Mosfellingur - 16.05.2012, Page 26
- Fréttir úr bæjarlífinu22
Kvenfélagskonur
á Bessastöðum
Kvenfélagskonur í Mosfellsbæ fóru í
árlegu vorgöngu KSGK á dögunum.
Gengið var um Álftanesið undir leiðsögn
og Bessastaðir heimsóttir. Forsetahjónin
tóku á móti þeim og voru boðin sérstak-
lega velkomin í bæinn Mosfellsbæ.
Laus staða á Eir
Í öryggisíbúðum Eirar á Eirhömrum, er nú laus staða
við almenn þrif og félagslega heimilisaðstoð.
Nánari upplýsingar veita Valgerður Magnúsdóttir deildarstjóri
félagslegrar heimaþjónustu s. 5668060 og Kristjana Gígja
hjúkrunardeildarstjóri á Eirhömrum s. 8977054.
Laugardaginn 28. apríl var Landssam-
bandsfundur Soroptimista haldinn í
Mosfellsbæ. Það var Soroptimistaklúbbur
Mosfellssveitar sem stóð fyrir fundinum að
þessu sinni, en þeir eru haldnir ár hvert og
skiptast klúbbar á að halda fundinn.
Í Soroptimistasambandi Íslands eru
starfandi 18 klúbbar með 560 félaga.
Soroptimistaklúbbur Mosfellssveitar var
stofnaður 25. sept. 1977 og verður því 35
ára á árinu.
Á föstudeginum var móttaka í listasal og
bókasafni Mosfellsbæjar í boði bæjarráðs.
Fundurinn var síðan haldinn í Hlégarði. Á
hann mættu um 190 konur víðsvegar að af
landinu.
Um kvöldið var hátíðardagskrá og var
dregið í veglegu happadrætti en ágóða
happadrættisins verður varið til góðgerða-
mála. Í tilefni fundarins var gefin út mat-
reiðslubók sem verður til sölu hjá klúbbs-
ystrum og í Álafossbúðinni.
Dagskrá Aðalfundar
1.Stjórn félagsins skýrir frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsári.
2.Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur félagsins fyrir 2011 lagðir fram ásamt
3.Stjórn félagsins kjörin og endurskoðendur eða skoðunarmenn. Framboð skulu
starfsárinu.
Að vinna gegn
öldrunarferlinu
Janus Guðlaugsson allar um nokkrar heilsutengdar staðreyndir sem eiga sér stað
með hækkandi aldri. Þá allar hann um rannsóknir sem tengjast þessum breytingum
og aðgerðir til að sporna við neikvæðum breytingum á heilsutengdum lífsgæðum
eldri aldurshópa.
Janus hefur áralanga reynslu af íþróttakennslu og hefur stundað rannsóknir sem
tengjast heilsueingu eldri aldurshópa.
Aðalfundur Heilsuvinjar Mosfellsbæjar ehf
31. maí í Krikaskóla
Að fyrirlestrinum loknum verður aðalfundur Heilsuvinjar
mosfellingar
á bessastöðum
Laus störf
VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja
Smíðakennari óskast við Varmárskóla
Varmárskóli auglýsir eftir smíðakennara (70% staða) við ungl-
ingadeild skólaárið 2012-2013. Leitað er eftir kröftugum ein-
staklingi með góða samskiptahæfileika og færni til að miðla
efni og kveikja áhuga nemenda á verkgreinum. Um tímabundna
ráðningu er að ræða.
Kennari í sérkennslu (afleysingar skólaárið 2012-2013)
Varmárskóli auglýsir eftir sérkennara/kennara í námsver í
Varmárskóla. Í námsveri verða nemendur í 7.-10.bekk. Viðkom-
andi aðili mun starfa með sérkennsluteymi skólans. Leitum eftir
einstaklingi með góða samskiptahæfileika og færni til að miðla
og kveikja áhuga nemenda á námsefninu. Framhaldsnám í
sérkennslufræðum æskilegt. Góð íslenskukunnátta skilyrði. Um
tímabundna ráðningu er að ræða.
Umsóknarfrestur um bæði störfin er til 27. maí 2012.
Frekari upplýsingar um störfin veita skólastýrur Þórhildur
Elfarsdóttir s. 863 3297 og Þóranna Rósa Ólafsdóttir s. 899 8465.
Umsóknir með ferilsskrá sendist á netfangið:
varmarskoli@varmarskoli.is
Við hvetjum karla jafnt sem
konur til að sækja um starfið.
VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum
um sýningarhald í Listasal Mosfellsbæjar á tímabilinu nóvember
2012 til desember 2013. Óskað er eftir umsóknum um einka-
og samsýningar. Listasalur Mosfellsbæjar er fjölnota salur í
Bókasafni Mosfellsbæjar og er lánaður endurgjaldslaust til
sýnenda. Fylgja skulu með myndir af verkum, ferilskrá og
lýsing á fyrirhugaðri sýningu.
Nánari upplýsingar og eyðublöð má finna á heimasíðu Listasalar
Mosfellsbæjar: bokmos.is/listasalur/ eða í síma 566 6822.
Umsóknir skulu vera vandaðar og berast fyrir 4. júní 2012.
Umsóknir sendist til:
Listasalur Mosfellsbæjar, Kjarna,
Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
eða á netang: listasalur@mos.is
Opið fyrir umsóknir í
Listasal Mosfellsbæ jar
Soroptimistaklúbbur Mosfellssveitar með landssambandsfund
190 konur á fundi
í Mosfellsbænum