Mosfellingur - 16.05.2013, Síða 12

Mosfellingur - 16.05.2013, Síða 12
 - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ12 kjarnafæðis grill lambalærisneiðar Við bjóðum upp á vikunámskeið frá mánudegi til föstudags frá kl. 9-12 eða kl. 13-16. Stubbanámskeið verður fyrir 4-6 ára vikuna 22.-26. júlí frá kl. 9-12. Allar nánari upplýsingar má finna inn á: www.hestamennt.is. Skráningar fara fram í gegnum netfangið: hestamennt@hestamennt.is eða í síma: 899 6972 - Berglind. ReiðSkóli HeStamenntaR Reiðskóli Hestamenntar er staddur í hesthúsahverfinu við Varmárbakka í mosfellsbæ. námskeiðin eru fyrir börn og unglinga frá 6-14 ára og hefjast þau 10. júní og standa til 23. ágúst. Krakkar úr 8., 9. og 10. bekk eru að setja upp söngleik í félagsmiðstöðinni Bólinu. Söngleikurinn heitir Kjallarinn og var settur saman úr hugmyndavinnu krakkanna. Sagan fjallar um krakka í grunnskóla sem taka upp á því að fara í andaglas í skólanum sínum. Lenda þau í miklu klandri út frá því og þurfa að leysa úr því í sameiningu. Tekin eru ýmis fræg og vinsæl lög, bæði íslensk og erlend. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og tilraunarkennt verkefni, þar sem leikur og söngur eru ekki einu listformin, heldur blandast líka kvikmyndagerð og hljóðlist við. Sýningar á Kjallaranum standa yfir 1., 2. og 3. júní og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar eru í síma 566-6058. Félagsmiðstöðin sýnir verkið Kjallarinn • Sýnt í byrjun júní Setja upp söngleik Ný og endurbætt þjónustustöð Olís við Langatanga hefur verið opnuð. Quiznos og 66 grill hafa opnað á stöðinni sem nú er opinn allan sólarhringinn. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu og hægt er að setjast niður á staðnum og fá sér í gogginn. Endurbætt Olísstöð Eitt aðaleinkenni skólastarfsins í Framhalds-skólanum í Mosfellsbæ er að kennslustund- irnar eru að mörgu leyti nýstárlegar þar sem nemendur læra námsefnið í gegnum verk- efni sem þeir vinna með stuðningi kennara. „Hugmyndafræði og kennsluhættir skólans einkennast þannig af því að nemendur eru virkir þátttakendur í eigin námi, öðlast sjálfstæði og stjórna námshraða sínum með góðum stuðningi kennara og námsráðgjafa. Notaðar eru fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og námsmat sem er stöðugt í gangi og miðast við hugmyndir um leið- sagnarmat,“ segir Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólastjóri FMOS. Upplýsingatæknin er notuð til að auka fjölbreytni í skólastarfinu, kennslukerfi á netinu er notað til að koma upplýsingum, áætlunum, námsefni og fyrirmælum til nemenda, auk þess sem verkefnaskil fara að mestu fram á kennslukerfinu. Hvers kyns tæki, tölvur, símar og spjaldtölvur eru notuð á margvíslegan hátt í verkefnavinn- unni. Ekki sérstakur prófatími Ein sérstaða FMOS er að ekki er sérstak- ur prófatími því að leiðsagnarmatið fer fram alla önnina. Tvær síðustu vikurnar er kennslan brotin upp með verkefnadögum þar sem nemendur vinna lokaverkefni í lengri lotum en venjulega. FMOS leggur áherslu á að vera í góðum tengslum við umhverfi sitt, bæði hvað varðar listir og menningu, íþróttir og lýðheilsu og annað það sem einkennir mannlíf í Mosfellsbæ. Sigrún Theodóra Steinþórsdóttir listgreinakennari við skól- ann er með skemmtilega nálgun á kennsl- una. „Ég kenni áfanga eins og Hönnun úr náttúruefnum, Hönnun og blönduð tækni og Hönnun úr textílefnum. Þessir áfangar bjóða upp á að nemendur spreyti sig á ólíkri tækni og aðferðum hönnunar í efni eins og náttúruefni, gifs, pappír, steypu, leir, gler, vír og mismunandi textílefni. Ég vil ýta undir félagsþroska nemenda minna með því að leyfa þeim að kynnast innbyrðis á sinn hátt og hef tímana mjög frjálslega og afslappaða. Þannig myndast skemmtilegt andrúmsloft hjá nemendum sem virkjar sköpunarkraft þeirra og áhuga á fagurfræði,“ segir Sigrún Theodóra. Nemendur ánægðir með kennsluna Í Hönnun úr náttúruefnum kenni ég nemendum mínum m.a. að tálga úr trjá- tegundum eins og birki, ösp og víði. Við notumst við fallin tré hérna í Mosfellsbæ og höfum fengið gefins efnivið frá fólki sem þarf að losa sig við tré úr görðunum sínum. Eins notum við önnur náttúruefni eins og steina, laufblöð, kuðunga og skeljar og í raun allt sem er í boði hérna í umhverfi okkar. Við höfum farið í heimsókn í Ásgarð í Álafosskvosinni og kynnst starfseminni þar, því þar er einmitt tálgunin notuð mikið svo úr verða fallegir hlutir. Í þessum áföngum er líka farið í útieldhús með hlóðum sem Varmárskóli hefur verið svo almennilegur að lána okkur og tálgaðir grillpinnar sem notaðir eru til að grilla pylsur og baka brauð yfir opnum eldi. Þetta vekur alltaf jafn mikla lukku,“ segir Sigrún Theódóra. „Í áfanganum Hönnun og blönduð tækni vinnum við m.a. með pappír, gifs, leir, steypu, járn, flísar og fleira spennandi. Í þessum áfanga er vinsælt að gera grímur, hatta, skálar, figúrur og fleira og í áfangan- um Hönnun úr textílefnum eru miðaðir við verkefni og vinnu úr mismunandi textílefn- um eins og óróar, þæfðar nælur og skart, tuskudýragerð, þrykking á boli, hnýtt arm- bönd og margt fleira í svipuðum dúr. Þessi nálgun að námsefninu hefur reynst vel og nemendur ánægðir með kennsluna,“ segir Sigrún Theodóra að lokum. Sköpunarkrafturinn virkjaður • Góð tengsl við umhverfið Nýstárlegar kennslu- aðferðir í FMOS

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.