Mosfellingur - 12.01.2012, Qupperneq 24

Mosfellingur - 12.01.2012, Qupperneq 24
Kúskús kjúklingasalat Í eldhúsinu „Þessi uppskrift kemur frá Lúllu á Ökrum og er alveg ein- staklega góð, eins og allt sem hún gerir. Mig langar því að skora á hana í næsta blað.“ Kúskús kjúklingasalat 3-4 kjúklingabringur 1 dós sataysósa Spínat 8 sólþurrkaðir tómatar í olíu saxaðir 1 rauðlaukur saxaður 1 krukka fetaostur 2 bollar hreint kúskús 1 grænmetisteningur 500 ml. soðið vatn Salthnetur Rúsínur Dressing: 1 dl. olía 1 dl. balsamikedik 1/2 dl. maplesýróp smá sætt sinnep 3-4 hvítlaukrif (pressuð). Skerið kjúklinga- bringur í teninga og setjið útí sataysós- una. Gott að láta liggja í sósunni í 3-4 klst. Steikið bitana á pönnu með allri sósunni. Grænmetis- teningur leystur upp í sjóðandi vatninu og kúskús sett út í það og lok sett á. Eftir c.a. 3 mín er kúskúsið tilbúið, hræra það með gaffli til að losa það í sund- ur. Helmingnum af dressingunni er hellt yfir annars verður kúskúsið svolítið þurrt. Setjið mikið spínat í stóra skál/bakka. Rauð- laukur, sólþurrkaðir tómatar og fetaostur sett ofaná. Kjúklingnum ásamt sósunni af pönnunni bætt í. Þvínæst kúskús og restin af dressingunni hellt yfir. Skreytið með salthnet- um og rúsínum. hjá EygErði þorra blót Nú er sull í bæjum bruggað bráðum finn ég fyrirheit. Best mér þykir í þá blöndu þrátt vatn úr Mosfellssveit. Slefdreggjar og gambra í safa sjálfur ekkert betra veit. Meðlæti með þessum veigum maðkalausan fisk ég kýs. Enginn kvartar nokkuð undan ef súrri hrefnu fær af flís. Drykkjusvol og svínaríi siðprýðin sjálf úti frýs. Ekki er nokkur veisla boðleg ef finnist ekki af konu þef, kjaftshögg karlmenn, fái á trýnið, kinnhest eða bólgin nef. Kylfa fær að ráða kasti hvenær, hvar og hvort ég sef. siggi gúst Eygerður skorar á Lúllu á Ökrum að deila með okkur uppskrift í næsta Mosfellingi Elín og Kristín Hafsteinsdætur, Emelía Sól Arnardóttir og Björk Ragnarsdóttir gengu með tombóludót í hús og söfn- uðu 2.562 krónum fyrir Rauða krossinn. Þessar duglegu vinkonur eru allar í 4. bekk Varmárskóla. hLutavELta Ingólfur Árnason rafverktaki í Mosraf, varð sjötugur síðastliðinn laugardag. Byrjaði dagurinn á óvissuferð þar sem galvaskir sveinar fóru með hann á fjöll. Um kvöldið var veisla honum til heið- urs, mætti þar fjölskylda hans og vinir. Boðið var í mat og drykk og voru ýmsar uppákomur. MOSFELLINGUR kemur næst 2. febrúar - Heyrst hefur...24 Ingólfur Árnason rafverktaki fagnaði tímamótum á dögunum Ingólfur sjötugur ingólfur og kristjana kaffisopi á fjöllum sungið til afmælis- barnsins Heyrst Hefur... ...að Hárgreiðslustofan texture hafi óvænt blandað sér í baráttuna á flugeldamarkaðnum í Mosó. ...að búið sé að bjóða Óla og Dorrit á þorrablót Aftureldingar. ...að Pétur Magg sé orðinn formaður meistaraflokks karla í fótboltanum eftir þriggja ára hlé. ...að sigga Dögg sé hætt hjá Pennan- um, þar sem hún hefur starfað frá því að hún hætti sem kynningarfull- trúi Mosfellsbæjar. ...að Greta salóme eigi lag í forkeppni eurovision á laugardaginn og sé búin að fá Jónsa úr Í svörtum fötum með sér til að syngja. ...að elvar og Alex séu fifa-meistarar ársins 2011. ...að þorrablót Harðar fari fram um helgina og þorrablót Dalbúa verði haldið 28. janúar. ...að Íris Hólm syngi lag sem heitir Leyndarmál í forkeppni eurovision. Hún verður fyrst á sviðið á laugardaginn. ...að Garðar bílasali hafi verið valinn toppman á lokahófi uMfus. ...að bæjarstjórinn hafi eytt síðasta vinnudegi ársins með áhaldahúsinu þar sem þónokkrum bílum var ýtt úr sköflum. ...að stefanía svavars muni syngja í hópi söngvara með Herberti Guðmunds í forkeppninni. ...að fjölmennt hafi verið á jólapóker- móti riddarans. sigurvegararnir voru þrír, þeir Kristján golfari, Ófeigur og Óli á Ökrum. ...að Andrés hafi keypt sig oftast inn í jólapókerinn. ...að Ásgeir og yrja hafi trúlofað sig um jólin. ...að borðapantanir á risa-þorrablót Aftureldingar fari fram á Olís 15. jan. ...að kveikt hafi verið á brennunni á áramótunum vel á undan áætlun en þrettándabrennan hafi hins vegar ekki viljað brenna sem skyldi. ...að forsetinn hafi talað um nýja húsið sitt í Mosfellsbæ í nýársávarpinu. ...að mjög skiptar skoðanir hafi verið um tímasetninguna á þrettánda- brennunni í ár sem var kl. 18. ...að Kári sighvats sé orðinn pabbi. ...að Ljóshraðinn sé kominn aftur á stjá með vangaveltur í blaðinu. ...að Getraunaleikur Aftureldingar hefjist með pompi og prakt á laugardaginn. ...að Kærleiksvika Mosfellsbæjar sé nú undirbúin að krafti en hún fer fram vikuna 12.-19. febrúar. ...að Geiri slæææ hafi tekið aðal vinninginn í Bombubingóinu á Hvíta riddaranum. ...að fiskbúðin fagni þriggja ára afmæli sínu um þessar mundir. ...að Kjósarhreppur hafi boðið sveitungum í skötuveislu á Þorlák. ...að íþróttamenn Aftureldingar verði kjörnir fimmtudaginn 19. janúar. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.