Mosfellingur - 16.05.2012, Blaðsíða 6
Eldri borgarar
Upplýsingar og skráningar í ferðir og námskeið eru á skrifstofu félagsstarfsins Eirhömrum kl. 13-16, símar 586-8014 og í gsm. 692-0814
- Fréttir úr bæjarlífinu6
Eykt með lægsta
tilboðið í skólann
Útboð í nýbyggingu Framhaldsskóla
Mosfellsbæjar fór fram á dögunum.
Í dag er skólinn starfræktur í
bráðabirgðarhúsnæði í gamla
skólahúsinu að Brúarlandi. Nýja
byggingin verður 4.100 fermetrar á
þremur hæðum sem rísa mun við
götuna Bjarkarholt/Háholt næst
Langatanga.
Eftirfarandi tilboð bárust:
1. VHE ehf. kr. 1.149.302.749.-
2. Hamarsfell ehf. kr. 1.523.037.098.-
3. Viðhaldsmeistarinn ehf.
kr. 1.083.505.129.-
4. ÍAV hf. kr. 1.047.167.495.-
5. JÁ verk ehf. kr. 1.023.552.113.-
6. Spennt ehf. kr. 1.091.820.061.-
7. Ístak hf. kr. 1.267.436.758.-
8. Eykt ehf. kr. 1.019.545.870.-
Það er framkvæmdasýsla Ríkisins
sem annast útboðið. Mosfellsbær
greiðir 40% af byggingarkostnaðin-
um en ríkið 60% sem sér svo líka um
rekstur skólans.
Fyrsti áfangi skólans mun rúma
400 nemendur og verður tekinn í
notkun árið 2014.
Afturelding og Sálin
með ball að Varmá
Afturelding og Sálin hans Jóns míns
ætla að fagna vorkomunni með
hressilegu balli í íþróttahúsinu
að Varmá laugardaginn 19. maí.
Nú er um að gera að draga fram
sumarkjólana og ljósu jakkafötin
og hrista ærlega úr klaufunum, rétt
sem kálfar gera ár hvert á þessum
tíma, segir í tilkynningu frá Sálinni.
Sálverjar, sem þessi dægrin eru með
annan fótinn í hljóðveri að vinna
nýtt efni, munu að sjálfsögðu flytja
öll sín vinsælustu lög. Mosfellingar,
fjölmennið, stingið saman nefjum
og gerið ykkur glaðan vordag.
Forsala miða hefst í Grillnesti í dag.
Miðaverð í forsölu verður 3.000 kr.
en 3.500 við hurð.
Benedorm!
Enn er hægt að bæta við þátttakendum í
tilboðsferðina sem verður 12.-26. sept.
Gisting verður á mjög fallegu hóteli sem
heitir Melia Benedorm. Verð er kr. 159.000,
og er hálft fæði innifalið.
Ath: akstur til og frá flugvelli er kr. 4.500.
Einnig verður rúta frá Mosfellsbæ út á
flugvöll í Keflavík og til baka í lok ferðar.
Samningur Mosfellsbæjar og Eirar, hjúkr-
unarheimilis um endurinnréttingu á
húsnæði fyrir starfsemi eldri borgara var
undirritaður á dögunum. Mosfellsbær mun
annast framkvæmd breytinganna sem er í
eigu Eirar, hjúkrunarheimilis. Heildar rými
húsnæðisins er um 1.200 m².
Með tilkomu húsnæðisins eykst rými
félagsstarfs, dagdeildar og þjónustumið-
stöðvar umtalsvert, auk þess sem kjarni
starfseminnar flyst í bjart og rúmgott
húsnæði á jarðhæð hússins. Félag eldri
borgara í Mosfellsbæ og nágrenni, FaMos
mun einnig flytja starfsemi sína í húsið, en
félagið hefur verið til húsa í Hlégarði. Breyt-
ingunni er ætlað að stuðla að aðgengilegri
og samþættari þjónustu við eldra fólk sem
felst í félagsstarfi á vegum bæjarfélagsins,
framkvæmd félagslegrar heimaþjónustu,
rekstur þjónustumiðstöðvar og dagdeildar
sem er á hendi Eirar, hjúkrunarheimilis og
starfsemi FaMos.
Húsnæði að Hlaðhömrum stækkað og endurinnréttað - Samþætt þjónusta á einum stað
bætt aðstaða fyrir eldri borgara
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson framkvæmdastjóri
Eirar og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.
Eldri borgarar í Mosfellsbæ fá aukið rými fyrir
félagsstörf og FaMos flytur starfsemi sína.
Undirritaður hefur verið samningur milli
Skálatúnsheimilisins og Mosfellsbæjar
um þjónustu við fatlaða íbúa heimilisins á
árunum 2012-2014. Þeir sem eiga heimili í
Skálatúni eru að sjálfsögðu íbúar Mosfells-
bæjar og í framhaldi af tilfærslu þjónustu
við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga í
ársbyrjun 2011 kemur það nú í fyrsta sinn í
hlut bæjarins að gera slíkan samning. Áður
giltu samningar við ríkisvaldið.
Greiðslur Mosfellsbæjar til Skálatúns á
samningstímanum nema um 403 milljón-
um króna á ári. Það fé kemur að mestu úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, en til sjóðsins
rennur á móti meginhluti þeirra hækkunar
á útsvari landsmanna sem um var samið
við tilfærslu þjónustu við fatlað fólk til
sveitarfélaganna.
Góð samskipti við íbúa og starfsfólk
Samninginn undirrituðu Haraldur Sverr-
isson bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Gunnar
Þorláksson framkvæmdastjóri Skálatúns-
heimilisins.
„Það er mér sérstakt ánægjuefni að
undirrita þennan samning. Skálatún er
rótgróinn hluti af bæjarfélaginu og ég hef
átt afar góð samskipti við bæði íbúa og
starfsfólk alveg frá barnsaldri, enda var
bernskuheimili mitt nánast þar í túnfætin-
um. Þessi samningur er enn frekari stað-
festing á þeim farsælu tengslum sem ætíð
hafa ríkt milli heimilisins og sveitarinnar
okkar. Þess má einnig geta að þetta er ein-
hver stærsti samningur sem Mosfellsbær
hefur gert, í fjármunum talið,“ segir Har-
aldur Sverrisson.
Gunnar Þorláksson lagði áherslu á þá
sátt og samlyndi sem ríkt hefði í því aukna
samstarfi við Mosfellsbæ sem hófst við
tilfærslu þjónustunnar til sveitarfélaga á
s.l. ári. Sá andi hefði einnig einkennt alla
samningsgerðina; þar hefði hvorki heyrst
þras né þref, heldur málinu þokað áfram
með rólyndi og gagnkvæmu trausti. Því
ríkti bjartsýni gagnvart áframhaldandi
samvinnu milli Skálatúnsheimilisins og
Mosfellsbæjar á komandi árum.
Skálatún og Mosfellsbær undirrita þjónustusamning - 403 milljónir á ári í starfsemina
Skálatúnsheimilið orðið rót-
gróinn hluti af bæjarfélaginu
Gunnar Þorláksson framkvæmdastjóri
Skálatúnsheimilisins og Haraldur Sverrisson
bæjarstjóri Mosfellsbæjar við undirritunina.
Skálatúnsheimilið var stofnað af
Stórstúku Íslands 1954 og hét
upphaflega Barnaheimili Templara við
Skálatún. Styrktarfélag vangefinna
gerðist fljótlega einnig eignar- og rekstr-
araðili. Heimilið er sjálfseignarstofnun
og samanstendur nú af sex sambýlum,
vinnustofum, dagþjónustu og sundlaug.
Íbúar eru nú 38.
skálatúnsheimilið
Ánægðir íbúar
Á skÁlatúni
Ferðafélagar í sumarferðinni
20. og 21. júní, vinsamlega greiðið upp sem fyrst.
Leiðsögn í þæfingu.
Vikuna 21.-25. maí kl. 13-16, verður leiðsögn í þæfingu
þar sem eingöngu er notuð íslensk ull.
M
yn
d/
Ra
gg
iÓ
la