Mosfellingur - 10.01.2013, Blaðsíða 26

Mosfellingur - 10.01.2013, Blaðsíða 26
Getraunaleikurinn hefst á laugardaginn Hinn vinsæli hópaleikur Aftureld- ingar í getraunum hefur að nýju göngu sína laugardaginn 12. janúar n.k. Að venju er tippað á Hvíta riddaranum alla laugardaga kl. 11.45-13. Innanfélags hópaleikur- inn fer þannig fram að tveir mynda hvern hóp og fá tvær raðir til að tippa á allar laugardaga meðan á leiknum stendur. Mótsgjaldið er kr. 2.000 á mann. Tippað er alla laugar- daga í 10 vikur. Morgunverðarhlað- borð er opið á Hvíta riddaranum sem menn gæða sér á meðan verið er að leggja á ráðin og fylla út seðl- ana. Betri röð hópsins gildir hverju sinni inn í hópakeppnina. Frjálst er að senda aðra röðina eða báðar inn í kerfi getrauna, en fyrir það er greitt sérstaklega. Hópaleikurinn hefur verið skemmtileg leið fyrir félaga, feðga, feðgin, nágranna og vini og ýmsa fleiri til að mæta saman að tippa, hitta aðra og ræða málin yfir kaffibolla á laugardögum. Fótbolta QUIZ næstu þrjá fimmtudaga Fótbolta QUIZ verður haldið á Hvíta riddaranum næstu þrjú fimmtu- dagskvöld, fyrst 10. janúar kl. 20.30. Þrjátíu fótbolta- spurningar, þar af bæði mynda og videospurn- ingar. Spyrill og spurningastjóri er Magnús Már Ein- arsson ritstjóri á www.fotbolti.net og leikmaður meistaraflokks Aftur- eldingar. Verðlaun verða veitt fyrir þjú efstu sætin hvert kvöld. Fótbolta QUIZ röðin er fjáröflun fyrir knatt- spyrnustarfið í Aftureldingu. Frá- bært starf og hefur forvarnargildi, ekki hika, bara mæta. Keppnisgjald er kr. 1000 á hvern keppanda, en tveir mega vera saman í liði KARATEDEILD Aftureldingar ÆFINGATAFLA byrjendur mánudaga miðvikudaga föstudaga 6-9 ára 16:00-16:45 14:30-15:15 10-13 ára 16:45-17:45 15:15-16:00 fullorðnir 20:00-21:00 20:00-21:00 Æfingatímabil: 7. janúar - 7. júní 2013 18.000.- kr. Karatepeysa fylgir æfingagjöldum - frí prufuæfing Karateæfingar: Yngri flokkar: Íþróttahúsið við Varmá Fullorðnir: Karatesalurinn í Egilshöll Framhaldshópar: Óbreyttir æfingartímar Nánari upplýsingar: www.afturelding/karate - karate@afturelding.is Byrjendanámskeið í KARATE - Íþróttir3426 Í desember biðlaði stjórn Aftureldingar til allra foreldra og forráðarmanna barna í Aft- ureldingu um að skrá sig í félagatal félags- ins. „Þetta var gert sem liður í mótmælum félagsins við útdeilingu á lottótekjum sem við í Aftureldingu teljum vera með óeðli- legum hætti,“ segir Jóhann Már Helgason framkvæmdastjóri Aftureldingar. Í næsta mánuði mun félagið standa fyrir nýju félagatali með því að gefa út kort til handa öllum félögum í Aftureldingu gegn vægu gjaldi. Hugsunin á bakvið þetta er tekin frá öðrum stórum íþróttafélögum í kringum okkur og ætlað sem fjáröflun fyrir félagið sem hefur staðið höllum fæti á erf- iðum tímum. Þurfum aðstoð allra Mosfellinga „Þeir sem gerast félagar í Aftureldingu munu hljóta afslætti í gegnum kortið og hafa kosningarétt á aðalfundi félagsins og geta þar af leiðandi haft bein áhrif inn- an félagsins ár hvert. Ungmennafélagið Afturelding gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki fyrir Mosfellsbæ. Til þess að geta gert gott félag ennþá betra þurfum við á að- stoð allra Mosfellinga að halda þegar kallið kemur í febrúar,“ segir Jóhann Már. Stelpurnar unnu sinn fyrsta sigur í deildinni Á þriðjudagskvöldið lék Afturelding gegn Selfoss í meistaraflokk kvenna í handbolta. N1-deildin hófst þá á nýjan leik eftir vetrarfrí. Afturelding hefur vermt botnsæti deildarinnar og var því kærkomið að landa fyrsta sigri vetrarins og jafnframt þeim fyrsta í N1-deild kvenna. Loka- tölur urðu 25-24. Staðan í hálfleik var 13-12, Aftureldingu í vil. Hekla Daðadóttir átti afar góðan dag í liði Aftureldingar í kvöld og skoraði 11 mörk og þá skoraði Sara Kristjáns- dóttir 7 mörk. Félagið mótmælir útdeilingu á lottótekjum • Gefa út kort handa öllum félagsmönnum Nýtt félagatal Aftureldingar Lottótekjur skipta sköpum fyrir íþróttafélögin.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.