Mosfellingur - 12.01.2012, Qupperneq 20

Mosfellingur - 12.01.2012, Qupperneq 20
 - Vetur í Mosfellsbæ20 VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Almennar og sérstakar húsaleigubætur Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka, eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings. Samkvæmt reglum Mosfellsbæjar um sérstakar húsaleigubætur skal endurnýja umsóknir um sérstakar húsaleigubætur samhliða almennum húsaleigubótum, gildir umsókn aldrei lengur en sex mánuði og/eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings. Reglur vegna sérstakra húsaleigubóta er hægt að nálgast á mos.is/samþykktir og reglur/húsaleigubætur sérstakar. Umsækjendur um almennar og sérstakar húsaleigubætur í Mosfellsbæ eru minntir á að skila umsókn og fylgiskjölum fyrir árið 2012 á www.mos.is/íbúagátt eða í þjónustuver Mosfells­ bæjar, Þverholti 2 í síðasta lagi 15. janúar 2012. Húsnæðisfulltrúi Mosfellsbæjar Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Flugumýri 16d s. 577-1377 / 896-9497 www.retthjajoa.is rauði krossinn Rauðakros­s­hús­ið er opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10-15 og miðvikudaga kl. 12-16. Hús­ið er opið öllum, en atvinnuleitendur eru s­érs­taklega hvattir til að koma. Dagskrána má finna á www.raudikrossinn.is/kjos Nánari upplýsingar í síma 564 6035 og kjos@redcross.is „Hér hefur allt verið á fullu síðustu vikurn- ar,” segir Þorsteinn Sigvaldason forstöðu- maður Þjónustumiðstöð Mosfellsbæjar. Eins og bæjarbúar vita hefur mikil ófærð sett svip sinn á götur bæjarins. „Menn eru mættir til vinnu kl. 5 á morgnanna og vinna fram eftir öllu. Við erum bæði með okkar tæki og mannskap auk verktaka sem vinna með okkur þegar mest reynir á. Götur og stígar eru flokkaðir eftir umferð og mikil- vægi. Aðaltengigötur og leiðir strætisvagna eru í fyrsta forgangi. Reynt er að tryggja að leiðir strætisvagna og aðrar götur í fyrsta forgangi séu ávallt færar.“ Bæjarbúar skilningsríkir á ástandinu „Baugshlíðin og Reykjavegur voru hvað erfiðastar í vikunni. Bílar festu sig trekk í trekk og þurfti að loka götunum í nokkur skipti,“ segir Þorsteinn. Hér leggjast bara allir á eitt enda ekkert annað hægt að gera í stöðunni. Til að mynda hefur Haraldur bæjarstjóri komið með okkur í ferðir og hjálpað mönnum að losna úr sköflum. Auðvitað er mikið hringt í Áhaldahúsið á tímum sem þessum en flestir eru þó kurt- eisir og þolinmóðir og hafa góðan skilning á ástandinu. Fólk er frekar að spyrjast út í mokstur og færð heldur en að bölsóttast“. Að lokum bendir Þorsteinn fólki á að vera vel búið þegar það leggur af stað í færð sem þessa. Mikil ófærð hefur verið í Mosfellsbæ eins og víðast hvar á landinu • Þorsteinn Sigvaldason man síðast eftir álíka vetri árið 2000. Veturkonungur gerir vart við sig umferðarteppa við teigana Baugshlíðin er erfið í vestanáttinni leifur guðjóns að störfum

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.