Mosfellingur - 16.05.2012, Blaðsíða 21
Varmá Fréttarit sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ
Kæru Mosfellingar, fyrr í
vetur var kjörin ný stjórn
Viljans, félags ungra
sjálfstæðismanna í Mos-
fellsbæ og stefnum við
að því að efla starfið mun
meira en áður og erum
við ávallt til í að fá góða
menn og konur í starfið.
Ríkisstjórnin
Sjaldan hefur verið jafn
mikil þörf fyrir stefnu
Sjálfstæðisflokksins og
sterkri ungliðahreyfingu
og á þeim tímum sem við göngum í
gegnum núna. Stefna núverandi rík-
isstjórnar gerir illt verra hvað varðar
skuldamál fyrirtækja og heimila. Þá
eru hvort tveggja fyrirtæki og heimili
að sligast undan skattabyrði.
Landsdómur
Ákæra Alþingis á hendur Geir H.
Haarde og sá málatilbúnaður allur
var að mínu viti þjóðarsmán, runnin
undan rifjum pólitískra andstæðinga
Geirs og Sjálfstæðisflokksins. Kostn-
aðurinn var upp á tugi milljóna króna
sem komu auðvitað úr vösum skatt-
greiðenda og niðurstaðan var sak-
felling í einum ákærulið
af sex, sakfelling sem
felur ekki í sér refsingu
heldur var einungis um
formbrot að ræða. Ung-
ir Vinstri-Grænir hafa
kallað Landsdómsmálið
gegn Geir H. Haarde
„uppgjör við frjálshyggj-
una“ og þykir mér það
sérlega merkilegt í ljósi
þess ríkisafskipti hafa
löngum verið mikil á
Íslandi og hugmyndir
frjálshyggjunnar ekki
fengið að njóta sín.
Vinnum saman
Kosningar nálgast óðfluga og munu
í seinasta lagi verða næsta vor, þó fyrr
mætti vera. Þegar að þeim kemur
þurfa ungir sjálfstæðismenn um allt
land, svo og sjálfstæðismenn allir, að
vera tilbúnir til þess að hjálpa flokkn-
um að ná glæsilegri kosningu og taka
við stjórnartaumum á Íslandi og koma
þannig landsmönnum úr viðjum for-
sjárhyggju og skattahækkana.
Sameinum krafta okkar og komum
vinstri flokkunum úr ríkisstjórn. Burt
með báknið!
Grímur Óli Grímsson
formaður ungra
sjálfstæðismanna
í Mosfellsbæ
Varmá, fréttarit sjálfstæð-
ismanna, er nú komið út í
fyrsta sinn á þessu herrans
ári og í fyrsta skipti í tölu-
vert breyttri mynd en áður.
Við ákváðum að breyta út
af vananum og nýta krafta
bæjarblaðsins Mosfellings
og fá að gefa út okkar blað
inni í bæjarblaðinu. Það
er von mín að þessari
nýbreytni verði tekið vel,
en þetta er ekki endilega
framtíðarformið á fréttariti
okkar sjálfstæðismanna.
Við viljum einnig með þessu ná til
fleira fólks og um leið bjóða alla vel-
komna í Sjálfstæðisflokkinn.
Ný stjórn Sjálfstæðisfélags Mosfell-
inga tók við í vetur og hefur ýmislegt
verið á boðstólum fyrir félagsmenn
sem og almenning. Til dæmis hélt
Jónína Benediktsdóttir fyrirlestur
undir yfirskriftinni: Byggjum upp
heilbrigt samfélag/baráttan gegn
lífsstílssjúkdómum og lyfjavæðing-
unni. Í apríl kom Karl Steinar Valsson
aðstoðaryfirlögregluþjónn og fjallaði
um skipulagða brotastarfsemi og
viðbrögð lögreglu. Núna í maí bauð
Sjálfstæðisfélag Mosfellinga í pizzu og
bjór þar sem Styrmir Gunnarsson fv.
ritstjóri Morgunblaðsins flutti erindi.
Þriðjudaginn 15. maí var haldinn opin
fundur um framlög til vegamála, en
þar ræddu alþingismennirnir Ragn-
heiður Ríkharðsdóttir
og Guðlaugur Þór, stöðu
mála í vegamálum.
Fyrirhugað er að halda
fleiri opna fundi um ýmis
skemmtileg og fræðandi
málefni, ásamt því að
stjórn Sjálfstæðisfélags-
ins stendur fyrir útilegu í
sumar fyrir alla fjölskyld-
una þar sem við ætlum að
hittast, njóta útiverunar,
grilla og gera okkar glað-
an dag. Dagsetningin er ekki komin á
hreint þegar þetta er ritað.
Ekki má gleyma Viljanum sem er
félag ungs sjálfstæðisfólks í Mosfells-
bæ en innan þeirra vébanda fer fram
áhugaverð umræða um margvísleg
málefni sem varða ungmenni og
stjórnmál almennt. Við í Sjálfstæð-
isfélagi Mosfellinga viljum koma á
framfæri að lykillinn að velsæld er að
byggja upp félagsskap með jákvæð-
um formerkjum sem miðar að því
að koma Sjálfstæðisflokknum aftur
til valda á landsvísu svo tryggja megi
að atvinnulíf í landinu muni eflast og
heimilin geti séð til sólar, aldraðir átt
áhyggjulaust ævikvöld og ungt fólk
fengið vinnu við sitt hæfi.
Við hugsum jákvætt og viljum fá þig
í lið með okkur að gera gott félag enn
betra.
Lifið heil.
Kaf
fihúsið
á Álafossi
Kaf
fihúsið
á Álafossi
Góðir Menn ehf
GSM: 820-5900
viðgerðir
endurnýjun á raflögnum
hönnun og uppsetning á öryggiskerfum
síma og tölvulagnir
Löggiltur rafverktaki
Þverholti 2 • Mosfellsbæ
Sími: 586 8080
www.fastmos.ishafðu s band E.BAC
K
M
A
N
Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali
Viltuselja...
E
.B
A
C
K
M
A
N
Rúnar Bragi
Guðlaugsson ritstj.
Allir velkomnir í
Sjálfstæðisflokkinn
Ritstjórapistill
Ungir geta líka haft
áhrif á samfélagið
Formaður Viljans
Frá fundi um skipulagða glæpastarfsemi
Frá fundi sem Sjálfstæðisfélagið í Mosfellsbæ hélt 26. apríl en þá fékk
félagið Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögreglumann til að fjalla um
skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi og viðbrögð lögreglu við auknum
fréttum úr undirheimum landsins.
Varmá FRéttaRit SjálFStæðiSManna í MoSFellSBæ
Útgefandi: Sjálfstæðisfélag Mosfellinga netfang: mos@xd.is
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Rúnar Bragi Guðlaugsson auglýsingar: Örn Johnson
Ertu félagi en ert ekki að
fá tölvupóst frá okkur?
Sjálfstæðisfélagið í Mosfellsbæ stendur fyrir
allskonar skemmtilegum fundum og mann-
fögnuðum. Reynt er eftir fremsta magni
að senda út auglýsingu á félagsmenn í
tölvupósti. Ef þér berst ekki póstur, en vilt fá
að að fylgjast með og fá sendar upplýsingar þá
getur þú sent póst á mos@xd.is
Erum á Facebook :)
Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ
Hugmyndabanki
Sendu inn góða hugmynd á mos@xd.is
og segðu okkur hvað þér finnst!
Fréttarit sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ Varmá
Bæjarfulltrúar
í málaefnanefndir
Á flokksráðsfundi Sjálfstæð-
isflokksins 17. mars, buðu
sig fram í málefnanefndir
tvær konur úr Mosfellsbæ,
Bryndís Haraldsdóttir og
Herdís Sigurjónsdóttir.
Þær fengu báðar glæsi-
lega kosningu, Bryndís
fékk flest atkvæði í atvinnu-
veganefnd og er þar með
formaður nefndarinnar og
Herdís fékk einnig mjög
góða kosningu í allsherjar-
og menntamálanefnd.
Ritstjórn Varmár óskar
bæjarfulltrúum til hamingju
með góða kosningu. Nánari upplýsingar um
úrslit kosninganna má sjá á heimasíðunni
www.xd.is
Ístak að flytja
skrifstofur sínar
í Mosfellsbæ
Ritstjórn Varmár vill nota tækifærið og
bjóða starfsfólk Ístaks velkomið til starfa í
Mosfellsbæ, en Ístak stendur í flutningum á
skrifstofum sínum frá Engjavegi í Reykjavík
á Tungumela í Mosfellsbæ (milli Kaldár og
Leirvogsár). Ístak verður með flutningnum
með stærri vinnustöðum í Mosfellsbæ og er
það fagnaðarefni að stórfyrirtæki velja það
að koma í Mosfellsbæ.
Varmá hitti Svein Óskar Sigurðsson, nýjan
formann Sjálfstæðisfélagsins og fékk að
kynnast honum betur.
Hver er maðurinn?
„Maðurinn er fæddur 27. júlí (ljón) 1968 á Selfossi
en alinn upp á Hellu á Rangárvöllum. Þar ól ég
manninn þar til farið var í menntaskóla og útskrif-
aður úr Menntaskólanum við Hamrahlíð í Reykjavík
1990 af eðlisfræðibraut. Fór svo í Háskóla Íslands og
hef lokið þar mastersgráðu í viðskiptafræði. Á ég ættir
að rekja til Biskupstungna og austur undir Eyjafjöll-
in þar sem ég var skírður nafni afa míns undir jökli,
Eyjafjallajökli. Er giftur Danith Chan lögfræðingi sem
er frá Kambódíu en við kynntumst í Pekingháskóla í
Kína þar sem hún stundaði lögfræðinám. Hún fluttist
til Íslands árið 2000 og lauk meistaranámi í lögum frá
Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá Háskólan-
um í Reykjavík. Við eigum tvær dætur, Sylvíu Gló (11
ára) og Ingridi Lín (9 ára).“
Hvað var til þess að þú fórst út í það að verða
formaður Sjálfstæðisfélagsins í Mosfellsbæ?
„Áhugi á stjórnmálum og félagsmálum. Hef
verið „heimavinnandi“ eftir að konan hefur verið
útivinnandi. Sjálfur rek ég eigið ráðgjafafyrirtæki og
ferðast bæði heima og erlendis vegna vinnu. Held
mig mikið heima við til að sinna dætrum okkar og
heimili eins vel og kostur er. Vildi ná betri tengslum
við fólkið í okkar fallega Mosfellsbæ. Var áður for-
maður ungra í Rangárþingi og svo sat ég
á sínum tíma bæði í aðal- og varastjórn
Sambands ungra sjálfstæðismanna. Ég
hef áhuga á að gleðja fólk, ræða mikil-
væg hagsmunamál og koma til leiðar
einhverju jákvæðu.“
Hvað gerir stjórn Sjálfstæðisfélags
Mosfellinga og hvert er hlutverk
félagsins?
„Hlutverk félagsins, sem og allra að-
ildarfélaga innan Sjálfstæðisflokksins,
er í meginatriðum að miðla þekkingu
og stefnu Sjálfstæðisflokksins til félags-
manna og almennings í samræmi við
skipulagsreglur flokksins, móta stefnu
í málefnum nærsamfélagsins og tryggja
málefnalega umræðu ásamt því að hlusta
á skoðanir fólks og miðla þeim m.a. inná
landsfund flokksins þar sem stefnumörk-
un fer fram. Það er vegna félaga af þessum toga, sem
finna má um land allt, sem gerir Sjálfstæðisflokkinn
að öflugasta stjórnmálaafli á Íslandi.“
Getur hver sem er gerst meðlimur í félagi
Sjálfstæðismanna?
„Allir sem eru annars ekki í trúnaðarstöðum fyrir
aðrar stjórnmálahreyfingar. Ekki fengi t.d. Stein-
grímur J. Sigfússon inngöngu nema að hann gengi
fyrst úr Vinstri grænum.“
Hvað hefur þú búið lengi í Mosfellsbæ?
„Við hjónin fluttum til Mosfellsbæjar árið 2003.
Við bjuggum áður í Árbænum í Reykjavík og flutt-
umst þaðan í Smárann í Kópavogi áður en við kom-
um í þennan fallega bæ, Mosfellsbæ.“
Eru félagsmál í stjórn stjórnmálafélags
öðruvísi en að vera bara stjórnmálamaður?
„Að vera stjórnmálamaður hefur breyst nokkuð
síðustu áratugi. Nú virðast stjórnmálamenn líta á
starfið sem hvert annað starf en hér áður fyrr voru
menn meira í þessu af hugsjón að ég tel. Hugsjónin
virðist hafa vikið fyrir embættismannablæ á stjórn-
málamanninum sem er af sem áður var. Félagsmál
og seta í stjórn félags, eins og Sjálfstæðisfélags
Mosfellinga, á að vera aðhald grasrótarinnar og vett-
vangur nýrra einstaklinga sem vilja
og geta tekið að sér trúnaðarstörf síð-
ar. Innan félagsins á að spyrja erfiðu
spurninganna og karpa „innanhúss“
um öll málefni. Fulltrúar flokksins
frá viðkomandi félagi, bæði á þingi
og í bæjarmálum, bera virðingu fyrir
félögum sínum og svara í trúnaði erf-
iðum spurningum sem spurðar eru
innan vébanda félagsskaparins. Ef
það er ekki gert og þessu ekki sinnt
vex viðkomandi trúnaðarmaður
flokksins frá fólkinu. “
Hvað gerir þú þér til
skemmtunar?
„Ferðalög eru okkar mesta ánægja.
Við förum í tennis, í veiði, á skíði,
í sund og uppí sumarbústað fjöl-
skyldunnar í Biskupstungum. Með
félögum mínum og gömlum skólafélögum förum
við oftast í laxveiði á sumrin og á haustin.“
Hvaða bók er á náttborðinu?
„Bókin um Ingimar Hauk eftir Þorfinn Ómars-
son.“
Hvað er það besta sem þú færð?
„Karrýkjúklingurinn hennar Danithar.“
Hvað er næst á döfinni hjá ykkur í félaginu?
„Sumarferð og gleði úti í náttúrunni í nálægð við
Mosfellsbæ.“
Hefur þú alltaf verið Sjálfstæðismaður?
„Já.“
Hver er maðurinn?
Sveinn Óskar Sigurðsson
Formaður Sjálfstæðisfélags Mosfellinga
Hvenær ertu
fæddur? 27.
júlí 1968
Uppáhalds
matur? Karrýkjúklingur
í rauðu karrý
Uppáhaldsstaður í
heiminum utan Ís-
lands? Prag í Tékklandi.
Besta kvikmynd?
Cinema Paradiso (1988)
Besti bíllinn? Volks-
wagen bjalla - gulur
Æskuátrúnaðargoðið?
John Lennon
Sveinn ÓSkar
á núLL einni
Garðbæingar
í heimsókn
Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ kom í
heimsókn og átti fund með stjórn félagsins
í Mosfellsbæ. Farið var yfir málin og bækur
bornar saman á milli félaga. Eftir fundinn
hlýddu menn á Styrmi Gunnarsson sem hélt
erindi fyrir sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ.
Stjórnin bauð uppá pizzur og bjór í tilefni
dagsins á fundinum.