Mosfellingur - 21.10.2010, Blaðsíða 6
Eldri borgarar
Upplýsingar og skráningar í ferðir og námskeið eru á skrifstofu félagsstarfsins Eirhömrum kl. 13-16, símar 586-8014 og í gsm. 692-0814
- Fréttir úr bæjarlífinu6
Konur hvattar til að
leggja niður vinnu
Allar konur á landinu eru hvattar
til að leggja niður vinnu mánu-
daginn 25. október kl: 14.25. Á
höfuðborgarsvæðinu ætla konur
að hittast á Hallgrímskirkjutorgi
kl: 15 og ganga niður að Arnarhóli.
Hallveig landnámskona mun
leiða gönguna
niður Skóla-
vörðustíginn.
Einnig eru
skipulagðir
viðburðir út
á landi. Að
sögn Bryndísar
Bjarnarson,
verkefnisstýru Kvennafrídagsins,
er dagskráin helguð baráttu
kvenna gegn kynferðisofbeldi og
launamuni kynjanna. „Konur eru
enn einungis með 65% af launum
karla og reiknast okkur til að kl.
14.25 séum við búnar að vinna
fyrir þessu hlutfalli.“ Dagskráin
er að verða ljós og má upplýsa að
Mosfellingurinn Diddú mun verða
stærsta atriðið á stóra sviðinu ásamt
ræðu- og leikkonunum Halldóru
Geirharðsdóttur og Ólafíu Hrönn
Jónsdóttur. Endapunkturinn er
sönghópurinn Áfram stelpur, með
baráttusöngva sem allir þekkja.
Ofbeldi karla gegn konum og
börnum er eitt alvarlegasta sam-
félagsmein samtímans um heim
allan. Þrátt fyrir þá hávaðaþögn
sem ríkir um þennan djúpstæða
samfélagsvanda, birtist hann í
margs konar móti. Skotturnar hafa
sett af stað landssöfnun gegn kyn-
ferðisofbeldi þar sem þær að selja
kynjagleraugu í formi barmmerkja.
Postulínsmálun, námskeið verður
í nóvember ef næg þátttaka fæst.
Skráning í síma 586-8014.
Tréskurður er á fimmtudögum
kl. 12.30-16.30
Leikfimi er á fimmtudögum kl. 11.15
Að venju stendur Félagsstarf eldri borgara
í Mosfellsbæ fyrir sölu á góðum og falleg-
um handunnum vörum sem þátttakendur
vinna bæði heima og í handverksstofunni
á Eirhömrum.
Tekið er á móti vörum frá þeim sem óska
eftir því að leggja okkur lið í þetta þarfa
verkefni. Ágóði af sölu rennur til mannúð-
armála í Mosfellsbæ.
Basarinn verður laugardaginn
27. nóvember.
Komið og takið þátt í skemmtilegum og
gefandi félagsskap og um leið fáið þið
tækifæri til þess að láta gott af ykkur leiða.
Það skal tekið fram, að öllum sem koma í
handverksstofuna er í sjálfsvald sett hvort
þeir taka þátt í basarundirbúningnum.
Nú er rétti tíminn til
þess að búa til jóla-
gjafirnar t.d. úr gleri,
leir, postulíni o.fl.
Opið kl. 13-16,
upplýsingar
í síma 586-8014
Sigurður Ingvi Snorrason bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2009
hélt upp á sextugsafmæli sitt með tónleikum í Langholtskirkju
14. október. Leikinn var Kvartett um endalok tímans eftir Olivier
Messiasen og nýtt verk frumflutt eftir Þórð Magnússon. Verkið var
sértaklega pantað í tilefni afmælisins.
Sigurður hefur starfað á Íslandi frá árinu 1972 og hefur verið í Sin-
fóníuhljómsveitinni megnið af þeim tíma, en hann lætur af störfum
í vor. Auk Sigurðar Ingva lék Sigrún Eðvaldsdóttir á fiðlu, Bryndís
Halla Gylfadóttir á selló og Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó.
Tónleikar í tilefni
sextugsafmælis
Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari hélt glæsilega afmælistónleika á dögunum
Graphic Lanscapes í
Listasal Mosfellsbæjar
Sýning Píu Rakelar Sverrisdóttur
Graphic Landscapes stendur nú yfir
í Listasal Mosfellsbæjar.
Verkin eru unnin út frá glermynda-
röð, innblásinni af „íslensku
vetrarlandslagi.” Þau eru grafísk
endurtekning á pappír og önnur
efni, og einnig er unnið með rými
sýningarsalarins. Pía Rakel (f.
1953) vinnur mest með sandblásið
gluggagler í verkum sínum sem
tengjast rými og stað. Í gegnum
tíðina hefur Pía gert mörg glerverk
fyrir VELUX og eru þau víða um
heim. Hún hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga, samkeppna, verkefna
og sýninga á 25 ára ferli.
Sýningin stendur til 6. nóvember.
Krásirnar
Basar í undirBúningi!
Heimildarmyndin Liljur vallarins eftir Þorstein Jónsson var
frumsýnd í Bíó Paradís í síðustu viku. Kjósverjum var boðið til
frumsýningar myndarinnar þann 14. október. Liljur vallarins
fjallar um stórar spurningar - um Guð, tilgang lífsins og hvernig
menn eiga að haga lífi sínu. Þessar spurningar eru settar fram í
raunverulegu umhverfi í fámennri sveit, þar sem sköpunarverkið
blómstrar - menn, dýr og náttúra.
Myndin tekin í 200 manna sveitarsamfélagi í Kjósinni
Myndin er tekin í Kjósinni, sem er 200 manna sveitarsamfélag
í skjóli Esjunnar. Sr. Gunnar Kristjánsson kemur þangað með
róttækar hugmyndir frá Evrópu um frið og náttúruvernd. Í hans
huga eru þær nátengdar kenningum Jesú frá Nasaret og boðskap
Biblíunnar. Í sókninni eru ekki allir á einu máli um það. Séra
Gunnar berst fyrir málstað mannúðar, friðar og náttúruverndar
með þeirri dyggð sem honum finnst duga best, hófsemdinni.
Persónur í myndinni eru bændur, Guðbrandur og Annabella
í Hækingsdal, Snorri í Sogni, Hreiðar og Ásta á Grímstöðum,
Kristján og Dóra á Neðra Hálsi, Bjarni á Þorláksstöðum, Guðný
í Flekkudal, og presturinn, séra Gunnar Kristjánsson. Bændurnir
taka þátt í samræðunni og gefa vísbendingar með verkum sínum
og lífsformi.
Myndin Liljur vallarins er tekin upp í Kjósinni og fjallar meða annars um Guð og tilgang lífsins
Sr. gunnar í heimildarmynd
Sr. Gunnar Kristjánsson
og Anna Höskuldsdóttir
við Reynivallakrikju í Kjós.
Heilsukvosin er nýtt fyrirtæki Mosfellsbæ og hefur fengið frábærar
undirtektir. Heilsukvosin er þjálfunarhús fyrir alla þá sem vilja ein-
staka einkaþjálfun í einkaumhverfi. Þjálfunin er algerlega sniðin að
markmiðum og óskum einstaklingsins. Menntun og reynsla þjálfarans
er víðtæk og því hentar þjálfunin öllum aldurshópum og báðum kynj-
um, einn eða fleiri geta æft saman og leitast er við að hafa æfingarnar
fjölbreyttar.
Áhugi á fólki og fjölbreytni
„Það var áhugi minn á fólki og fjölbreytninni sem það býr yfir
sem leiddi mig út í það sem ég starfa við í dag,” segir María Ögn
Guðmundsóttir eigandi Heilsukvosarinnar. María er sálfræðingur að
mennt en hún er einnig IAK einkaþjálfari og hefur þjálfararéttindi
í Boot Camp. „Ég hef alltaf verið virk í íþróttum og hef haft gaman
af að prófa nýja hluti. Ég hef tekið ógrynni af námskeiðum og setið
marga fyrirlestra sem snúa bæði að þjálfun og sálfræði. Ég æfi og
keppi í þríþraut og hjólreiðum auk þess sem ég hef verið yfirþjálfari
skíðadeildar KR í sjö ár. Ég er líka áhugamanneskja um áhugamál,”
segir hún og brosir, „enda á ég mér mörg og ég tel þau vera
lífsnauðsynleg hverjum manni.”
Heilsukvosin er staðsett í Álafosskvosinni og má finna allar nánari
upplýsingar á www.heilsukvos.is
Heilsukvos er nýtt fyrirtæki í Álafosskvos
Einkaþjálfun í
einkaumhverfi
María Ögn Guðmunds-
dóttir opnar Heilsukvos.