Mosfellingur - 16.05.2013, Page 14
- Bæjarblað í 10 ár14
VIÐ ÞÖKKUM
ÖLLUM NÖGLUM Á ÍSLANDI
VEL UNNIN STÖRF Í VETUR.
SJÁUMST AFTUR 1. NÓVEMBER.
Á DEKKJAHÓTELI N1
BÝÐST ÞÉR AÐ
GEYMA DEKKIN
GEGN VÆGUGJALDI
ÞÚ FÆRÐ MIKIÐ ÚRVAL AF DEKKJUM OG FLJÓTA OG ÖRUGGA ÞJÓNUSTU HJÁ N1
Meira í leiðinniWWW.DEKK.IS
N1 LANGATANGI 1A
OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA KL. 8-18
OG LAUGARDAGA KL. 9-13
SÍMI 440 1378
Það verður í nógu að snúast í Bæjarleik-
húsinu í sumar, eins og síðustu sumur. Hin
vinsælu námskeið Leikfélags Mosfells-
sveitar, Leikgleði, snúa aftur og hafa aldrei
verið fjölbreyttari. Námskeið eru í boði fyrir
krakka á aldrinum 6-8 ára, 9-12 ára og 13-
16 ára. Á námskeiðunum vinna nemendur
með sjálfstraust, framkomu og framsögn,
sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu
þáttum sem snúa að leikhússtarfi. Í ár verð-
ur m.a. sett upp leikrit, unnið með spuna,
söng, dans og sirkuslistir. Í lok hvers nám-
skeiðs verður sett upp metnaðarfull sýning
með afrakstri námskeiðsins.
Tryggið ykkur pláss sem fyrst, því oft hafa
færri komist að en hafa viljað. Upplýsingar
má finna á www.leikgledi2013.tk og skrán-
ing fer fram á leikgledi@gmail.com.
Ljósakórinn eyddi skemmtilegum dögum
í Færeyjum dagana 22.-26. apríl. Ferðin
heppnaðist frábærlega vel og móttökurnar
voru mjög góðar, eins og Færeyingar segja
sjálfir: „Føroyingar eru kendir fyri okkara
gestablídni.” Í ferðinni voru 15 stúlkur, ein
mamma, tvær ömmur og Berglind Björg-
úlfsdóttir kórstjóri. Þetta var fríður og
föngulegur kvennahópur.
KFUK og skátarnir í Þórshöfn skutu
skjólshúsi yfir kórinn. Kórinn ferðaðist
með leigubílum frá áætlunarbílastöðinni í
Þórshöfn á gististaðinn. Það þurfti að kalla
út næstum allan leigubílaflota Þórshafnar
þegar Ljósakórinn var á ferð. Gist var í
dásamlega fallegu stóru, gömlu, rauðu húsi
efst í bænum, sem skátarnir og KFUK eiga
saman.
Spiluðu fótbolta með Klaksvík
Kórinn heimsótti Klaksvík sem er 5000
manna bær á Norðureyjunum. Gestrisnin
var alltaf sú sama. Í Klaksvík gisti kórinn
í „Skálanum” sem Dansfélagið á. Það var
farið í sund, sundlaugin í Klaksvík er ein-
staklega glæsileg. Allir voru boðnir og búnir
og laugin opnuð sérstaklega fyrir kórinn.
Ljósakórinn fékk að spila fótbolta með 4.
flokki stúlkna í Klaksvík, því margar í kórn-
um æfa fótbolta. Kórstúlkur voru fljótar að
kynnast krökkunum í Klaksvík og formaður
Dansfélagsins kenndi kórnum færeysk lög
og dansa ásamt unglingunum á staðnum.
Lopapeysurnar vöktu athygli
Kórinn söng í guðþjónustu í Christians-
kirkjunni í Klaksvík sem er ein af veglegri
kirkjum Færeyja. Eftir guðþjónustuna var
öllum boðið upp á heita máltíð í safnaðar-
heimilinu auk þess sem Ósaskóli í Klaksvík
var líka heimsóttur.
Færeyingarnir voru á leið í fjögurra daga
frí, fánadeginum var fagnað fimmtudaginn
25. apríl og Dýri Biðidagur (bænadagur) var
föstudaginn 26. apríl. Íslensku lopapeys-
urnar vöktu athygli og prjónakonur skiptust
á færeyskum og íslenskum prjónauppskrift-
um. Það var gott veður og mikil stemmning
í Þórshöfn.
Syngja í hátíðarmessu á sunnudaginn
Kórinn kvaddi Færeyjar með trega. Þetta
var yndisleg ferð og móttökurnar stórkost-
legar. Kórinn og fararstjórar vilja þakka
Elsbu Danjálsdóttur hjá Færeysku sendi-
skrifstofunni, Jógvan Hansen, Hreiðari Erni
hjá Lágafellssókn og séra Hanus á Gørðum
prestinum í Klaksvík fyrir að greiða götu
kórsins í Færeyjum. Einnig þakkar kórinn
öllum sem styrktu ferðina. Þess má geta
að stúlkur úr Ljósakórnum syngja í hátíð-
armessu í Lágafellskirkju á hvítasunnudag
þann 19. maí.
Barnakór á vegum bæjar og kirkju • Lögðu land undir fót
Ljósakórinn í söng
ferð til Færeyja
stelpurnar í ljósa-
kórnum ásamt berglindi
Leikgleði í sumar
svipmyndir frá vortónleik
um
karlakórs kjalnesinga
gísli, egill og
jón magnús
glímt á milli laga
sungið af innlifun
M
yn
d/
Ra
gg
iÓ
la
...kemur ferskur beint úr Fiskbúðinni Mos.
Eldaður að hætti kokksins.fiskur dagsins
HáHolt 13 - s. 5666-222
1.990 kr.