Mosfellingur - 16.05.2013, Qupperneq 36
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum á
netfangið mosfellingur@mosfellingur.is
Þessi ungi maður fæddist þann
28. mars 2013 og var 13 merkur og
49,5 cm. Hann var skírður Axel Örn
Hjartarson. Hann á bræður sem
allir búa í Mosfellsbæ. Þeir heita
Egill Már, Hilmar Logi, Stefán Magni
og Sölvi Geir. Foreldrarnir heita
Elísabet Guðmundsdóttir og Ólafur
Hjörtur Magnússon.
Ingvar skorar á hestakonuna Helenu Jensdóttur að deila með okkur uppskrift í næsta blaði
Verðlaunapasta með döðlum og vínberjum
Í eldhúsinu
Þetta pastasalat er bæði hollt
og gott og með eindæmum vin-
sælt í gegnum árin á mínum bæ.
400 gr. spaghetti eða pasta
1 teningur kjúklingakraftur
1 teningur grænmetiskraftur
110 gr. rjómaostur
2 dl. rjómi
Pipar
2 msk. fersk steinselja
2 tsk. oregano
150 gr. beikon
120 gr. sveppir
4 hvítlauksrif
100 gr. valhnetur
300 gr. blá vínber
180 gr. döðlur
Matarolía
Hvítlauksbrauð
* Sjóðið pastað.
* Hellið 2 dl. af vatni í pott og
báðum teningunum út í og sjóðið,
lækkið hitann og bætið rjómaosti
og rjóma út í. Kryddið með pipar,
steinselju og oregano.
Setjið sósuna til hliðar.
* Skerið beikon í bita,
sveppi og hvítlauk í
sneiðar. Skerið í tvennt
valhnetur og vínber og
döðlur í fernt. Stein-
hreinsið ef þarf.
* Steikið beikon, sveppi
og hvítlauk á pönnu,
bætið við olíu ef þarf.
* Hitið hvítlauksbrauð.
* Hellið sósunni og hnet-
um saman við beikon-
blönduna og látið krauma
í 5 mínútur.
* Setjið vínber og döðlur
út í sósuna og hellið yfir
pastað. Berið fram með
hvítlauksbrauði. Ef vill, þá
verður sósan sætari við
suðu með döðlunum og
vínberjunum í.
Verði ykkur að góðu.
hjá ingvari
sumar
til sælu!
Í gær sá ég fyrstu húsfluguna í
stofuglugganum mínum, síðan
veturinn sem leið breiddi yfir allt
fyrir svefninn langa. Já, veturinn
sem leið! Sumarið er komið og
það var húsflugan sem sagði mér
það, en það voru því miður henn-
ar hinstu orð þar sem hún varð
köttunum mínum að bráð.
Ég leit út gluggann og skildi um
leið hvers vegna flugan hafði
hangið þar. Þvílík fegurð! Hvers
vegna er ekki alltaf sumar? Ég
læt mig oft dreyma um að flytja
af landi brott, en þá togar þjóðar-
andinn mig alltaf aftur til raun-
veruleikans. Ég elska Ísland! Og ég
kann betur að meta sólríkan dag á
meðan hann er. Eftir því sem dag-
arnir lengjast, minnkar skamm-
degisþunglyndið, sem veturinn
mun þó hengja á mig eins og lóð á
ný, áður en ég veit af!
Grípum tækifærið og gerum lífs-
stílsbreytingu! Minnum okkur á
það, á degi hverjum, að við erum
nákvæmlega það sem við borðum.
Við látum ofan í okkur allskyns
ónáttúruleg aukaefni sem birt-
ast síðar í líkamlegum kvillum.
Mér finnst ég hafa endurheimt
stórkostleg lífsgæði með því einu
að breyta mataræði mínu, velja
hreinni mat. Hreyfingin er auð-
vitað einnig mikilvæg og stuðlar
að betri svefni sem svo auðvitað
stuðlar að svo mörgu jákvæðu að
þetta tengist allt saman. En það
má auðvitað ekki gleyma að njóta
sín!
Nú er því um að gera að gefa sér
tíma í að hugsa hverju má breyta
til hins betra og vinna markvisst
að því. Ef það tekst, mun skamm-
degið ekki geta bitið á orkuna og
hreystina sem þú hefur skapað þér
og lífið verður miklu auðveldara.
Verum besta útgáfan
af sjálfum okkur!
svanhildur
- Heyrst hefur...36
Nýlega hóf göngu sína netverslunin „Í sveit
og bæ“ sem er með aðsetur í Mosfellsbæ.
Verslunin selur sænska textílvöru aðallega
gardínur, púðaver, rúmteppi og fallega
smávöru fyrir heimili og sumarbústaði.
Að baki henni standa mæðgurnar Helga
Sigurðardóttir og Íris Björk Ásgeirsdóttir.
„Þegar fjölskyldan reisti sér sumarbú-
stað vantaði gardínur og fleira í herbergin.
Við vildum ekki strimla, rimla eða screen-
gluggatjöld heldur eitthvað rómantískt og
fallegt. Við fundum í Svíþjóð fyrirtæki sem
var að selja nákvæmlega það sem við vor-
um að leita að, rómantískan skandinavísk-
an sveitastíl. Gardínurnar koma bæði sem
felligardínur og síðar hliðargardínur og
púðaver í stíl. Litirnir eru mildir náttúrulitir
og gjarnan texti eða blúndu- og pífupunt á
gardínunum,“ segja þær mæðgur.
Sala fer í gegnum sölusíðu netverslunar-
innar www.isveitogbae.is.
Reka netverslunina
„Í sveit og bæ“
Heyrst Hefur...
...að eurovisionball verði haldið í
Hlégarði á laugardagskvöldið.
...Olís við Langatanga sé búið að taka
skakkaskiptum og sé nú opið allan
sólahringinn.
...að búið sé að opna Quiznos og 66
grill á Olísstöðinni við Langatanga.
...að ragnheiður ríkharðs sé líkleg til
að verða forseti Alþingis þegar ný
ríkisstjórn tekur við.
...að rúnar og Bylgja hafi fagnað
tvöföldu fertugsafmæli á dögunum.
...að Ása hafi skemmt sér vel á
reiðmönnum vindanna í Hlégarði.
...að rizzo pizzakeðjan sé til sölu.
...að sigmundur Davíð og Bjarni Ben
hafi verslað í Krónunni í Mosó og
tekið bensín á N1 áður en farið var í
samningaviðræður í sumarbústað.
...að stormsveitin verði með sína
stærstu tónleika til þessa í Austurbæ
laugardagskvöldið 25. maí.
...að verslunin svefn og heilsa sé
komin með lagerinn sinn í sigur-
plasthúsið.
...að liðum í N1 deild karla í hand-
knattleik verði ekki fjölgað og mun
því Afturelding leika í 1. deild að ári.
...að mosfellski írinn John Andrews sé
búinn að leggja skóna á hilluna.
...að Þrándur handboltakappi sé
genginn til liðs við Akureyri.
...að útskorni krókódíllinn sem stolið
var úr áhaldahúsinu hafi fundist á
miðju stofugólfi í reykjahverfi.
...að maður sem starfaði fyrir ferða-
þjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ hafi
gerst sekur um kynferðislega áreitni.
...að nýja hjúkrunarheimilið fái nafnið
Hamrar og verði vígt 30. maí þar sem
öllum bæjarbúum verður boðið.
...að Íris Hólm og Matti Matt hafi
eignast stúlku á dögunum.
...að Alexander sé að fara að keppa á
smáþjóðaleikunum í sundi.
...að hinn efnilegi knattspyrnukappi
Axel Óskar sé farinn til Norwich á
reynslu.
...að Aníta og robbi hafi gift sig með
pompi og prakt á dögunum.
...að íþróttamannvirkin að Varmá verði
hér eftir N1 höllin og N1 völlurinn.
...að Andri sveitamaður sé tekinn við
formennsku af Guðmundi Guðlaugs í
Karlakór Kjalnesinga.
...að handboltahátíð Aftureldingar
verði haldinn á þriðjudaginn.
...að Bólið sé að setja upp söngleik.
...að Gummi gítaleikari eigi
afmæli í dag.
...að fótboltastrákarnir eigi heimaleik
gegn Hetti á laugardaginn kl. 14 og
stelpurnar eigi útilek gegn selfoss á
sama tíma.
mosfellingur@mosfellingur.is