Mosfellingur - 11.01.2008, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 11.01.2008, Blaðsíða 4
 - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar4 KIRKJUSTARFIÐ Helgihald næstu vikur: 13. janúar Guðsþjónusta í Lágafells kirkju kl. 11. Heimsókn frá söfnuði Grund ar fjarðarkirkju, kór Grund- arvíkur kirkju syngur, sr. Elínborg Sturludóttir, sóknar prest ur í Grundarfi rði predikar. Sr. Jón Þorsteinsson þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn í Lágafells- kirkju kl. 13. 20. janúar Taize guðsþjónusta í Lágafells- kirkju kl. 20. Prestur: sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Sunnudagaskólinn í Lágafellskirkju kl. 13. 27. janúar Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11. Prestur: sr. Jón Þorsteinsson Sunnudagaskólinn í Lágafellskirkju kl. 13. Barna- og æskulýðsstarf Foreldramorgnar eru í safnaðar- heimilinu á mánudögum milli kl. 10 og 12. TTT (fyrir alla krakka á aldrinum 10 – 12 ára) er á þriðjudögum í félagsmiðstöðinni við Lágafells- skóla kl.16:30. Æskulýðsstarfi ð er á þriðjudögum í félagsmiðstöðinni við Lága- fellsskóla kl.19:45. Allir unglingar eru hjartanlega velkomnir. www.lagafellskirkja.is Merkjateigur 1 verðlaunaður Orkuveitan hefur gert það að árlegum viðburði að veita viðurkenningar fyrir glæsilegar jólaskreytingar. Dómnefndin fékk fjölda ábendinga um fall- egar skreytingar og fór víða um veitusvæði fyrirtækis ins í störf- um sínum. Veitt eru verðlaun fyrir eina eign í hverju sveit- arfélagi og hlutu hjónin Baldvin Viggósson og Kristín Snorradótt- ir viðurkenning una að þessu sinni. Þau búa í Merkjateigi 1 og segir dómnefnd um skreyting- arnar: Óvenjulega mikið af líkneskjum og fígúrum en þó ekki farið yfi r nein mörk. Allt á fl oti Gríðarlegir vatnavextir voru í Mosfellbæ um ármótin vegna veðurofsa. Lækir breyttust í stór- fl jót og var vatnsmagnið mikið. Verst var ástandið við Klappar- hlíð og Reykjaveg þar sem heilu stöðuvötnin mynduðust. Nokkrum dögum áður gáfu vatnslagnir sig í kjallara íþrót- tahússins að Varmá og hlaust tjón af þeim sökum. Vatnshæðin náði um 60 cm hæð og þakti yfi r 60 fermetra svæði. Vegagerðin, Leirvogstunga og Ístak hafa samið um þverun Vesturlands- vegar með mislægum gatnamótum á milli Leirvogstungu og Tungumela. Miklar framkvæmdir standa nú yfi r í Leirvogstungu og mun umferðarör- yggi aukast til muna með tilkomu gatnamótanna. Samningurinn felur það í sér að Vegagerðin samþykkir óskir landeig- enda um tilteknar breytingar á Vest- urlandsvegi og tengingar við hann. Vesturlandsvegi verður breytt á um 650m kafl a, og mislægt hringtorg byggt með að-og fráreinum sem tengjast munu gatnakerfi beggja vegna vegarins ásamt tveimur brúm yfi r Vesturlandsveg. Þátttaka Leirvogstungu og Ístaks í þessari framkvæmd leiðir til þess að verkið verður unnið fyrr en ella og kostnaður Vegagerðarinnar verður töluvert minni. Vegna framkvæmda landeigenda og verktaka beggja vegna Vesturlandsvegarins er þeim unnt að byggja mislægu gatnamótin á hagkvæmari hátt en ella. Samnings- aðilarnir þrír skipta með sér kostnaði við þessa framkvæmd. Vegagerðin, Leirvogstunga og Ístak semja um þverun Vesturlandsvegar Mislæg gatnamót við Leirvogstungu Lárus Jónsson hvetur til aðgerða láti knattspyrnudeild ekki af flugeldasölu Hvetur fólk til að klippa kortin Í kjölfar fregna af því að knattspyrnudeild Afturelding- ar stæði fyrir fl ugeldasölu fyrir áramótin hefur Lárus Jónsson eða Lalli ljóshraði eins og hann er oft nefndur gripið til róttækra aðgerða. „Ég hef alltaf verið stoltur af því að halda með Aftureldingu en nú er mér misboðið. Þegar deild innan Aftureldingar er farin í samkeppni við björgunarsveitina í sveitinni þá er ekki hægt að láta sem ekkert sé. Ég hef því afsalað mér Aftureldingarkortinu mínu og hvet fl eiri til að gera slíkt hið sama láti Aftureld- ing ekki af þessari fl ugeldasölu. Næst þegar björgunar- sveitin verður kölluð út skora ég á strákana í meistara- fl okki að mæta og leggja sitt að mörkum.” Peningar í vasa einkaaðila í stað björgunarsveitar „Barátta við náttúruöfl in og allt það vandasama starf sem björgunarsveitin Kyndill glímir við þarf allan þann stuðning sem hægt er að fá frá bæjarbúum. Ég skora á knattspyrnudeildina að láta af þessari samkeppni við sjálfboðaliða og beita sér á öðrum vettvangi fjáröfl unar. Af hverju láta þeir ekki bera meira á getraunanúmeri félagsins sem er 270? Fjöldi fólks myndi þiggja það að vera áskrifendur að klósettpappír. Uppskriftabókin var góð. Þessi samkeppni er siðlaus og frekjuleg aðferð. Hvað yrði sagt ef björgunarsveitarmenn gengu í hús og seldu klósettpappír og söfnuðu dósum?” Lalli segist ekki sáttur við félagið sitt en er tilbúinn að endurnýja Aft- ureldingarkortið sitt og jafnframt hug sinn til félagsins ef þeir sjái að sér og láti af þessari sölu fl ugelda fyrir reykvíska einkaaðila. Aftureldingarhjartað er hætt að slá í Lárusi Jónssyni ... vonandi í bili. SÓKN Í SÓKN – LIFANDI SAMFÉLAG Vertu með í sókninni! MOSFELLINGUR KEMUR NÆST ÚT 1. FEBRÚAR mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.