að Varmá laug-
ardaginn 26. janúar. Þorrablótið er stærsti menningarviðburður
sem haldinn er í Mosfellsbæ ár hvert og er orðin hefð hjá mörgum
vinahópum, vinnustöðum og félagasamtökum að mæta á blótið.
„Nú þegar hefur borist fjöldi fyrirspurna um miða og það er
greinilega góð stemmning fyrir blótinu. Allur ágóði rennur til
barna- og unglingastarfs Aftureldingar og hvetjum við sérstaklega
foreldra barna úr félaginu til að koma og eiga góða kvöldstund
saman. Sú nýbreytni var í fyrra að hópunum bauðst að koma á
laugardeginum og skreyta boðin sín. Þetta heppnaðist vel og var
mikill metnaður í borðskreytingum. Að öllum öðrum ólöstuðum
voru stelpurnar á Aristó og þeirra fylgifiskar flottastar,“ segir Rúnar
Bragi Gunnlaugsson forseti þorrablótsnefndar.
„Þetta er í sjötta sinn sem þorrablótið er haldið í þessari mynd en
dagskráin er með hefðbundnu sniði, Vignir í Hlégarði sér um þorra-
matinn og verður einnig með létta rétti fyrir þá sem ekki treysta sér
í þorrann. Ingvar Jónsson sem gerði garðinn frægan með Pöpunum
er veislustjóri, Stormsveitin tekur lagið, minni karla og kvenna
verður flutt af skemmtilegum Mosfellingum og ekki má gleyma
hinum vinsælum skjáauglýsingum. Svo munu hinir mosfellsku
Timburmenn hita upp fyrir Buffið sem leikur fyrir dansi,“ segir
Rúnar Bragi. Forsala miða er á Hvíta Riddaranum, borðapantanir
fara fram sunnudaginn 20. janúar á milli 17-18 með sama hætti og
undanfarin ár. Mosfellingar eru hvattir til að mæta, skemmta sér
með sveitungum sínum og styrkja Aftureldingu í leiðinni. Hægt er
að fylgjast með gangi mála á Facebooksíðu þorrablótsins.
Risa-þorrablót Aftureldingar fer fram í íþróttahúsinu að Varmá laugardaginn 26. janúar
Mikil stemning fyrir þorranum
Stelpurnar á ariStó með flottuStu
borðSkreytingarnar í fyrra
Fyrsti Mosfellingur ársins fæddist á Landspítalanum þann 3. janúar 2013. Það var stúlka
sem mældist 11,5 merkur og 50 cm. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Jenný Lárusdóttir og
Guðbjörn Óli Eyjólfsson, og búa þau í Klapparhlíð 18. Stúlkunni hefur verið gefið nafnið
Hjördís Anna en hún er annað barn foreldra sinna. Fyrir eiga þau Eyjólf Lárus sem
verður 6 ára þann 5. febrúar. „Hún átti að koma í heiminn þann 30. desember en vildi
greinilega fæðast 2013. Það eru allir alsælir með hana, sérstaklega stóri bróðir hennar,“
segir Ingibjörg Jenný. Mosfellingur óskar fjölskyldunni til hamingju með stúlkuna.
Hjördís Anna kom í heiminn fimmtudaginn 3. janúar 2013
fyrsti Mosfellingur ársins
SyStkinin
eyjólfur láruS
og hjördíS anna
Ósýnilegi vinurinn
Barna- og fjölskylduleikrit í Lágafellskirkju.
Í sunnudagaskólanum sunnudaginn 13.
janúar kl. 13:00 mun Stopp-leikhópurinn
sýna barna- og fjölskylduleikritið „Ósýni-
legi vinurinn”.
Leikritið fjallar um tvo vini sem leika sér
mikið saman. Annar á líka ósýnilegan
vin sem er bæði stór og sterkur og alltaf
tilbúinn að hjálpa vinum sínum. Einstakt
tækifæri til að sjá skemmtilega sýningu.
AÐGANGUR ÓKEYPIS - ALLIR VELKOMNIR
ljósakórinn, barnakór
á vegum bæjar og kirkju
Börn í 5. - 8. bekk.
Mikil færni og metnaður.
Æfir í Listaskóla Mosfellsbæjar
mánudaga 14:30 - 15:30 og annan
hvern föstudag 15:15 - 16:15 í
Safnaðarheimili Lágafellssóknar.
Nánari upplýsingar gefur
Berglind Björgúlfsdóttir, kórstjóri.
s. 6607661, barnakor@gmail.com
kirkjukór lágafellssóknar
getur bætt við sig,
einkum í karlaraddir.
Margt skemmtilegt á döfinni, s.s
Færeyjaferð í vor.
Hress og skemmtilegur kór,
starfar af áhuga og metnaði.
Upplýsingar hjá Arnhildi organista,
s. 6987154, arnhildurv@simnet.is.
Gestur selur handrit
til Hollywood
Handritshöfundurinn Gestur Valur
Svansson er um þessar mundir
að ganga frá stórum samningi
í Hollywood. Happy Madison,
fyrirtæki stórleikarans Adam
Sandler, hyggst kaupa handrit af
Gesti og Sandler sjálfur mun leika
aðalhlutverkið. Mun þetta vera í
fyrsta sinn sem Íslendingur selur
handrit beint til Hollywood að sögn
Gests. Myndin sem um ræðir heitir
Síðasta fullnægingin, eða The Last
Orgasm. Gestur er með samningin
í höndunum og segist svitna
þegar hann sér tölurnar sem um
ræðir í honum. Ferlið hefur staðið
í 2-3 ár en hjólin fóru að snúast
þegar Gestur var á ferðalagi í Los
Angeles með Casper Christiansen
úr Klovn. Þá fengu þeir stuttan
fund með Adam Sandler sem leist
vel á hugmyndirnar. Gestur hefur
samningin nú í höndunum og segir
það í raun formsatriði að klára að
skrifa undir. „Ef allt gengur upp
þá verður myndin sýnd árið 2015,”
segir Gestur að lokum með mikilli
tilhlökkun.
M
yn
d/
An
na
Ó
lö
f