Mosfellingur - 16.05.2013, Síða 24

Mosfellingur - 16.05.2013, Síða 24
Sólin skein hátt á lofti og Esjan skart-aði sínu fegursta er ég heimsótti Sig-urð Helga á heimili hans í Akurholti. Tíkin Perla fylgdi húsbónda sínum hvert fótmál og fylgdist með framvindu mála. Árið 2003 byrjaði Sigurður Helgi að syngja í kór en lét ekki staðar numið þar heldur tók hann sig til og stofnaði ferskan rokk-karlakór sem fékk nafnið Stormsveitin. Þeir félagar hafa átt mikl- um vinsældum að fagna og nú blása þeir til stórtónleika í Austurbæ. „Ég bjó fyrstu ár ævi minnar í Reykja- vík en árið 1975 flutti fjölskyldan í Mos- fellssveit. Foreldrar mínir keyptu fokhelt einbýlishús í Arnartanganum og luku við byggingu þess. Það var frábært að búa svona uppi í sveit, samfélagið var lítið á þessum tíma og allir þekktu alla. Það var mikið af krökkum í götunni og alltaf eitt- hvað í gangi. Við vorum með hesta þar sem Leirutang- inn er núna og gátum fylgst með þeim út um eldhúsgluggann. Ég man líka eftir því að foreldrar mínir voru ekki par hrifnir af því að rollurnar voru að koma inn í garðinn á nóttunni og éta blómin,“ segir Sigurður og brosir að minningunni. Sigurður Helgi fæddist í Reykjavík 3. jan- úar 1971. Foreldrar hans eru þau Hjördís Sigurðardóttir verslunarmaður og Hans Þór Jensson dúklagningameistari og saxafón- leikari. Sigurður er yngstur þriggja bræðra en bræður hans eru Hilmar dúklagninga- meistari og Jens tónlistarmaður. Gott að búa í sveit „Ég byrjaði í sex ára bekk hjá Sigríði Johnsen en Klara Klængsdóttir kenndi mér í öðrum bekk. Vorið 1980 datt foreldrum mínum það í hug að gerast bændur og við fjölskyldan fluttum að Álftárósi á Mýrum. Við vorum með 25 beljur, 300 rollur ásamt hænum og hestum. Við vorum líka með æðavarp þannig að maður kynntist ýmsum hlutum. Þetta var yndislegur tími og gott að kynnast sveitinni, ég hef alltaf verið mikill sveitamaður í mér. Ég gekk í Varmalandsskóla í Borgarfirði sem var á þessum tíma heimavistarskóli.” Lærði að vinna í Víðidalnum „Haustið 1982 fluttum við aftur í Mos- fellsbæ og þá í Byggðarholtið. Ég fór aftur í Varmárskóla og svo í Gagnfræðaskólann og útskrifast þaðan vorið 1987. Það var gaman að vera unglingur í Mosfellsbæ, vinahópur- inn var stór og enn í dag höldum við hóp- inn og köllum okkur Blágrasafélagið. Ég var í sveit á Syðra – Kolugili í Víðidal tvö sumur og þar lærði ég að vinna. Þar var mjög gaman þó það hafi verið erfitt á köflum, sökum mikillar vinnu.” Stofnaði hljómsveit „Ég spilaði á básúnu í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar í nokkra vetur og fékk þar góðan tónlistargrunn en ég sé alltaf eftir því að hafa ekki lært meira í tónlist á mínum uppvaxtarárum. Ég og félagar mínir fjárfestum í hljóðfærum og stofnuðum hljómsveit. Ég tók að mér að vera trommari og við æfðum og æfðum en árangurinn var kannski ekki alltaf í samræmi við það,” segir Siggi og hlær. „Við spiluðum eitthvað á skólaböllum og í félagsmiðstöðvum.” Söng lög með U2 „Ég vann tvö sumur í byggingarvinnu en haustið 1987 byrjaði ég í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti. Þetta var flottur skóli og mikið um að vera. Ég tók þátt í uppsetn- ingu árshátíðarinnar það ár í Háskólabíói og söng þar lög með U2. Ég hætti í FB og byrjaði að læra dúklagnir og veggfóðrun haustið 1988. Ég hafði verið að vinna tölu- vert við þetta hjá pabba og líkaði vel.” Mitt mesta gæfuspor „Með Leikélagi Mosfellssveitar tók ég þátt í nokkrum uppsetningum á leikritum og það var frábær tími. Það var þar sem ég uppgötvaði að ég gæti sungið. Það var mikið af ungum krökkum í Leikfélaginu á þessum tíma og þar hitti ég konuna mína. Við vorum búin að þekkjast í tvö ár þegar við byrjuðum saman árið 1990. Það er mitt mesta gæfuspor í lífinu, við Alda erum mjög samheldin og eiginlega sköpuð fyrir hvort annað.” Yndislegt útsýni yfir Leirvoginn „Frumburðurinn okkar hann Arnór fæddist árið 1991. Við bjuggum fyrstu tvö árin hjá tengdaforeldrum mínum, Herdísi Þorgeirsdóttur og Frímanni K. Sigmunds- syni en fluttum svo í okkar eigið húsnæði. Dóttir okkar, Brynja Dís fæddist síðan árið 1993 og sú yngsta Eva Dís fæddist árið 2001. Tengdabörnin okkar eru tvö, þau Heiðar Freyr og Ingibjörg Birna. Síðastliðin ellefu ár höfum við búið í Akurholtinu og hér líður okkur einstaklega vel með fallegt útsýni yfir Leirvoginn og Snæfellsjökul út um eldhúsgluggann.” Hóf innflutning á múr- og flotefnum „Maður hafði takmarkaðan tíma með fjölskyldunni fyrstu búskaparárin en mað- ur hefur lært með tímanum að nýta hverja stund vel. Aðaláhugamál fjölskyldunnar eru ferðalög. Ég hef nú starfað við dúklagnir og flotun gólfa í 25 ár, ég kláraði sveinsprófið árið 1997 og meistaraskólann árið 2000. Við pabbi hófum innflutning á flot- og múrefn- um frá Weber Ltd. í Bretlandi. Ég kann vel við að vera í eigin rekstri og þetta hefur verið lærdómsríkur tími. Alda hefur unnið ýmis störf en fyrir nokkrum árum byrjaði hún að hanna sína eigin fatalínu undir nafninu AS design og starfar við það í dag.” Stofnaði rokk-karlakór „Árið 2003 byrjaði ég að syngja með Karlakór Kjalnesinga. Ég sé ekki eftir því enda frábær félagsskapur. Ég hef mikla ástríðu fyrir söng og þegar ég var búinn að syngja með kórnum í nokkur ár þá langaði mig til þess að taka þetta aðeins lengra. Ég fór að læra hjá Heru Björk Þórhalls- dóttur og hún reyndist mér mjög vel. Einn daginn fékk ég þá hugmynd að að taka upp fjórraddað íslenskt karlakórslag og flytja það í rokkútsetningu. Ég fékk Arnór son minn og Jenna bróður til að vinna tónlistina fyrir upp- tökur og hóaði svo saman nokkrum félögum mínum sem allir höfðu sungið í karlakór. Upp úr þessu varð Stormsveitin til.” Viðtökurnar vægast sagt frábærar „Stormveitin er skipuð fimm manna hljómsveit og 20 manna karlakór. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í þegar þetta fór af stað en þetta er eitt af því skemmti- legasta sem ég hef gert. Páll Helgason hefur útsett mikið fyrir okkur og verið listrænn ráðgjafi sem hefur skipt sköpum. Stormsveitin hefur komið fram við hin ýmsu tækifæri s.l. eitt og hálft ár og viðtök- urnar hafa verið vægast sagt frábærar. Nú stefnum við á stórtónleika í Austurbæ 25. maí og við lofum magnaðri rokkveislu,” segir Sigurður Helgi að lokum er við kveðjumst. - Mosfellingurinn Sigurður Helgi Hansson24 Mynd­ir: Ruth Örnólfs, Ólína Kristín Margeirsd­óttir og úr einkasafni MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Við vorum búin að þekkjast í tvö ár þegar við byrjuðum saman árið 1990. Það er mitt mesta gæfuspor í lífinu, við Alda erum mjög samheldin og eigin- lega sköpuð fyrir hvort annað. Fjölskyld­an í Akurholtinu: Sigurður, Eva Dís, Ald­a, Brynja Dís, Heiðar Freyr, Ingibjörg Birna og Arnór. Lofar magnaðri rokkveislu Sigurður Helgi Hansson dúklagninga- og veggfóðrarameistari er stofnandi Stormsveitarinnar sem heldur stórtónleika í Austurbæ þann 25. maí. Hver er þín helsta fyrirmynd? Konan mín. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Útsýnið af pallinum hjá mér á fallegu sumarkvöldi. Uppáhaldssöngvari? Elvis Presley. Hvaða litur lýsir þér best? Rauður. Uppáhaldsgræjan á heimilinu? Cadillacinn. Hverju safnar þú? Góðu fólki í kringum mig. Eitt atriði um þig sem fólk veit ekki um? Ég er vitlaus í saltað hrossakjöt. Besti sjónvarpsþátturinn? Top Gear. HIN HLIÐIN

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.