Mosfellingur - 21.10.2010, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 21.10.2010, Blaðsíða 24
Góður árangur á Íslandsmeistaramóti Íslandsmeistaramót unglinga í ku- mite, var haldið í Mest-húsinu þann 17. október. Kristján Helgi Carrasco hafnaði í 3. sæti í flokki pilta 16-17 ára (-68kg) og Þórarinn Jónsson hafnaði í 2. sæti flokki drengja 13 ára. Frábær árangur hjá okkar mönnum. Sigurður Kristján með U17 ára landsliðinu Nýverið fóru fram úrtaksæfingar vegna U17 karla landsliðs Íslands í knattspyrnu. Æfingarnar fóru fram helgina 9. og 10. október í Kórnum í Kópavogi undir stjórn lands- liðsþjálfarans Gunnars Guð- mundssonar. Einn leik- maður Aftur- eldingar var valinn til þátttöku en það var Sigurður Kristján Friðriks- son, 3. flokki, sem hélt uppi heiðri félagsins að þessu sinni. Selfoss-Afturelding á útivelli í kvöld Afturelding heimsækir Selfoss í fjórðu umferð N1-deildar karla í handknattleik. Leikurinn fer fram á Selfossi í kvöld kl. 19.30. Hitað verður upp á Kaffi Kidda Rót frá kl. 17.30. Rohöggið verður að sjálf- sögðu á staðnum og boðið verður upp á rútuferðir gegn vægu gjaldi. Strákarnir eru enn án stiga en hafa verið að spila flottan handbolta gegn toppliðum í fyrstu umferðum mótsins. Afturelding lagði á dögun- um lið Stjörnunar 2 í Eimskips-bik- arnum er því komið í 16 liða úrslit. - Íþróttir24 Gengið hefur verið frá áframhaldandi samstarfi meistaraflokks kvenna í knatt- spyrnu og Bleiku slaufunnar, árveknisátak um brjóstakrabbamein, sem hefur vakið athygli undanfarin þrjú ár. Landsbankinn hefur nú bæst í hópinn en bankinn tekur þátt í verkefninu með myndarlegum stuðningi. Landsbankinn afsalar sér rétti til auglýsinga á búningum en styrkir málefnið með beinum hætti. Samstarf Bleiku slaufunnar og meistaraflokks kvenna hjá Aftureldingu var Landsbankanum innblástur til frekari stuðnings við önnur íþróttafélög en bankinn kynnti nýlega verkefnið „Samfélag í nýjum búning” þar sem fleiri félög feta í fótspor Aftureldingar og styrkja við góð málefni sem þannig njóta einnig stuðnings bankans. Tryggvi Þorsteinsson úr meistaraflokksráði Aftureldingar er hugmyndasmiður og upphafsmaður þessa verkefnis hjá Aftureldingu. Afturelding leikur sem fyrr í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu og hefur gert undan- farin ár með ágætis árangri. Samstarf Aftureldingar og Bleiku slaufunnar var Landsbankanum innblástur í nýrri stefnu Stelpurnar áfram með slaufuna Tryggvi Þorsteinsson tekur hér við framlögum frá Landsbankanum fyrir hönd meistaraflokks kvenna. Tryggvi er hugmyndasmiður og upphafsmaður verkefnisins milli Aftureldingar og Bleiku slaufunnar. Keppni á Íslandsmóti eldri flokki karla í knattspyrnu lauk á dögunum. Afturelding varð Íslandsmeistari í flokki 30 ára og eldri. Liðið er skipað gömlum kempum úr sigursælu liði Hvíta Riddarans. Hvíti Riddarinn hélt úti öflugu liði um margra ára hríð og vann utandeildina oftar en einu sinni. Liðið lék einnig á Íslandsmóti KSÍ sem og í bikarkeppni við góðan orðstír. Nú hefur Afturelding tekið yfir nafnið á þessu fornfræga félagi og leikur varalið meistaraflokks félagsins undir þeim merkjum. Afturelding endaði í efsta sæti með fullt hús stiga, þremur stigum á undan Breiðablik og sex stigum á undan Keflavík. Sigurreifar stúlkur í 6. flokki kvenna í handbolta. Þær fóru á mót í Austurbergi á dögunum og sneru heim með gullpening um hálsinn. KOMINN Á DVD TROÐFULLUR AF AUKAEFNI: YFIRLESTUR (COMMENTARY) STEINDA OG BENT Á BAK VIÐ TJÖLDIN FÁANLEGUR Í NÆSTU VERSLUN TROÐFULLUR AF AUKAEFNI: YFIRLESTUR (COMMENTARY) STEINDA OG BENT Á BAK VIÐ TJÖLDIN FÁANLEGUR Í NÆSTU VERSLUN TROÐFUL UR AF AUKAEFNI: YFIRLESTUR (COMMENTARY) STEINDA OG BENT Á BAK VIÐ TJÖLDIN Í N STU VERSLUN EfnilEGAr hAndboltAStElpUr Knattspyrnulið Aftureldingar í eldri flokki karla í knattspyrnu endaði með fullt hús stiga Íslandsmeistarar 30 ára og eldri Steingrímur Benediktsson þótti atkvæðamikill þetta sumarið og gerði atlögu að markahæstu mönnum. Mynd in er tekin á Pollamótinu á Akureyri í sumar. Efri röð: Steini, Jói, Jói, Davíð Jón og Geiri. Neðri röð: Elías, Svanni, Nikki, Balli og Bjössi. Á myndina vantar restina af liðinu. RÉTT INGAVERKSTÆÐ I Jóns B. ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 jonrett @internet.is Ný heiMaSíða - www.joNb.iS Þjónustuverkstæði útvegum bílaleigubíla cabas tjónaskoðun Ný MOSFELLINGUR 12. tbl. 9. árg. fimmtudagur 30 . september 2010 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mos fellsbæ, á k jalarnesi og í k jós eign vikunnar svöluhöfði www.fastmos.is 586 8080 selja... www.fastmos.is Handverkstæðið Ásgarður hlýtur jafnréttisviðurkenningu Ásgarður handverkstæði hefur hloti ð jafnréttisviðurkenn- ingu Mofellsbæjar 2010 fyrir að vinn a ötullega að jafn- réttismálum þannig að allir geti teki ð þátt í starfseminni á jafnræðisgrundvelli, óháð kyni, fötlu n eða öðru. Handverkstæðið er staðsett við Álafo ssveg 22 í Álafosskvos. Viðurkenningin var veitt á árlegum jafnréttisdegi Mosfellsbæjar sem haldinn var hátíð legur þann 17. september síðastliðinn. Yfirskrift da gsins í ár var „Ungt fólk og jafnrétti“ og var dagskráin að mestu leyti borin uppi af unglingum úr félagsmiðstöðinni B óli og nemendum í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar sem fjölluðu um jafnrétti. Ásgarður er handverkstæði fyrir fólk með þroskahömlun og hefur starfað frá árinu 1983 og er u starfsmenn um þrjátíu talsins. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var nú haldinn hátíðlegur í þriðja sinn en dagurinn er fæðingar dagur Helgu Magnús- dóttur sem settist fyrst kvenna í stól oddvita í Mosfellsbæ fyrir um hálfri öld. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðle gur föstudaginn 17. september Hvetur allar konur til að ganga í kvenfélagið Mosfellingurinn Ingimunda Þórunn Loftsdóttir, fo rmaður kvenfélagsins 16 Mynd/Hilmar Frá afhendingu jafnréttisviðurkenning ar Mosfellsbæjar 2010. Kolbrún Þorste insdóttir formaður fjölskyldunefndar, S teingrímur D. Guðmunds- son, Richard Örnuson, Heimir Þór Tryg gvason forstöðumaður Ásgarðs, Magn i Freyr Ingason og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. „...fyrir að vinna ötullega að jafnréttis­má lum þannig að allir geti tekið þátt í s­tarfs­emi nni á jafnræðis­grundvelli, óháð kyni, fötlun eða öðru” Mosfellingur er á netinu

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.