Mosfellingur - 16.05.2013, Blaðsíða 34
a
MÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA
f
FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI
Subaru XV 4WD - árg. 2012
Þægileg og háþróuð kennslubifreið
Akstursmat og endurtökupróf
Ökukennsla
Gylfa Guðjónssonar
Sími: 696 0042
Sími: 894-7200 I Finndu okkur á facebook
• Sprautulökkum innréttingar, hurðir, húsgögn ofl.
• Smíðum innréttingar
• Tökum niður og setjum upp innréttingar ef óskað er.
• Sækjum og sendum frítt á höfuðborgarsvæðinu
• Föst verðtilboð
GNÁ SPRAUTUN
- Aðsendar greinar34
Snyrti-, nudd & fótaaðgerðastofan
Líkami og sál
Þverholti 11 - s. 566 6307
www.likamiogsal.is
Verið hjartanlega velkomin!
Þjónusta við mosfellinga
hundaeftirlitið í mosfellsbæ
lausaganga
hunda er bönnuð
handsömunargjald fyrir hund
í lausagöngu er 24.500 kr.
hundaeftirlitið í mosfellsbæ
hundaeftirlit@mos.is
Þjónustustöð s. 566 8450
Það eru kannski ekki margir sem gera sér grein
fyrir því að Mosfellsbær státar af einu besta
fuglaskoðunarhúsi landsins. Húsið er staðsett á
frábærum stað við Langatanga við Leiruvog, neð-
an við golfvöll Kjalar. Aðgengi að húsinu er gott
með göngustígum sem liggja meðfram strönd-
inni eða frá bílastæði við golfskálann.
Húsið var tekið í notkun 29. apríl 2009 og var
sérsmíðað fyrir Mosfellsbæ til þess að það nýtist
sem best til fuglaskoðunar. Aðstaða fyrir fatlaða
er góð í húsinu og gert ráð fyrir því að fólk í hjóla-
stól geti athafnað sig sjálft í húsinu.
Inni í húsinu er að finna greinargott fræðslu-
skilti um þá fugla sem sem má sjá á leirunni
ásamt gestabók þar sem skrá má þá fugla sem
sáust þann daginn.
Markmiðið með smíði fuglaskoðunarhússins
var að auka aðgengi fuglaáhugamanna jafnt sem
almennings að fuglaskoðun við Leiruvog, enda
er Leiruvogur einstakur hvað varðar fuglalíf allt
árið um kring.
Leiruvogur er á náttúruminjaskrá og þar má
finna fjölbreytt úrval vaðfugla enda svæðið vin-
sæll áfangastaður margra fugla í fæðuleit, auk
þess sem Langitangi er mikilvægur hvíldarstaður
margra fuglategunda. Ýmsar áhugaverðar fugla-
tegundir sjást reglulega í Leiruvogi, t.d. mar-
gæs, kría, lóuþræll, rauðbrystingur og jaðrakan.
Nefna má að árlega koma til landsins fuglafræð-
ingar frá East Anglia háskólanum á Bretlandi til
rannsókna á jaðrakan.
Fuglaskoðunarhúsið við Leiruvog hefur verið
haft læst til að koma í veg fyrir skemmdarverk,
en lögð áhersla á að hafa aðgengi að lyklum sem
allra best. Hægt er að nálgast lykla í íþróttamið-
stöðinni við Lágafell á opnunartíma sundlaug-
arinnar, allir skólar og leikskólar í bænum fengu
afhenda lykla að húsinu og íbúar sem eru sér-
staklega áhugasamir geta fengið lykil til umráða
í þjónustuveri Mosfellsbæjar við Þverholt.
Mosfellingar eru því hvattir til að nýta sér hús-
ið og skoða það fjölbreytta dýralíf sem er að finna
við Leiruvog.
Tómas G. Gíslason
Umhverfisstjóri Mosfellsbæjar
Spennandi
fuglaskoðun
í Mosfellsbæ