Mosfellingur - 21.10.2010, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 21.10.2010, Blaðsíða 16
 - Viðtal / Mosfellingurinn Pétur Magnússon16 Pétur er mjög skipulagður, atorku-samur og alltaf boðinn og búinn til að aðstoða þegar þörf er á. Hann er félagslyndur, mikill húmoristi, traustur vinur vina sinna og iðulega í forystuhlut- verki í félagslífinu og mikil driffjöður þegar eitthvað stendur til. Hann er einn- ig umhyggjusamur faðir og eiginmaður,” segir Erlingur A. Jónsson æskuvinur Péturs er ég bið hann um að lýsa Pétri í stuttu máli. „Það var mjög gaman að alast upp á Akranesi og flestir mínir bestu vinir í dag eru æskufélagar þaðan. Í minningunni finnst mér ég lítið hafa gert annað fram að unglingsárunum en að spila fótbolta allan daginn. Ég æfði með Skagamönnum í öllum yngri flokkunum og náði að verða Íslands- meistari í fjórða flokki. Ég varð því miður að hætta að æfa vegna þrálátra meiðsla. Vinahópurinn spilar vikulega saman hér í Mosfellsbæ og eins gerum við ýmis- legt skemmtilegt saman eins og að halda þorrablót, haustfagnaði og fara í ferðalög. Síðustu ár hefur svo hópurinn komið að málum sem láta gott af sér leiða, t.d. þá stöndum við fyrir og sjáum um brekkusöng á bæjarhátíð Akraness og Írskum dögum, en yfir tvö þúsund manns mættu á þennan viðburð nú í sumar.” Pétur er fæddur á Akranesi 16. febrúar 1971. Hann er einkabarn hjónanna Svand- ísar Pétursdóttur kennara og Magnúsar Oddssonar fyrrverandi veitustjóra. Eftir stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Vestur- lands lá leið Péturs til höfuðborgarinnar í frekara nám. Hann lauk lyfjafræðinámi með mastersgráðu frá Háskóla Íslands árið 1998 og MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík með sérstakri áherslu á mannauðsstjórnun árið 2004. Eiginkona Péturs er Ingibjörg E. Ingimarsdóttir hjúkrunar- fræðingur á Reykjalundi og eiga þau tvo syni þá Ágúst Loga sem er fjórtán ára og Magnús Árna sem er sjö ára. Þriðji erfinginn er svo vænt- anlegur í mars. Hreifst af bæjarbragnum „Við fluttum í Mosfellsbæ árið 1999 sem kom eiginlega til af einskærri tilviljun. Þegar ég var nemi í lyfjafræði þá þurftum við að vinna að minnsta kosti tvö sumur við lyfjafræðistörf. Möguleg störf voru listuð upp og svo drógum við nemendurnir um þau störf sem voru í boði. Ég dró síðastur úr pottinum og fékk apótekið í Mosfellsbæ. Ég vissi nánast ekkert um Mosfellsbæ en í apótekinu starfaði ég tvö sumur og kynntist mörgu skemmtilegu fólki. Ég hreifst mjög af bænum og bæjarbragnum, það smitaðist yfir á frúna og fljótlega eftir að við lukum háskólanámi þá keyptum við okkur íbúð hér. Við sjáum alls ekki eftir því, það er góður andi hér í bænum og frábært umhverfi fyrir útivistar- og íþróttafólk, varla hægt að finna það betra á landinu.” Þrjú öldrunarheimili „Að loknu námi í lyfjafræði starfaði ég við markaðs- og sölustörf fyrir Lyfjaverslun Íslands og alþjóðlegu lyfjafyrirtækin Glaxo- SmithKline og Merck Sharpe & Dohme. Frá ársbyrjun 2008 hef ég starfað sem forstjóri Hrafnistuheimilanna. Hrafnistuheimilin eru öldrunarsamfélag um sexhundruð heimilismanna og hefur starfsemin varað í rúmlega fimmtíu ár. Að auki eru um fjögur hundruð aðrir aldraðir einstaklingar sem njóta þjónustunnar á degi hverjum. Undir merkjum Hrafnistu eru nú rekin þrjú öldrunarheimili, í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Þar er að finna fjölbreytta þjónustu sem hentar öldruðum vel og sem dæmi má nefna hjúkrun og læknisþjónustu, endurhæfingu, sundlaugar, iðjuþjálfun, líkamsrækt og mjög fjölbreytt félagsstarf og uppákomur.” Hrafnista á við meðalstórt sveitarfélag „Tæplega áttahundruð starfsmenn starfa hjá Hrafnistuheimilunum. Hrafnistu er því oft líkt við meðalstórt sveitarfélag úti á landi og oft sagt bæði í gamni og alvöru að starf forstjórans sé ekkert ósvipað bæjarstjórastarfi. Starf mitt er því mjög fjölbreytt en í svona stóru fyrirtæki er lykilatriði að vera með gott fólk í kringum sig. Ég hef verið svo lánsamur að vera í þeirri stöðu og hef átt alveg virkilega skemmtilega tíma á Hrafnistu. Verkefnin geta verið ólík og enginn dagur er eins. Þó að niðurskurður og samdráttur sé fyrirferðarmikill núna er samt mikið af tækifærum til nýjunga í öldrunarþjónustu sem við á Hrafnistu höfum verið að nýta okkur, sem gerir starfið ennþá skemmtilegra. Sem dæmi má nefna þá opnuðum við nýtt hjúkrunarheimili í Kópavogi fyrr á árinu þar sem öll hönnun á húsnæði og starfseminni sjálfri byggist á nýrri mjög spennandi hugmyndafræði í öldrunarþjónustu sem ekki hefur verið reynd áður hér á landi. Rík áhersla er lögð á sjálfsákvörðunarrétt og þátttöku íbúa. Við tökum það besta frá sjálfstæðri búsetu og sameinum það öryggi hjúkrunarheimilis. Starfsfólk og íbúar vinna saman við að skapa heimilislegt, hlýlegt og virkt samfélag.” Hefur öðlast mikla reynslu Pétur hefur alla tíð verið virkur í félags- málum, strax í framhaldsskóla var hann í stjórn nemendafélagsins. Hann vann lokaverkefni sitt í lyfjafræði sem rannsókn á lyfjanotkun íþróttamanna á Íslandi og starfaði með Íþróttasambandinu í um tíu ár í baráttunni gegn ólöglegri lyfjanotkun í íþróttum. Hann ritstýrði Tímariti um lyfja- fræði í þrjú ár en var í ritstjórn í alls sjö ár. Á árunum 2006-2009 var Pétur í forsvari fyrir Knattspyrnudeild Aftureldingar, meðal annars sem formaður barna og unglinga- ráðs. Hann hefur einnig verið starfandi í Kiwanisklúbbnum Mosfelli í nokkur ár. Í tengslum við störf hans í öldrunar- málum má geta þess að Pétur er formaður Öldrunarráðs Íslands og varaformaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Pétur hefur skrifað fjöldann allan af grein- um tengdum öldrunarmálum, lyfjafræði, íþróttum og heilbrigðismálum. Einnig hef- ur hann haldið fjölda erinda og fyrirlestra auk mikillar reynslu af fundarstjórnun og stjórnun mannfagnaða af ýmsu tagi. Gönguferðir í miklu uppáhaldi „Félagsmálin hafa vissulega tekið mik- inn tíma en að rækta fjölskylduna og vini er eitthvað sem ég reyni að setja í forgang,” segir Pétur með áherslu. Við fjölskyldan höfum ferðast mikið um Ísland og göngu- ferðir um landið eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Á hverju ári förum við Inga, ásamt eldri syni okkar, með stórum vinahópi í gönguferð í eina viku og þetta eru einhver bestu og skemmtilegustu frí sem ég kemst í. Ég hef einnig síðustu ár verið fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands og farið Laugaveg- inn svokallaða sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, þó það séu gríðarlega margir aðrir fallegir staðir á landinu.”Ingibjörg, Ágúst Logi og Magnús Árni. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Enginn dagur eins Pétur Magnússon lyfjafræðingur og forstjóri Hrafnistuheimilanna segir mikið af tækifærum til nýjunga í öldrunarþjónustu Í minningunni finnst mér ég lítið hafa gert annað fram að unglingsárunum en að spila fótbolta allan daginn. Lýstu þér í fjórum orðum: Stór, jákvæð­­ur, óþolinmóð­­ur og lífsglað­­ur nammigrís. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Bara í svipuð­­um málum og í dag – bara með­­ örlítið­­ færri en grárri hár. Fallegasti staður í Mosfellbæ? Varmárvöllur á sólríkum sumardegi, graslyktin ilmar í loftinu og Afturelding er að­­ vinna stórsigur. Hef sem betur fer upplifað­­ marga svona daga Hvern myndir þú helst vilja hitta? For- föð­­ur minn, Jón Steingrímsson eldklerk. Hvernig færðu útrás fyrir gremju? Þegar mað­­ur fer út að­­ hlaupa eð­­a tekur vel á því í ræktinni leysast ótrúlega mörg vandamál. Eitt atriði um þig sem fólk veit ekki um? Þegar ég var 5 ára trúð­­i ég pabba fyrir því að­­ ég ætlað­­i að­­ verð­­a jólasveinn þegar ég yrð­­i stór. „Fattarð­­u það­­ ekki mað­­ur – ég þarf bara að­­ vinna einn mánuð­­ á ári og á frí í ellefu” HIN HLIÐIN Mynd­ir: Ruth Örnólfs og úr einkasafni Ég hreifst mjög af bænum og bæjarbragnum, það smitaðist yfir á frúna og fljótlega eftir að við lukum háskólanámi þá keyptum við okkur íbúð hér. Það gæti leynst silfraður lukkumiði í þínu súkkulaðistykki Í tilefni af 90 ára afmæli okkar höfum við laumað lukkumiðum í 99 stykki. Veglegir vinningar! • 9 skemmtikvöld fyrir tvo; glæsikvöldverður, leikhúsmiðar og hótelgisting. • 90 súkkulaðikörfur og uppskriftabókin Súkkulaðiást. Er ekki alltaf tími til að fá sér eitthvað fallegt? Síríus rjómasúkkulaði er komið í nýjar 150 g umbúðir, tegundirnar sem við þekkjum svo vel, auk nýrrar með appelsínubragði. F í t o n / S Í A

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.