Mosfellingur - 11.01.2008, Blaðsíða 13

Mosfellingur - 11.01.2008, Blaðsíða 13
símar: 566-7310 og 896-0131 namo@namo.is Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - 13 Miklar byggingafram- kvæmdir eiga sér stað í Mosfellsbæ og er áætlað að fjölgun íbúa á þessu ári verði um 11%. Það skiptir höfuðmáli að vandað sé til skipulagsvinnu og að fram- kvæmd verksins sé unnin á sem hagkvæmastan hátt með tilliti til umhverfisins. Ég get fullyrt, að bæði í Leirvogs- tungu og í Helgafellshverfi hefur verið vandað til verka bæði í skipu- lagsvinnu hverfanna og í allri fram- kvæmd verkanna. Það á sér enga hliðstæðu í byggingaframkvæmdum á Höfuðborgarsvæðinu, að allt efni í götur og grunna er tekið nánast á staðnum. Í Leirvogstungu er allt mal- arefni tekið af Leirvogstungumelum og við Leirvogsá. Vegalengdir á flutn- ingi efnis eru í lágmarki og uppúr- gröftur fer allur í gerð hljóðmana og jarðvegsfyllingar. Malarnám á Leir- vogstungumelum er því að mínu mati fullkomlega réttlætanlegt frá umhverfislegu sjónarhorni. Hins vegar þarf að horfa til framtíðar og skipuleggja betur nýtingu og frá- gang á Leirvogstungumelum. Í Helgafellshverfi hefur mest allt malarefni verið unnið á staðnum með sprengingum, ásamt því að taka efni úr eldri námu við Þingvallaveg. Uppúrgröftur hefur verið not- aður til uppgræðslu á gömlu námunni. Losun á koltvíoxíði út í and- rúmsloftið er því í algjöru lág- marki vegna byggingafram- kvæmda í Mosfellsbæ. Það er gleðiefni að fljótlega verður ráðist í tvöföldun Vest- urlandsvegar að Leirvogsá og mislæg gatnamót við Leirvogstungu. Umhverfi Mosfellsbæjar hefur tek- ið miklum breytingum undanfarin ár. Trjágróður er víða orðinn sjáan- legur í hlíðum fella og fjalla, en gróð- ursettar hafa verið að meðaltali um 70.000 plöntur á hverju ári sl. 17 ár. Á komandi árum mun skógur um- vefja byggðina og gera alla útivist áhugaverðari fyrir íbúana. Umhverfi Varmár frá fjöru til fjalla er einn æv- intýraheimur og með tilkomu Stekkj- arflatar með tjörn og leiktækjum og síðan með útivistar- og ævintýra- garði á milli Varmár og Köldukvíslar þá á þetta svæði sér enga hliðstæðu hér á landi. Mosfellsbær er svo sannarlega kominn á kortið hjá landsmönnum sem einhver gróskumesti bær í fjölg- un íbúa ásamt miklum framförum í umhverfismálum. Oddgeir Þór Árnason CO2 losun vegna byggingaframkvæmda Nú þegar nýtt ár er gengið í garð langar mig að stikla á stóru um það sem liðið er og hæst ber í bæjarmálunum í Mosfellsbæ. Þegar á heildina er litið er ég mjög sáttur við gang mála hjá okkur Mosfell- ingum á liðnu ári og það er gaman að hafa fengið tækifæri til þess að vinna að framgangi Mos- fellsbæjar með öllu því góða fólki sem þar leggur hönd á plóg. Verkefn- in í svo ört stækkandi bæjarfélagi eru mörg og ærin en auðvitað er aldrei svo að ekki megi betur gera en að því er að sjálfsögðu unnið öllum stund- um að gera sem flestum til hæfis. Byggingaframkvæmdir og nýr bæjarstjóri Því er ekki að neita að byggingar- framkvæmdir í þremur nýjum og glæsilegum hverfum gera umhverfi okkar hálftætingslegt um þessar mundir en það er tímabundið ástand og taka þessi hverfi á sig betri mynd með degi hverjum. Bæjarbúar hafa sýnt þessum stórframkvæmdum mikinn og góðan skilning og ber að þakka það. Eins og allir vita lét Ragnheiður Ríkharðsdóttir af embætti bæjar- stjóra á síðasta ári og kvöddum við þar litríka, harðduglega og skemmtilega konu. Ég vil nota tækifærið og þakka Ragnheiði gott og skemmti- legt samstarf og óska henni velfarnaðar í nýju starfi á alþingi. Nýr bæjarstjóri, Haraldur Sverrisson, hefur um árabil starfað að bæjar- málum í Mosfellssbæ og hefur mikla og góða þekkingu á þeim. Stóru verkefnin Brátt verður hafist handa við að reisa nýjan og glæsilegan grunnskóla í Mosfellsbæ, Krikaskóla, og einnig styttist í að framhaldsskóli og hjúkr- unarheimili verði að veruleika. Þetta eru auðvitað stóru verkefnin hjá okkur og varða hag og velferð flestra íbúa Mosfellsbæjar. Samstarfið hjá meirihluta okkar vinstri-grænna og sjálfstæðismanna í bæjarstjórn hefur gengið mjög vel. Gagnkvæmt traust og virðing hefur einkennt það allt frá upphafi og hef- ur ríkt góður andi á meðal allra sem að meirihlutanum standa. Mikill metnaður var lagður í fjárhagsáætl- un flokkanna fyrir árið 2008 og eru mörg spennandi verkefni framund- an í bæjarfélaginu. Skuldir á íbúa halda áfram að lækka, verja á um 775 mkr. til uppbyggingar skóla- og íþróttamannvirkja, gert er ráð fyrir fjármunum til byggingar menning- arhúss, útgjöld til fræðslumála auk- ast um 275 mkr, leikskólavist fimm ára barna er gjaldfrjáls og með því er áfram stuðlað að lægri kostnaði fyrir barnafjölskyldur, gert er ráð fyrir verulegri hækkun á framlagi til íþrótta-og tómstundafélaga vegna barna-og unglingastarfs sem og að frístundagreiðslur munu hækka. Ekki má gleyma fyrirhuguðum ævintýra- og útivistargarði á milli Varmár og Köldukvíslar. Auðvitað er margt fleira spennandi framundan sem of langt mál er að telja upp í þessari grein. Umhverfismál fá veglegan sess Hvað varðar árið sem nú er að líða í pólitíkinni hér í Mosfellsbæ og þunga áherslu bæjaryfirvalda á um- hverfismál verður ekki hjá því kom- ist að nefna áberandi og neikvæð skrif um eitt tiltekið mál sem tengd- ist umhverfismálum á árinu sem er nýliðið. Hér tala ég um fyrirhugaða tengibraut inn í Helgafellshverfi. Fá mál í Mosfellsbæ hafa fengið viðlíka athygli í fjölmiðlum svo ára- tugum skiptir og er í raun flestum nóg um. Þessi umræða hefur á köfl- um farið langt út fyrir öll velsæm- ismörk og haft á stundum afar nei- kvæð áhrif á ímynd Mosfellsbæjar. Það segja mér reyndari menn að fá dæmi, ef nokkur, séu til um aðra eins aðför að einstaka bæjarfulltrúum og persónum og sú sem þar hefur verið höfð í frammi af fáeinum manneskj- um í nafni umhverfissamtaka en er og hefur í raun verið hrein og klár pólitík allt frá upphafi. Skrif í jólablöðum beggja minni- hlutaflokkanna þar sem sagt var að umhverfismál sætu á hakanum undir stjórn okkar vinstri-grænna í Mosfellsbæ komu mér á óvart. Framundan er stórátak í umhverfis- málum hjá bæjarfélaginu og það á m.a. fólkinu sem hélt um pennana í jólablöðum minnihlutaflokkanna að vera fullkunnugt um. Í því sambandi vil ég nefna sérstaklega 160% aukn- ingu til umhverfismála á milli ára. Ráðinn hefur verið nýr starfsmaður, umhverfisstjóri, sem mun m.a. hafa yfirumsjón með Staðardagskrá 21. Áhersla bæjaryfirvalda á umhverf- ismál er mikil og sönn, ekki einung- is fyrir einstaka íbúa bæjarfélagsins eða einstaka hverfi heldur alla Mos- fellinga. Gleðilegt ár. Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar Horft um öxl og fram á veginnDavíð Svansson markmaður Aftureldingar bankar á landsliðsdyrnar Stefnir á stórmót með landsliðinu MOSFELLINGUR

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.