Mosfellingur - 16.05.2013, Side 8
Eldri borgarar
Heimsókn frá Sjúkratryggingum
Nýju lyfjalögin
Guðrún Björg Elíasdóttir hjá Sjúkratrygg-
ingum Íslands kemur til okkar í félagsstarf-
ið kl. 14.00 þriðjudaginn 21. maí og ætlar
að kynna og tala um nýju lyfjalögin.
Allir velkomnir.
Þann 4. maí 2013 tóku gildi nýjar reglur
varðandi lyfjakaup. Megin markmiðið
með lögunum er að auka jafnræði milli
einstaklinga óháð sjúkdómum og draga
úr lyfjakostnaði þeirra sem þurfa að nota
mikið af lyfjum.
Sumarferð 2013
Minnum á að það þarf að klára að gera
upp sumarferðina 2013 eigi síðar en 1. júní.
Lokagjaldið má greiða til Elvu hjá
Félagsstarfi aldraðra að Hlaðhömrum
eða inn á reikning FaMos, í Arion banka.
Reikningsnúmerið er 0315-13-301697 og
kennitala 471102-2450. Þeir sem greiða í
bankanum, vinsamlegast biðjið bankann
um að senda staðfestingu á greiðslu á
póstfangið kallilofts@simnet.is
Kveðja Ferðanefndin
Bingó og félagsvist
Bingó verður haldið föstudaginn 17. maí kl
13:00 í félagsstarfi eldri borgara. Aðgans-
eyrir er 500 kr. Kaffi og meðlæti í boði og
flottir vinningar. Síðasta spilavist vetrarins
verður föstudaginn 31. mai kl 13:00.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Kvennahlaup/ganga
Verður farin frá Eirhömrum verður mið-
vikudaginn 5. júni kl 14:00. Umsjónarmenn
verða Alfa og Halla Karen. Skráning er á
skrifstofu félagsstarfsins á Eirhömrum
frá 28.maí kl 13-16 þar sem að bolir verða
einnig afhentir. Heiðursmenn afhenta
verðlaunapening og rós að loknu hlaupi/
göngu. ATH. Vegalengd verður miðuð við
getu hvers þáttakanda
Ættfræðihópur
Langar ykkur að vera með í ættfræðihóp
sem tekur til starfa næsta haust. Áhuga-
samir endilega hafið samband við Elvu í
félagsstarfinu milli kl. 13:00-16:00 alla virka
daga eða í síma 586-8014 eða 698-0090
eða á netfangið elvab@mos.is.
Námskeiðahald haust 2013
Félagsstarfið óskar eftir áhugasömu
handverksfólki bæði konum og körlum
sem hefði áhuga á að setja upp ýmisskonar
stutt og lengri námskeið í félagsstarfinu.
Mannauðurinn er mikill í Mosfellsbæ og
margt fólk sem býr yfir mikilli þekkingu
sem gaman væri að heyra um. Aðstaða
til námskeiðahald er orðin mjög góð á
Eirhömrum og viljum við reyna að skapa
fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir eldri
borgara. Áhugasamir aðilar endilega
hafðið samband við Elvu forstöðumann
félagsstarfsins á skrifstofutíma milli 13:00-
16:00 eða í síma 586-8014 eða 698-0090
eða á netfangið elvab@mos.is
Skrifstofa félgsstarfsins er opin alla
virka daga milli kl 13:00-16:00.
Allar upplýsingar og skráningar
eru hjá forstöðumanni félagsstarfsins
í síma 586-8014 eða 698-0090
- Fréttir úr bæjarlífinu8
Bjóða upp á 11 daga
ferð til Shetlandseyja
Iceland Traveller og Culture and
Craft ætla að bjóða upp á 11 daga
fræðslu- og menningarferð til Shet-
landseyja. Flogið er til Glasgow og
þaðan til Leirvíkur. Þá eru næstu 5
dagar notaðir í að kynnast búskap-
arháttum eyjaskeggja auk þess að
sitja ráðstefnu um sjálfbærni, gæða-
mál og sjaldgæf sauðfjárafbrigði í
Norður-Atlantshafi. Ráðstefnuna
sitja Norðmenn og Færeyingar auk
Íslendinga. Farið er í menningarferð
til að skoða menjar um víkingatíma-
bilið eða jafnvel ennþá eldri tíma
auk bændabýlis sem býður upp á
heilbrigð og hamingjusöm dýr og
allt lífrænt. Eftir ráðstefnuna er
haldið aftur til Glasgow. Þá verður
farið í dagsferð um Skotland og
skoðuð lítil spunaverksmiðja (Mini
Mill) og Alpaca búgarður. Síðustu
tvær næturnar eru í Edinborg sem
er einstaklega falleg borg með fullt
af áhugaverðum stöðum, kaffihús-
um og verslunum. Takmarkaður
sætafjöldi við 30 manns. Nánari
dagskrá á cultureandcraft.com.
Ábendingar óskast
um bæjarlistamann
Menningarmálanefnd Mosfells-
bæjar óskar eftir ábendingum um
bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2013.
Bæjarlistamanni
er jafnframt
veittur menn-
ingarstyrkur og
verður útnefning
að vanda tilkynnt
í tengslum við
bæjarhátíð
Mosfellsbæjar,
Í túninu heima. Ábendingar skulu
berast rafrænt í gegnum heimasíðu
bæjarins fyrir 1. júní. Núverandi
bæjarlistamaður er Páll Helgason.
Á Degi umhverfisins, 25. apríl, voru frið-
lýstir tveir fossar í Mosfellsbæ. Svandís
Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Kristín
Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofn-
unar og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
í Mosfellsbæ skrifuðu undir friðlýsingu
Álafoss og Tungufoss.
Hinn sögufrægi Álafoss í Varmá rennur
í gegnum Álafosskvos í Mosfellsbæ. Varmá
er á náttúrurminjaskrá frá upptökum til ósa
en áin og fossinn tengjast ríkulega atvinnu-
og íþróttasögu Mosfellsbæjar. Svæðið sem
er fjölsótt útivistarsvæði hefur sögu- og
fræðslugildi. Ullarvinnsla hófst við Ála-
foss árið 1896 og vegna starfseminnar var
áin stífluð ofan við fossinn. Myndaðist þá
talsvert dýpi í ylvolgri Varmánni sem notað
var til sundiðkunar og dýfinga. Enn má sjá
leifar af tveimur dýfingapöllum og stíflunni
ofan við fossinn.
Vernda fossana og minjarnar í kring
Tungufoss er fallegur foss neðarlega í
Köldukvísl í Mosfellsbæ á móts við Leir-
vogstungu. Við Tungufoss má sjá leifar
af heimarafstöð sem var reist árið 1930 af
bóndanum í Leirvogstungu og bræðrum
hans. Nærsvæði fossins er vinsælt til úti-
vistar.
Samtals er hið friðlýsta svæði um 2,8
hektarar að stærð. Markmið með friðlýsing-
unni er að vernda fossana sjálfa og minjar
við og í kringum þá.
Unnið er að stofnun fólkvangs norðan
Helgufoss í samstarfi við ríkið sem á landið
norðan við ána á þessum stað.
Alls 2,8 hektarar friðlýstir • Unnið að stofnun fólkvangs norðan Helgufoss
Álafoss og Tungufoss frið-
lýstir á Degi umhverfisins
„Allt er breytingum háð; allt fram
streymir endalaust, bæði tíminn og
vatnið sem Steinn
Steinarr orti svo
eftirminnilega um.
Nú ganga menn ekki
lengur um grundir í
fötum úr Álafossdúk,
líkt og á dögum
Steins,“ sagði Bjarki
Bjarnason formaður umhverfisnefndar
við friðlýsinguna. Hann tók sér jafnframt
það bessaleyfi að sveigja skáldskap sem
Steinn hafði ort og endurvann gamla vísu
í tilefni dagsins:
Sólskinið glampar á grundum
og golan blæs svöl á oss.
Vér fögnum á fornum slóðum
og friðlýsum Álafoss.
allt er breytingum hÁð
tungufoss
í köldukvísl
forstjóri umhverfisstofn-
unar, umhverfisráðherra og
bæjarstjóri mosfellsbæjar