Mosfellingur - 10.01.2013, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 10.01.2013, Blaðsíða 30
 - Aðsendar greinar30 Sjá sölustaði á istex.is Íslenska ullin er einstök Þjónusta við mosfellinga Dögun er nýtt samvinnumiðað umbóta- afl sem sett hefur ýmis þjóðþrifamál á oddinn. Þar má nefna aðgerðir í efna- hagsmálum, nýja stjórnarskrá og upp- stokkun á stjórn fiskveiða. Dögun mun bjóða fram á landsvísu í næstu Alþing- iskosningum. Líta má á framboðið sem tillögu. Til- lögu að forgangsröðun verkefna, að- ferðafræði við lausn þeirra og tillögu að fólki til starfans. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér á framboðslista Dögunar til að fylgja eftir því starfi sem ég hef tekið þátt í undanfarin misseri og snýr að lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar og lýðræðisumbótum. Kosningarnar í vor verða kjarabarátta Kjarabarátta er til í mörgum myndum. Ein birtingarmynd þeirrar baráttu er verðtrygging- in, en ég tel nauðsynlegt að koma á þjóðarsátt um afnám hennar og almenna leiðréttingu lána. Innleiða þarf nýtt óverðtryggt húsnæðislána- kerfi þar sem áhættu af viðskiptum með lánsfé er dreift. Hverfa verður frá þeirri ofuráherslu sem lögð hefur verið á séreignarstefnuna í hús- næðismálum. Einnig þarf að skapa skilyrði fyrir heilbrigðan leigumarkað, meðal annars með opinberum leigufélögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Margir, og sér í lagi ungt fólk, eiga í erfiðleikum með að koma sér upp heimili. Á því verður að taka. Ég vil lögfesta lágmarkslaun og uppræta óútskýrðan launamun kynjanna. Stjórnir líf- eyrissjóða eiga að mínu viti að vera kosnar af sjóðsfélögum. Að sama skapi sé ég fyrir mér að forsvarsmenn stéttarfélaga og heildarsamtaka þeirra verði í framtíðinni kosnir í allsherjar- kosningu félagsmanna. Heildarendurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu verður líka að fara fram því kerfið stendur ekki undir framtíðarskuldbinding- um sínum. Þá er óhjákvæmilegt að endursemja um opinberar skuldir svo afborganir og vaxta- greiðslur ógni ekki tilverugrundvelli þjóðarinnar. Síðast en ekki síst, í þessari ótæmandi upptalningu verkefna, vil ég eindregið að ný stjórnarskrá, á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs, verði að veruleika. Vaknaði upp við vondan draum Upphaflega stóð ekki til af minni hálfu að fara út í stjórnmál þrátt fyrir áhuga á samfé- lagsmálum. Þær aðstæður sem sköpuðust á Ís- landi haustið 2008 ráku mig hins vegar af stað. Þá gegndi ég stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra hjá ferðaþjónustufyrirtæki og var ekki mjög virk- ur í opinberri umræðu. Miklu fremur vildi ég huga að því sem stóð mér næst: fjölskyldunni, heimilinu og rekstri fyrirtækisins. Svo vaknaði ég upp við vondan draum. Hafði flotið sofandi að feigðarósi. Ég lofaði sjálfum mér í framhaldi að gera allt sem í mínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að þær aðstæður sem þá voru uppi gætu myndast aftur. Með það fyrir augum tók ég að mér það sjálf- skipaða hlutverk að veita samfélaginu og stjórn- völdum aðhald. Meðal annars með því að tala við annað fólk um þjóðfélagsmál, skrifa pistla og taka þátt í stofnun og starfi Hagsmunasamtaka heimilanna sem ég veitti formennsku um tíma. Haustið 2009 var ég ráðinn til starfa fyrir Hreyf- inguna og þingmenn hennar. Vorið 2010 tók ég þátt í stofnun Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ sem bauð fram í síðustu sveitarstjórnarkosn- ingum. Íbúahreyfingin lagði upp með áhersl- ur á aukið íbúalýðræði, gegnsæi, valddreifingu, ábyrga fjármálastefnu og velferð íbúa. Íbúa- hreyfingin fékk næstflest atkvæði og vann kosn- ingasigur. Ég er nú varabæjarfulltrúi hennar. Ég hef verið virkur þátttakandi í stofnun og starfi Dögunar og sit í framkvæmdaráði félagsins. Ég býð fram krafta mína og vona að þeir geti orðið að gagni. Þórður Björn Sigurðsson Ég vil gera gagn Í kjölfar jóla og áramóta fellur til mikið magn af ýmiskonar sorpi sem ekki fellur til dags daglega, s.s. jólapappír og skot- eldaúrgangi, og ekki alltaf skýrt hvað má fara í bláu endurvinnslutunnuna sem nú stendur við hvert heimili. Allur jólapappír og pappírsúrgangur utan af leikföngum og jólagjöfum má fara í bláu endurvinnslutunnuna. Ef um mikið magn er að ræða má einnig fara með pappírinn í pappírsgáma á endurvinnslustöð Sorpu bs. við Blíðubakka. Úrgangur frá skoteldum, t.d. brunnar skottert- ur, má hins vegar ekki fara í bláu endurvinnslu- tunnunar, þótt um sé að ræða úrgang úr pappa. Í skoteldum getur verið eftir talsvert magn af púðri og öðrum óæskilegum efnum sem ekki mega fara í pappírsendurvinnslu. Slíkan úrgang ber því að setja í almennt sorp, eða skila beint á endurvinnslustöðvar Sorpu bs. ef um mikið magn er að ræða. Gæta þarf þess að ekki sé um ósprungna skotelda að ræða, en þeim skal skila í spilliefnamóttöku á endur- vinnslustöðvum Sorpu bs. Íbúar eru einnig hvattir til að hreinsa upp leifar af skoteldum í sínu nánasta umhverfi, en starfs- menn þjónustumiðstöðvar Mosfellsbæjar munu einnig koma að hreinsun eftir því sem kostur er. Tómas G. Gíslason Umhverfisstjóri         Jólapappír og flugeldasorp Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.