Mosfellingur - 10.01.2013, Page 20

Mosfellingur - 10.01.2013, Page 20
Benedikta Jónsdóttir er mikil ævintýramanneskja og hefur ferðast víða um heiminn. Hún hvetur alla til að vera óhrædda við að láta drauma sína ræt- ast því lífið eigi að vera skemmtilegt og eigi í raun að vera eitt stórt ævintýri. Í fimmtán ár hefur hún starfað í heilsu- geiranum og nýtur þess að miðla til ann- arra í formi fyrirlestra og námskeiða öllu því sem varðar heilbrigði og hamingju. „Ég fæddist á Vallá á Kjalarnesi 21. okt- óber 1947. Afi minn, Magnús Benediktsson og amma mín, Guðrún Bjarnadóttir bjuggu þá að Vallá. Foreldrar mínir, Gréta Magnús- dóttir og Jón Júlíusson fluttu að litlu Vallá þegar ég var eins árs. Ég er skírð í höfuð á langafa mínum, Benedikt Magnússyni sem byggði Vallá upp ásamt konu sinni Gunn- hildi Ólafsdóttur. Ég er elst fimm systkina en þau eru Ágústína, Perla María, Hjördís og Magnús. Tvö yngstu systkini mín eru látin en þau létust sama dag, 4. júlí 2006, annað á Íslandi og hitt í Danmörku.” Forréttindi að alast upp í sveit „Þegar ég var að alast upp var Kjalarnes- ið alvöru sveit því flestir bæir voru með kýr, kindur og hesta. Ég er sveitastelpa í húð og hár og finnst forréttindi að hafa alist upp í sveit. Það var yndislegt og gott fólk sem hafði áhrif á okkur systkinin í æsku. Konurnar voru sterkar og karlmennirnir voru dugleg- ir til vinnu. Á Vallá störfuðu margir vinnu- menn en vinnumennirnir, Jón Vilhelmsson, Halldór Vilhelmsson og Hermann Sigurðs- son, voru eins og bestu bræður okkar enda héldum við mikið upp á þá. Amma mín reyndi að gera úr mér dömu og afi sagði alltaf að ég ætti að vera dugleg eins og strákarnir, ætli ég sé ekki blanda af hvoru tveggja segir Benedikta og brosir.” Flutti ung til Ástralíu „Við fjölskyldan fluttum til Reykjavíkur 1954 og ég sótti skóla í Vogahverfi. Yfir sumartímann var ég í sveitinni á Vallá fyr- ir utan eitt sumar í Svíþjóð og tvö sumur í Leirvogstungu hjá Guðmundi frænda mínum og Selmu konunni hans. Ævintýraþráin blundaði alltaf í mér og ég flutti utan árið 1968 ásamt eiginmanni mín- um Magnúsi Ingimundarsyni og tveimur börnum okkar og varð Ástralía fyrir valinu. Þetta var frábær tími fyrir ungu fjölskyld- una og yndislegt að baða sig í sólinni við strendur Sidney. Móðursystir mín Marta bjó þar ásamt fjölskyldu sinni, það veitti okkur öryggi að vita af þeim og gaman að geta skroppið til þeirra í heimsóknir.” Börnunum tekið opnum örmum „Eftir nokkurra ára dvöl í Ástralíu ákváðum við að flytja okkur um set til Svíþjóðar þar sem skólakerfið var líkt því íslenska. Þar var börnunum tekið opnum örmum og allt gert til þess að þau væru ánægð í skólanum. Í Svíþjóð eignuð- umst við hjónin tvö börn til viðbótar. Móðir mín flutti síðan út til okkar og býr þar enn með sínum manni sem er sænskur en faðir minn lést árið 1983.” Keypti bóndabæ í Svíþjóð „Við Magnús keyptum gaml- an bóndabæ norður af Stokk- hólmi á alveg hreint frábærum stað. Þar voru nokkur epla-, peru- og kirsuberjatré og óteljandi berjarunnar og falleg blóm út um allt. Ekkert rafmagn var á bænum en það var í góðu lagi. Eldað var með eldiviði úr skóginum og við pumpuð- um vatni upp úr brunni og bárum það inn í fötum. Kertaljós og olíulampar voru um allt svo það var mjög notalegt hjá okkur. Ég var heimavinnandi og eldaði og bakaði alla daga. Kofar voru smíðaðir í trjánum og kaðlar voru settir upp til að sveifla sér á milli trjánna. Þetta var sannkallaður ævin- týraheimur bæði fyrir börn og fullorðna.” Lætur illa að stjórn „Eftir átján ára dvöl erlendis fluttum við heim til Íslands, keyptum matvöruverslun, fataverslun og myndbandaleigu og fluttum á Kjalarnesið. Tíminn leið, börnin fengu bílpróf, stúd- entspróf og voru komin með maka og fluttu að heiman eitt af öðru. Við Magnús slitum samvistir á þessum tíma þegar uppeldi barna okkar var lokið. Síðan þá á ég sambúðir að baki sem gengu ekki upp þannig að ég ákvað að það væri best fyrir mig að vera bara ein því mér var sagt að það gengi ekki að temja mig og að ég léti illa að stjórn,” segir Benedikta og hlær. Ég hef notið þess að vera frjáls og gert það sem mér dettur í hug, hef ferðast um heiminn og lent í ýmsum spennandi ævintýrum.” Hef unnið óhefðbundin störf „Ég hef prófað hin ýmsu óhefðbundnu störf eins og að vera vörubílstjóri og að vera í byggingavinnu. Eins hef ég tekið þyrlu-og flugtíma en síðastliðin fimmtán ár hef ég unnið í heilsugeiranum. Fyrst í heildsölu með lífrænar matvörur og síðar í versluninni Maður Lifandi. Í dag starfa ég sem sölustjóri Heilsutorgsins í Blómavali Skútuvogi og hef mjög mikla ánægju af mínu starfi því þar ríkir mjög góður andi. Ég hef einnig verið með námskeið og fyrirlestra í heilbrigði, hamingju og að gera lífið að ævintýri. Ókeyp- is námskeið eru framundan á nýju ári í Blómavali og hvet ég alla til að koma.” Sjálfbærni er framtíðin „Draumur minn er að heimurinn verði betri og betri með hverju árinu sem líður og fólk fari að rækta sjálft sig, fjölskyldur sínar og umhverfið á eins heilbrigðan hátt og mögulegt er. Sjálfbærni er framtíðin og það þarf að styðja við þá þróun af öllum kröftum. Hætta að menga heiminn í svona stórum stíl og eyðileggja náttúruna eins og gert er oft á tíðum í hugsunarleysi. Ég vil sjá lífrænan heim án eiturefna og útrýma öllu erfðabreyttu áður en það útrýmir mannkyninu. Stoppa alla klónun á dýrum og mönnum.” Rétti tíminn til að staldra við „Ég vil láta setja steinharðar skorður á lyfjafyrirtækin sem eru orðin siðlaus í öllum gróðanum sem þau hafa náð í áraraðir. Það gengur ekki að meirihluti af mannkyninu sé á lyfjum alla daga eins og er algengt í hinum vestræna heimi þegar til eru náttúrulegar leiðir. Risastóru fyrirtækin þarf að minnka og verksmiðjubúum með dýrum þarf að breyta í eðlilegt horf. Nú er rétti tíminn til að staldra við og hugsa hlutina upp á nýtt, út með það sem er ekki gott fyrir mannkynið og finna nýj- ar og heilbrigðari leiðir,” segir Benedikta ákveðin á svip er við kveðjumst. Myndir: Ruth Örnólfs og úr einkasafni MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Benedikta Jónsdóttir lífsstíls- og heilsuráðgjafi vill sjá heiminn án eiturefna og vill útrýma öllu erfðabreyttu áður en það útrýmir mannkyninu. Ertu A eða B manneskja? Ég er bæði A og B manneskja, fer eftir því hvar í heiminum ég er stödd. Hvern myndir þú helst vilja hitta? Mér líkar best við víðsýnt, jákvætt, bjart- sýnt og duglegt fólk með húmor en get ekki nefnt einhvern einn í augnablikinu. Uppáhaldsmatur? Ég hef dýraafurðir í lágmarki, er meira fyrir grænmetisrétti og hráfæði. Hvert er þitt besta takmark í lífinu? Það er að geta haft áhrif til að skapa betri og heilbrigðari heim. Uppáhaldstónlistarmaður? Það er erfitt að gera upp á milli en ætli ég segi ekki Elvis Presley. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Mér finnst æðislegt að horfa yfir Mosfellsbæ ofan af Esjunni en það hef ég gert æði oft. Eitt atriði sem fólk veit ekki um þig? Ég dey aldrei ráðalaus. Uppáhaldsfylgihluturinn þinn? Varaliturinn minn. HIN HLIÐIN Amma mín reyndi að gera úr mér dömu og afi sagði alltaf að ég ætti að vera dugleg eins og strákarnir, ætli ég sé ekki blanda af hvoru tveggja. - Viðtal / Mosfellingurinn Benedikta Jónsdóttir20 Systkinin að Vallá, Perla, Benedikta, Hjördís, Ágústína og Magnús. með hundinum darling í ástralíu 2012 Sjálfbærni er framtíðin Börn og frændsystkini, lennart, Birgitta, gréta, arnar, Pia og erik.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.