Mosfellingur - 12.01.2012, Side 8

Mosfellingur - 12.01.2012, Side 8
Hanna Símonardóttir hefur verið valin Mos- fellingur ársins. Hanna Sím eins og hún er alltaf kölluð hefur um árabil verið ein aðal driffjöðurin í starfi knattspyrnudeildar Aft- ureldingar og gengt þar ýmsum hlutverk- um. Hanna býr ásamt manni sínum Einari Magnússyni og börnum þeirra Magnúsi Má, Agnesi Eir, Antoni Ari, Patrik Elí og fóstu- syni þeirra Ásgeiri Árna í Liverpool-húsinu í Bugðutanga. Hanna starfar sem nuddari í hlutastarfi, en um árabil hefur hún einnig starfað fyrir barnavernd og hefur fjölskyld- an tekið börn í fóstur og stuðning, eftir þörf- um. Hanna hefur ekki lengur tölu á þeim fjölda barna sem dvalið hafa á heimilinu í lengri eða skemmri tíma. „Hér er alltaf líf og fjör, margir í heimili, mikill gestagangur og svo erum við með kött, skjaldbökur og gullfiska,“ segir Hanna og hlær. Sjálfboðaliði Aftureldingar í 14 ár Hanna hefur setið í fjölmörgum nefndum og ráðum, verið fararstjóri í keppnisferðum flestra flokka bæði innanlands og utan, tekið þátt í mörgum fjáröflunarverkefnum, haldið dansleiki, rekið pylsuvagn, haldið úti getraunastarfi og svo mætti lengi telja. En hvað ætli standi upp úr öllu þessum fjölmörgum handtökum í sjálfboðaliða- starfinu? „Ætli það sé ekki gleðin yfir því að vera búin að taka þátt í því á þessum 14 árum að byggja upp starfið í knattspyrnu- deild og það sé að skila sér í því að geta státað af meistaraflokksliði karla sem er að komst á siglingu og er nánast eingöngu skipað uppöldum Aftureldingadrengjum.“ Risa Þorrablót og Liverpoolskóli „Svo er það heiðurinn af því að hafa verið einn af hvatamönnum af því að koma aftur á fót risa þorrablóti Aftureldingar í þeirri glæsilegu mynd sem það er í dag og vona ég að Mosfellingar fjölmenni á blótið þann 21. janúar. Já, svo er það Liverpool ævintýr- ið, en Afturelding og Liverpool starfræktu í fyrrasumar fjölmennt knattspyrnunámskeið á Tungubökkunum. Þá komu 10 þjálfarar frá Liverpool sem starfrækir knattspyrnu- skóla um allan heim. Þeir bjuggu allir hér hjá okkur og við fjölskyldan fluttum bara úti í bílskúr á meðan. En þessir þjálfarar eru vanir 4-5 stjörnu hótelum. Það var hópur af frábærum foreldrum sem tóku þátt í því með okkur að sjá um heimilishald á meðan og skipuleggja frábæra dagskrá á meðan á dvöl þeirra stóð. En knattspyrnustjórinn hjá Alþjóðaknattspyrnuskóla Liverpool sagði mér þegar ég fór á fund með honum í haust að umsagnirnar sem hann fékk frá þjálfurunum eftir Íslandsförina eru þau bestu sem hann hefur fengið. Nú í sumar verðum við með tvö námskeið og hlökkum mikið til,“ segir Mosfellingur ársins. Auk þess að reka stórt heimili, nudda og starfa sem sjálfboðaliði fyrir Aftureldingu fer Hanna ásamt Önnu vinkonu sinni sem fararstjóri í Knattspyrnuskóla Bobby Chalt- on í Englandi á vegum IT ferða á hverju sumri með 60-100 íslenska krakka. Tileinkar Aftureldingu viðurkenninguna „Mitt hjartans mál er að beita mér fyrir því að byggt verði yfir gervigrasvöllinn, svo Afturelding og Mosfellsbær standi undir merkjum og bjóði iðkendum sínum upp á aðstöðu sem er sambærileg við aðstöðu sem íþróttafélög og bæjarfélög af sömu stærðargráðu bjóða upp á,“ segir Hanna. „VÁ ég tileinka Aftureldingu þennan heiður“ segir Hanna ánægð með nafnbót- ina. „Nú er bara að bretta upp ermar og landa fleiri titlum,“ heldur Hanna áfram og lofar okkur frábæru knattspyrnuári í Mosfellsbæ. „Við setjum stefnuna hátt með meistaraflokkinn enda eigum við ekkert sameiginlegt knattspyrnulega séð með þessum neðrideildarliðum sem við höfum verið að keppa við. Við þurfum bara að standa saman og setja markið hátt, eins og góðvinur minn Pétur Magg sagði svo réttilega þegar hann tók við tók við formennsku í meistarflokksráði karla um áramótin. Ég er full af bjartsýni, þessi nafnbót er viðurkennig á mínum störfum og mér mikil hvatnig að gera enn betur, ég fer inn í nýtt ár af fullum krafti og hlakka til að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem þarf að sinna til að knattspyrnudeildin vaxi og dafni áfram,“ segir Hanna að lokum.  annaolof@mosfellingur.is Kennir töfrabrögð í Tómstundaskólanum Töframaðurinn Einar Mikael og Tómstundaskóli Mosfellsbæjar standa fyrir töfranámskeiði fyrir krakka. Töfranámskeið Einars Mikaels er líklega eitt vinsælasta töfranámskeið sem sett hefur verið upp fyrir börn á Íslandi. Einar hefur kennt rúmlega 2500 börnum um allt land. Á námskeiðinu fá nemendur innsýn inn í hinn dularfulla heim töframanna. Kennd eru undirstöðu- atriði í töfrabrögðum og nemendur læra skemmtileg og praktísk töfrabrögð með spilum, teygjum og hugsanalestri. Námskeiðið eykur sjálfstraust, æfir framkomu og allir fá tækifæri til að sýna töfrabrögðin á stórkostlegri töfrabragðasýningu sem haldin er fyrir foreldra, vini og vandamenn í lok námskeiðs. Einar er útskrifaður úr Hogwarts School of Witchcraft and Wizardy. Fjöldi námskeiða er í boði hjá Tómstundaskólanum á næstunni og er hægt að finna allar upplýsingar á www.tomstundaskolinn.is Bjóða upp á fría fyrir- lesara á heilsuári Árið 2012 verður Heilsuár í Mosfellsbæ. Heilsu- og lífsstíls- klúbburinn, sem hélt uppá eins árs afmæli sitt fyrr í mánuðinum, mun ekki láta sitt eftir liggja heldur standa fyrir fríum fyrirlestrum í hverjum mánuði allt þetta ár fyrir Mosfellinga og nærsveitarmenn. Yfirskrift fyrirlestraraðarinnar er Heilbrigðar fjölskyldur í Mosfellsbæ 2012. Bakgrunnur fyrirlesara er ólíkur, allt frá hárgreiðslu og förðun, tónlist, einkaþjálfurum, lögreglu- mönnum og hjúkrunarfræðingum, yfir í ráðgjafa og bílstjóra ofl. og þar af leiðandi verður fræðslan einnig fjölbreytt. Meðal þess sem boðið verður upp á, er að upplýsa fólk um skynsemi þess að næra sig vel og velja skynsamlega, af hverju hreyfing?, jákvætt hugarfar, næring barna, næring unglinga, að nesta sig út í daginn, heilbrigð melting, kynheilsa unglinga og fullorðinna, forvarnir vegna fíkniefna, heimilis- bókhald og fjármál, sjálfstraust og framkoma og fjölmargt fleira. Fyrsti opni fyrirlesturinn verður haldinn mánudagskvöldið 30. janúar kl. 20- 21.30 í Heilsu- og lífsstílsklúbbnum í Mosfellsbæ, Háholti 14, 2.hæð. Umfjöllunarefni þess kvölds er: Næring barna á leik- og grunn- skólaaldri. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hægt er að fylgjast með viðburðum í H&L með því að gerast vinur á Facebook. - Hvað er að frétta?8 Louisa Sigurðardóttir hefur opnað fyrstu einkasýningu sína í anddyri Lágafellslaugar. Á sýningunni getur að líta 15 valin olíumálverk frá ár- inu 2009 til loka ársins 2011. Áður hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum en hún býr og starfar í Mosfellsbæ. Louisa hefur sótt ýmis námskeið í myndlist í um áratug. Á árunum 2002 – 2003 nam hún við listabraut Fjöl- brautaskóla Breiðholts og hefur þar að auki sótt námskeið í Myndlista- skóla Kópavogs og lengst af við Myndlistaskóla Mosfellsbæjar þar sem hún hefur notið leiðsagnar m.a. Ásdísar Sigurþórsdóttur, Soffíu Sæmundsdóttur, Önnu Gunn- laugsdóttur og Þuríðar Sigurðar- dóttur. Segir sögur af fólki og dýrum Louisa leitar gjarnan í sitt nán- ansta umhverfi bæði fyrr og nú þegar kemur að myndefni; hún segir sögur af fólki og dýrum sem eiga sess í huga henn- ar og leitast við að greina birtingarmyndir náttúrunnar bæði í nánd og fjarlægð. Lou- isa notar mismunandi aðferðir til að túlka á persónulegan hátt hugmyndir sínar, fer eigin leiðir í að koma þeim á léreftið og notar jöfnum höndum spaða og pensla. Sýningin er opin alla virka daga frá 6.30 til 21.30 og frá 8 til kl. 19 um helgar. LISTRÆN FAGMENNSKA ARTPRO www.artpro.is STAFRÆN PRENTUN STAFRÆN HÖNNUN LISTRÆN FAGMENNSKA ARTPRO www.artpro.is LISTRÆN FAGMENNSKAARTPROwww.artpro.is STAFRÆN PRENTUN STAFRÆN HÖNNUN LISTRÆN FAGMENNSKAARTPROwww.artpro.is LISTRÆN FAGMENNSKAARTPROwww.artpro.is STAFRÆN PRENTUN STAFRÆN HÖNNUN LISTRÆN FAGMENNSKAARTPROwww.artpro.is Fótboltamamman og athafnakonan Hanna Símonardóttir er Mosfellingur ársins 2011 Alltaf fjör í boltanum Bæjarblaðið Mosfellingur hefur staðið fyrir vali á Mosfellingi ársins síðastliðin ár. Áður hafa hlotið nafnbótina: 2005 Sigsteinn Pálsson 2006 Hjalti Úrsus Árnason 2007 Jóhann Ingi Guðbergsson 2008 Albert Rútsson 2009 Embla Ágústsdóttir 2010 Steinþór Hróar Steinþórsson 2011 Hanna Símonardóttir moSfEllInGuR ÁRSInS Hanna Símonardóttir tekur við viðurkenningunni úr höndum Hilmars Gunnars- sonar ritstjóra Mosfellings. Louisa Sigurðardóttir opnar fyrstu einkasýningu sína Sýnir 15 olíumálverk í Lágafellslaug M yn d/ Ra gg iÓ la málverk eftir lúllu á ökrum ViðurkenninginfráMosfellingierglæsilegt listaverkeftirÞóruSigurþórsdótturlistakonuá Hvirfli.BlómvöndurinnerfráGallerýNýblóm.

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.